Stutt greining á atburðunum í Kötlu þann 28 og 29 Júlí-2017

Veðurstofa Íslands hefur gefið út áhugaverðar myndir sem sýna virkina í Kötlu þann 28 og 29 Júlí-2017 í áhugaverðu ljósi. Þessi gögn gefa hugsanlega vísbendingar um það hvað gerist rétt áður en eldgos hefst í Kötlu.

Óróapúslar í Kötlu

Þann 28 Júlí hófst virkni í Kötlu sem kom fram í litlum óróapúlsum á nokkrum jarðskjálftamælum sem Veðurstofa Íslands er með í kringum Kötlu. Þann 29 Júlí jókst óróapúlsinn umtalsvert miðað við það sem hann hafði verið daginn á undan. Það er nærri því vonlaust að sjá þessa óróapúlsa þann 28 Júlí á óróagrafi Veðurstofunar á vefsíðu þeirra (óróagröf).


Óróinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælum Veðurstofu Íslands þann 28 Júlí-2017. Hver tíðni er með sína eigin línu. Tíminn er láréttur og kraftur er lóðréttur á þessu grafi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Óróinn eins og hann kom fram þann 29 Júlí-2017. Enda jókst óróinn eftir miðnætti frá því hann hafði áður verið. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi gögn benda til þess að rétt áður en lítið eldgos varð í Kötlu þá varð líklega suða í jarðhitakerfum sem eru í Kötlu á þessu svæði þar sem þessir atburðir urðu. Þetta er einnig tengt jökulflóðinu sem kom fram.

Óróinn og jökulflóðið


Óróinn og síðan jökulflóðið og hvernig það tengdist saman samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það virðist vera bein tenging milli óróans og síðan jökulflóðsins eins og það kom fram á mælum Veðurstofunnar. Það er því mín skoðun að það hafi orðið lítið eldgos undir Mýrdalsjökli í Kötlu. Hversu lengi það eldgos varði er ekki vitað og góð spurning. Óróagögn benda til þess að þetta litla eldgos varði bara í nokkra klukkutíma áður en það kláraðist. Nýjar sprungur hafa sést í kringum ketill 10 í Mýrdalsjökli. Hægt er að sjá staðsetningar katla í Mýrdalsjökli hérna (á ensku) á vefsíðu Jarðvísinda hjá Háskóla Íslands.

Í venjulegu ári þá mundi þetta vera endir sögunar með virkina í Kötlu. Lítið eldgos í Kötlu og síðan ekkert meiri virkni. Í þetta skiptið virðist það ekki vera raunin. Litlir púlsar af óróa hafa verið að koma fram undanfarna viku (vika 31) í Kötlu og það virðist vera áframhaldandi ferli. Mikið af þessum óróapúlsum er erfitt að sjá á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar og sumir sjást eingöngu á einni eða tveim jarðskjálftamælum hjá Veðurstofunni. Þessa stundina er Katla róleg og ekkert að gerast og það gæti verið staða sem mundi vara í talsverðan tíma vegna þessa litla eldgoss (mín skoðun) sem varð í Kötlu og jökulflóðið sem kom fram í kjölfarið úr Mýrdalsjökli.

Jökulhlaupi frá Mýrdalsjökli (Kötlu) lokið

Veðurstofa Íslands hefur tilkynnt að jökulflóði frá Mýrdalsjökli sem fór í Múlakvísl er núna lokið. Engir jarðskjálftar hafa mælst í Kötlu síðustu 12 klukkutímana og leiðni í Múlakvísl hefur einnig farið niður á eðlilegt stig.


Jarðskjálftavirkni í Kötlu síðustu 48 klukkustundirnar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Litakóði fyrir Kötlu er ennþá gulur og verður ekki breytt fyrr en einhverntímann í næstu viku. Þó svo að þessu jökulflóði sé lokið þá getur virkni tekið sig upp aftur í Kötlu án mikillar viðvörunar. Þessa stundina er hinsvegar rólegt í Kötlu og ekkert jökulflóð í gangi.

Staðan í Kötlu þann 29-Júlí-2017

Þessi grein verður notuð í dag til þess að skrifa uppfærslur um stöðu mála í þeirri atburðarrás sem er hafin í Kötlu. Ef að stórt eldgos verður í Kötlu þá mun ég skrifa nýja grein sérstaklega um þann atburð.

Yfirlit yfir virknina í Kötlu í nótt og dag

Það virðist sem að í nótt hafi orðið smágos í Kötlu (þetta er eingöngu mín skoðun). Ég miða hérna við þann óróapúls sem kom fram í nótt í Kötlu eftir miðnætti. Upptakasvæði þessa smágoss virðist vera í norð-vestur hluta Kötlu öskjunnar, nálægt þeim stað þar sem jarðskjálfti með stærðina 3,0 átti sér stað klukkan 00:48. Óróinn sem er að koma fram núna er mjög óstöðugur og sveiflast mjög mikið en er hinsvegar ennþá fyrir ofan bakgrunnshávaða (rok, öldugang). Þegar þessi grein er skrifuð virðist vera sem að núverandi órói stafi af því að vatn sé á ferðinni undir Mýrdalsjökli frekar en að kvika sé að gjósa þar núna. Það er líklegt að flóð verði í jökulám sem koma frá Mýrdalsjökli (líklega Múlakvísl).


Jarðskjálftavirknin í Kötlu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Óróinn í Kötlu klukkan 12:09 í dag í Austmannsbungu. Þarna sést augljóslega litla eldgosið sem varð og óróann sem það bjó til. Þarna sést einnig núverandi óróapúls. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Óróinn í Austmannsbungu klukkan 13:04 í dag. Þarna sést hvernig óróinn hefur þróast frá því um hádegið. Hærri tíðnir eru í gangi og það bendir til þess að um sé að ræða vatn frekar en kviku sem veldur þessum óróa. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Óróinn eins og hann kom fram í Goðabungu í dag klukkan 12:09. Þarna sést vel litla eldgosið sem varð í nótt. Óróinn sem stafar af flóðvatninu er hinsvegar miklu minni á Goðabungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Óróinn eins og hann kemur fram á Rjúpnafelli við Mýrdalsjökull. Smágosið sést mjög vel en óróinn vegna flóðvatnsins er mun minni eins og stendur. Þessi SIL stöð er í meiri fjarlægð frá Kötlu heldur en hinar tvær SIL stöðvanar. Það veldur því að óróinn sést aðeins minna á þessari SIL stöð en hinum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Viðvörunarstig Kötlu hefur verið fært yfir á gult stig. Það er hægt að horfa á Múlakvísl og jökulflóðið hérna á vefsíðu Rúv. Núverandi jökulflóð er að minnka þessa stundina en það kann bara að vera tímabundið ef meira vatn er á leiðinni undan jöklinum. Leiðni hefur einnig farið minnkandi síðustu klukkutíma í Múlakvísl.

Ég mun uppfæra þessa grein eftir þörfum í dag (29-Júlí-2017).

Jökulflóð hafið úr Mýrdalsjökli

Það var staðfest um klukkan 22:00 að jökulflóð væri hafið í Múlakvísl úr Mýrdalsjökli. Þessa stundina er þetta lítið jökulflóð. Á þessari stundu er eingöngu um að ræða lítið jökulflóð en það er ekki ljóst á þessari stundu hvort að þetta er eingöngu lítið jökulflóð eða flóð sem mun aukast eftir nokkra klukkutíma.

Samkvæmt fréttum þá er mjög sterk brennisteinslykt við Múlakvísl og þar sem hún rennur um. Almannavarnir hafa lokað ferðamannaslóðum og takmarkað umferð og ég mælist til þess að fólki fari eftir þeim leiðbeiningum, þar sem það stóreykur hættuna með því að vera nærri Kötlu ef það skyldi hefjast eldgos. Þar sem viðbragðstíminn verður styttri því nær sem fólk er við eldstöðina.

Ég mun uppfæra þessa grein ef þess þarf.

Aukin hætta á jökulhlaupi úr Mýrdalsjökli

Veðurstofan hefur gefið út að aukin hætta sé á jökulhlaupi úr Mýrdalsjökli. Samkvæmt Veðurstofunni þá hefur leiðni verið að aukast stöðugt í Múlakvísl síðustu daga og samkvæmt lögreglunni á svæðinu þá er óvenju mikið í Múlakvísl þessa stundina.

Leiðni er núna 290μS/cm í Múlakvísl og er þessa stundina stöðug. Samkvæmt Veðurstofunni bendir það til þess að ketill í Mýrdalsjökli sé líklega að fara að tæmast og það veldur jökulflóði í Múlakvísl.

Hægt er að fylgjast með stöðu mála á vef Veðurstofunnar um vatnafar.

Ég mun uppfæra þessa grein eftir þörfum.

Jarðskjálfti með stærðina 4,5 í Kötlu

Í dag (26-Júlí-2017) klukkan 22:18 varð jarðskjálfti með stærðina 4,5 í Kötlu. Klukkan 22:15 varð minni jarðskjálfti með stærðina 3,2 einnig í Kötlu. Stærri jarðskjálftinn fannst í Vík í Mýrdal og nágrenni.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Talsverður fjöldi af litlum jarðskjálftum hefur einnig komið fram í kvöld og stendur fjöldi þeirra þessa stundina í 55. Það er ekkert sem bendir til þess að kvika sé farin af stað í Kötlu og eru óróamælar ennþá rólegir í kringum Kötlu þessa stundina.

Ég mun uppfæra þessa grein eftir þörfum þörfum.

Jarðskjálftavirknin í Kötlu

Föstudaginn 22-Júlí-2017 og laugardaginn 23-Júlí-2017 urðu jarðskjálftahrinur í Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn Föstudaginn 22-Júlí var með stærðina 3,1 og á laugardaginn 23-Júlí var stærsti jarðskjálftinn með stærðina 3,2. Á undan stærstu jarðskjálftunum komu fram litlir jarðskjálftar og eftir stærstu jarðskjálftana komu einnig fram litlir jarðskjálftar fram í Kötlu.


Jarðskjálftavirkni í Kötlu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er áhugaverð jarðskjálftavirkni að eiga sér stað í suð-vestur hluta Kötlu öskjurnar. Í þessum hluta Kötlu öskjurnar varð lítið eldgos árið 1999 sem varði í rúmlega 6 klukkutíma eða svo. Þessi virkni er núna að eiga sér stað fyrir ofan Sólheimajökul. Þessa stundina er rólegt í Kötlu en það getur breyst án mikils fyrirvara miðað við virknina í Kötlu undanfarnar vikur.

Jarðskjálftahrina í Kötlu í gær (13-Júní-2017)

Í gær (13-Júní-2017) varð jarðskjálftahrina í Kötlu. Þessi jarðskjálftahrina var minniháttar og var stærsti jarðskjálftinn með stærðina 2,7 en aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Einn jarðskjálfti með stærðina 2,5 varð í dag klukkan 16:29 en síðan þá hefur allt verið rólegt í Kötlu. Þetta endurtekna jarðskjálftamunstur bendir til þess að hérna sé um að ræða langtíma undanfara þess að eldgos í Kötlu. Hvenær slíkt eldgos yrði er ekki hægt að segja til um núna en það er mín skoðun að líklegast verður eldgos annað hvort í haust eða snemma á næsta ári (2018). Það verður ekki hægt að fá betri upplýsingar um þessa hegðun Kötlu fyrr en eftir að eldgos hefur átt sér stað.

Uppfærsla 1 – Jarðskjálftavirknin í Kötlu 15-Júlí-2017

Þann 15-Júlí-2017 varð jarðskjálfti í Kötlu með stærðina 3,3 en aðrir jarðskjálftar sem fylgdu í kjölfarið voru smærri að stærð. Aðeins einn jarðskjálfti með stærðina 2,8 hefur komið eftir þessa jarðskjálftavirkni en það var í dag (16-Júlí-2017) klukkan 10:51. Ég náði ekki að mæla þann jarðskjálfta vegna hávaða á jarðskjálftamælinum mínum.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Dregið hefur aftur úr jarðskjálftavirkni í Kötlu síðan þessi jarðskjálftavirkni varð.

Grein uppfærð þann 16-Júlí-2017 klukkan 22:29. Nýjum upplýsingum bætt við.

Djúp jarðskjálftavirkni í Kötlu í gær (09-Júlí-2017)

Í gær (09-Júlí-2017) varð djúp jarðskjálftavirkni í Kötlu. Mesta dýpi jarðskjálfta sem mældist var 28,9 km og það minnsta sem mældist var 21,1 km. Á þessu dýpi er það eingöngu kvika sem veldur jarðskjálftum.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu síðustu 48 klukkustundirnar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðan jarðskjálftavirknin kom fram í gær þá hefur verið rólegt í Kötlu og það eru ekki nein augljós merki um það að eldstöðin sé að fara að gjósa eða aukin í jarðskjálftavirkni. Það er vert að benda á það að samkvæmt vísindalegum gögnum þá bendir það til þess að Katla fer ekki yfir 100 ár milli eldgosa. Ef að eldgos verður ekki í ár, þá eru góðar líkur á því að eldgos verði á næsta ári. Þetta er byggt á rannsóknum eldri eldgosa og hugsanlegt er að einhver skekkjumörk séu til staðar í þessum mælingum en ég veit ekki hver þau eru.

Jarðskjálftavirknin í Kötlu – Stöðuuppfærsla 2

Jarðskjálftavirkni hefur haldið áfram í Kötlu í dag. Það er óljóst og ekki hægt að segja til um það hvort að eldgos sé yfirvofandi í Kötlu. Það er mín skoðun að hættan á eldgosi sé mjög mikil þessa stundina og hugsanlega sé stutt í eldgos (spurning um klukkutíma). Það er hinsvegar afstaða yfirvalda að bíða aðeins með slíkar yfirlýsingar eins og staðan er núna.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í dag var með stærðina 3,4 og var með dýpið 0,1 km. Í gær varð jarðskjálfti með stærðina 3,6 og það varð jarðskjálfti undan þeim jarðskjálfta, sá hafði stærðina 1,9 og var með dýpið 14,4 km. Þetta dýpi bendir sterklega til þess að ný kvika sé að troða sér upp í eldstöðina og valda þessum jarðskjálftum. Vegna þess þá reikna ég með frekari jarðskjálftavirkni á næstu klukkutímum. Þessi breyting sýnir sig þannig að þeir jarðskjálftar sem hafa orðið hafa allir mismunandi dýpi frá því sem áður var, mesta dýpi sem hefur mælst var 15,5 km og það minnsta 0,1 km.

Það virðist sem að það séu tímabil mikillar virkni og síðan tímabil lítillar eða ekki neinnar virkni í Kötlu þessa stundina og vara þessi mismunandi tímabil í nokkra klukkutíma eins og staðan er núna. Hinsvegar virðist tímabilið milli jarðskjálftahrina sé að verða styttra. Ég veit ekki afhverju það er að eiga sér stað. Hinsvegar bendir þetta til þess að Katla sem eldstöð er að verða mun óstöðugri eftir því sem tíminn líður og þessi jarðskjálftavirkni heldur áfram. Þessa stundina veit ég ekki ennþá hvort að þessi jarðskjálftavirkni er sú sama og árið 2016, þegar mikil jarðskjálftavirkni hófst en hætti síðan eftir nokkra mánuði. Nokkrar SIL stöðvar eru að sýna aðeins hærri tón á 2 – 4Hz bandinu ég veit ekki afhverju það stafar. Eins og staðan er núna þá er allt rólegt í Kötlu, hinsvegar reikna ég með að ástandið breytist án nokkurs fyrirvara í Kötlu. Hvort að eitthvað meira gerist á eftir að koma í ljós en hættan á slíku er mikil þessa stundina.

Uppfærsla 1

Nýtt dýptarmet hefur verið sett í þessari jarðskjálftahrinu sem hefur verið í Kötlu síðustu daga. Nýtt dýptarmet er 25,0 km og er í staðinn fyrir 15,5 km dýpi sem var áður. Á þessu dýpi er það eingöngu kvika sem veldur jarðskjálftum en ekki hefðbundnar jarðskorpuhreyfingar. Þar sem Ísland er ekki á flekamótum þar sem annar jarðflekinn fer undir annan, þá er takmarkað hvað getur valdið djúpum jarðskjálftum. Á þessum stað og á þessu dýpi er það kvika sem veldur þessum jarðskjálftum og ekkert annað kemur til greina. Á síðustu klukkutímum hafa bara þrír jarðskjálftar komið fram í Kötlu og á þessari stundu er allt rólegt.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu þessa stundina. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er margt sem bendir til þess að hérna sé um að ræða virkni sem er langt frá því að vera lokið. Í Ágúst-2016 komu einnig fram svona rólegaheita tímabil í þeirri jarðskjálftahrinu sem þá varð. Ég veit ekki afhverju svona rólegheita tímabil koma fram í Kötlu í jarðskjálftahrinum.

Ég mun uppfæra þessa grein í dag (21-Júní-2017) eftir því sem aðstæður krefjast ef eitthvað meira gerist.

Grein uppfærð klukkan 21:15. Nýjum upplýsingum bætt við.