Stutt greining á atburðunum í Kötlu þann 28 og 29 Júlí-2017

Veðurstofa Íslands hefur gefið út áhugaverðar myndir sem sýna virkina í Kötlu þann 28 og 29 Júlí-2017 í áhugaverðu ljósi. Þessi gögn gefa hugsanlega vísbendingar um það hvað gerist rétt áður en eldgos hefst í Kötlu.

Óróapúslar í Kötlu

Þann 28 Júlí hófst virkni í Kötlu sem kom fram í litlum óróapúlsum á nokkrum jarðskjálftamælum sem Veðurstofa Íslands er með í kringum Kötlu. Þann 29 Júlí jókst óróapúlsinn umtalsvert miðað við það sem hann hafði verið daginn á undan. Það er nærri því vonlaust að sjá þessa óróapúlsa þann 28 Júlí á óróagrafi Veðurstofunar á vefsíðu þeirra (óróagröf).


Óróinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælum Veðurstofu Íslands þann 28 Júlí-2017. Hver tíðni er með sína eigin línu. Tíminn er láréttur og kraftur er lóðréttur á þessu grafi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Óróinn eins og hann kom fram þann 29 Júlí-2017. Enda jókst óróinn eftir miðnætti frá því hann hafði áður verið. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi gögn benda til þess að rétt áður en lítið eldgos varð í Kötlu þá varð líklega suða í jarðhitakerfum sem eru í Kötlu á þessu svæði þar sem þessir atburðir urðu. Þetta er einnig tengt jökulflóðinu sem kom fram.

Óróinn og jökulflóðið


Óróinn og síðan jökulflóðið og hvernig það tengdist saman samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það virðist vera bein tenging milli óróans og síðan jökulflóðsins eins og það kom fram á mælum Veðurstofunnar. Það er því mín skoðun að það hafi orðið lítið eldgos undir Mýrdalsjökli í Kötlu. Hversu lengi það eldgos varði er ekki vitað og góð spurning. Óróagögn benda til þess að þetta litla eldgos varði bara í nokkra klukkutíma áður en það kláraðist. Nýjar sprungur hafa sést í kringum ketill 10 í Mýrdalsjökli. Hægt er að sjá staðsetningar katla í Mýrdalsjökli hérna (á ensku) á vefsíðu Jarðvísinda hjá Háskóla Íslands.

Í venjulegu ári þá mundi þetta vera endir sögunar með virkina í Kötlu. Lítið eldgos í Kötlu og síðan ekkert meiri virkni. Í þetta skiptið virðist það ekki vera raunin. Litlir púlsar af óróa hafa verið að koma fram undanfarna viku (vika 31) í Kötlu og það virðist vera áframhaldandi ferli. Mikið af þessum óróapúlsum er erfitt að sjá á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar og sumir sjást eingöngu á einni eða tveim jarðskjálftamælum hjá Veðurstofunni. Þessa stundina er Katla róleg og ekkert að gerast og það gæti verið staða sem mundi vara í talsverðan tíma vegna þessa litla eldgoss (mín skoðun) sem varð í Kötlu og jökulflóðið sem kom fram í kjölfarið úr Mýrdalsjökli.