Jarðskjálftahrina suður af Kolbeinsey

Í gær (27-Maí-2019) varð jarðskjálftahrina suður af Kolbeinsey en þessi jarðskjálftahrina varð í Tjörnesbrotabeltinu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,5 klukkan 01:35 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,1 klukkan 06:57. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftahrinan suður af Kolbeinsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið. Hinsvegar er hætta á því að jarðskjálftavirkni taki sig upp þarna aftur án mikils fyrirvara þar sem Tjörnesbrotabeltið er óútreiknanlegt.

Jarðskjálftahrina austan við Grímsey

Í dag (12-Apríl-2019) varð jarðskjálftahrina austan við Grímsey. Þessi jarðskjálftahrina varð á svæði þar sem hefur verið mikið um jarðskjálftahrinur undanfarnar vikur. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 2,7 en aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð. Þegar þessi grein er skrifuð þá er engin jarðskjálftavirkni austan við Grímsey. Það getur breyst án nokkurs fyrirvara.


Jarðskjálftavirkni austan við Grímsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Núverandi staða fyrir Tjörnesbrotabeltið er sú að jarðskjálftavirkni mun halda þar áfram eins og verið hefur eins og hefur verið raunin síðan í Janúar þegar þessi jarðskjálftavirkni hófst rólega. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær jarðskjálftahrinan endar á Tjörnesbrotabeltinu. Hættan að það verði stór jarðskjálfti á Tjörnesbrotabeltinu heldur áfram svo lengi sem núverandi jarðskjálftavirkni er ennþá í gangi. Þegar þessi grein er skrifuð hefur ekkert dregið úr þeirri áhættu.

Jarðskjálfti með stærðina 3,3 austur af Grímsey

Ég biðst afsökunar á því að vera svona seint á ferðinni með þessa grein.

Aðfaranótt 8-Apríl-2019 klukkan 04:44 varð jarðskjálfti með stærðina 3,3 austan við Grímsey. Þessi jarðskjálfti er hluti af jarðskjálftahrinu á þessu svæði sem hófst fyrir nokkrum vikum síðan og er að mestu leiti ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.


Jarðskjálftahrinan austan við Grímsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan vestan við Kópavog heldur áfram og þar verða nokkrir jarðskjálftar á hverjum degi á því svæði. Það eru engin skýr merki um það að þeirri jarðskjálftahrinu sé að fara að ljúka.

Staðan á jarðskjálftahrinunni vestan við Kópasker (Tjörnesbrotabeltið)

Jarðskjálftahrinan sem hófst vestan við Kópasker þann 23 Mars 2019 er ennþá í gangi. Fjöldi jarðskjálfta hefur minnkað og færri jarðskjálftar hafa einnig átt sér stað undanfarna daga og á þessum tíma hefur ekki komið fram neinn jarðskjálfti sem hefur náð stærðinni 3,0 eða stærri. Þetta getur breyst án viðvörunar þar sem jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi.


Jarðskjálftahrinan vestan við Kópasker. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Samkvæmt nýlegum fréttum þá er þetta stærsta jarðskjálftahrinan á þessu svæði síðan árið 1991 (28 ár) samkvæmt Veðurstofu Íslands sem athugaði gögn eins langt og þeir gátu fyrir þetta svæði Íslands. Yfir 3000 jarðskjálftar hafa mælst í þessari jarðskjálftahrinu síðan hún hófst.

Styrkir

Ég minni fólk að styrkja vinnu mína við þessa vefsíðu. Það fer umtalsverð vinna hjá mér í þessa vefsíðu og við að skrifa greinar. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Staðan á jarðskjálftahrinunni á Tjörnesbrotabeltinu

Hérna eru nýlegar upplýsingar um stöðuna á jarðskjálftahrinunni vestan við Kópasker á Tjörnesbrotabeltinu. Þessar upplýsingar geta orðið úreltar mjög fljótt ef eitthvað gerist.

Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð. Síðan á miðvikudaginn hefur ekki komið fram neinn jarðskjálfti sem hefur náð stærðinni 3,0. Stærstu jarðskjálftarnir síðustu 48 klukkutímana hafa náð stærðinni 2,9. Heildarfjöldi jarðskjálfta síðustu 48 klukkutímana er í kringum 567.


Jarðskjálftahrinan vestan við Kópasker. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur hægt og rólega dregið úr þessari jarðskjálftahrinu síðan í gær. Það þýðir þó ekki að þessari jarðskjálftahrinu er lokið. Ef að það verður jarðskjálfti með stærðina 4,0 eða stærri þá mun þessi jarðskjálftahrina aukast aftur.

Styrkir

Ef fólk getur þá getur það stutt mína vinnu hérna með styrkjum. Það hjálpar mér að borga hýsinguna og að kaupa í matinn og fleira. Hægt er að nota PayPal eða bankamillifærslu til þess að styrkja mig. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Nýjustu upplýsingar um jarðskjálftahrinuna á Tjörnesbrotabeltinu

Almannavarnir hafa lýst yfir óvissuástandi á því svæðinu næst jarðskjálftahrinunni vestan við Kópasker. Óvissustig er lægsta viðvörunarstig Almannavarna.

Síðan að jarðskjálftahrinan hófst á laugardaginn þá hafa komið fram um 1800 jarðskjálftar samkvæmt Veðurstofu Íslands. Stærstu jarðskjálftarnir síðustu 24 klukkutímana hafa verið með stærðina 3,8 og 3,0. Þessi tala gæti breyst á næstu klukkutímum þar sem jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi.


Jarðskjálftahrinan vestan við Kópasker (grænar stjörnur). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina hefur aukið líkunar á því að þarna verði jarðskjálfti sem er með stærðina 6,0 eða stærri. Þetta er mjög stór jarðskjálftahrina fyrir þetta svæði á Tjörnesbrotabeltinu.

Jarðskjálfti með stærðina 4,2 vestan við Kópasker

Í kvöld klukkan 20:29 varð jarðskjálfti með stærðina 4,2 vestan við Kópasker. Þessi jarðskjálfti varð til þess valdandi að jarðskjálftahrinan jókst í kjölfarið á þessum jarðskjálfta. Í kjölfarið á jarðskjálftanum með stærðina 4,2 kom jarðskjálfti með stærðina 3,3.


Jarðskjálftahrinan vestan við Kópasker (grænar stjörnur). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi og þessar upplýsingar geta breyst án nokkurs fyrirvara.

Tvær jarðskjálftahrinur á Tjörnesbrotabeltinu

Síðustu daga hafa verið tvær jarðskjálftahrinur á Tjörnesbrotabeltinu. Þessar jarðskjálftahrinur hafa verið á tveim stöðum. Fyrir vestan Kópasker, hin hefur verið austan við Grímsey eins og hefur verið undanfarnar vikur á því svæði. Báðar jarðskjálftahrinur hafa verið litlar og enginn jarðskjálfti stærri en 2,0 hefur átt sér stað. Heildarfjöldi jarðskjálfta er í kringum 146 þegar þessi grein er skrifuð.


Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan austan við Grímsey er ekki lokið og hefur haldið þar sem jarðskjálftavirkni á þessu svæði hefur ekki náði toppi ennþá. Það er erfiðara að segja til um jarðskjálftahrinuna vestan við Kópasker. Þegar þessi grein er skrifuð þá eru báðar jarðskjálftahrinur í gangi.

Staðan í jarðskjálftahrinunni í Nöfum austan við Grímsey

Hérna er nýjustu upplýsingar um jarðskjálftahrinuna í Nöfum austan við Grímsey (það er engin Global Volcanism Program síða). Í gær (19-Mars-2019) varð jarðskjálfti með stærðina 3,2. Aðrir jarðskjálftar fyrir og eftir þennan jarðskjálfta voru minni að stærð. Það virðist sem að meira en 200 jarðskjálftar hafi orðið í þessari jarðskjálftahrinu.


Jarðskjálftahrinan í gær í Nöfum austan Grímseyjar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin hefur stöðvast á þessu svæði núna og það hafa ekki orðið jarðskjálftar síðustu klukkutímana. Miðað við þróunina í fyrra þá varði jarðskjálftavirkni þarna í nokkrar vikur og fór ekki að draga úr jarðskjálftavirkninni fyrr en hámarki var náð. Það er ekki hægt að segja til um það hvað gerist næst í jarðskjálftavirkni á þessu svæði.

Jarðskjálftahrina austur af Grímsey (Tjörnesbrotabeltið)

Síðastliðna nótt (18-Mars-2019) hófst jarðskjálftahrina austan við Grímsey í eldstöðinni sem kallast Nafir (enginn Global Volcanism Program síða). Það eina sem er að finna um þetta svæði á GVP er um elstöðina sem er suður af þessari eldstöð (GVP síða hérna). Eldstöðin Nafir er ekki með neina skráð eldgos síðustu 10.000+ ár. Það er möguleiki á því að þetta sé rangt vegna skorts á rannsóknum. Árið 2018 varð mjög sterk jarðskjálftahrina á þessu sama svæði og hægt er að lesa greinar sem tengjast þeirri jarðskjálftahrinu hérna. Jarðskjálftahrinan þann 19 Febrúar 2018 leit svona út eins og hægt er að sjá í greininni hérna. Sú jarðskjálftavirkni sem er núna að koma fram bendir til þess að hugsanlega verði endurtekning á þessari virkni núna en aðeins tíminn mun leiða það í ljós hvað gerist en vísbendingar eru sterkar í þessa áttina. Jarðskjálftavirkni á þessu svæði er flókin og erfitt að segja til um hvað gerist næst og þessi jarðskjálftavirkni á sér stað í sigdal.


Jarðskjálftavirknin austur af Grímsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn sem hefur komið hingað til var með stærðina 3,3 en aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram voru minni að stærð. Eins og stendur hafa 55 jarðskjálftar komið fram. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þó svo að fáir jarðskjálftar komi fram eins og stendur.

Styrkir

Ég minni á að hægt er að styrkja mína vinnu hérna. Hægt er að nota PayPal eða millifæra beint inná mig, upplýsingar hvernig skal gera það er að finna á styrkir síðunni. Takk fyrir stuðninginn. 🙂