Djúp jarðskjálftavirkni í Kötlu í gær (09-Júlí-2017)

Í gær (09-Júlí-2017) varð djúp jarðskjálftavirkni í Kötlu. Mesta dýpi jarðskjálfta sem mældist var 28,9 km og það minnsta sem mældist var 21,1 km. Á þessu dýpi er það eingöngu kvika sem veldur jarðskjálftum.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu síðustu 48 klukkustundirnar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðan jarðskjálftavirknin kom fram í gær þá hefur verið rólegt í Kötlu og það eru ekki nein augljós merki um það að eldstöðin sé að fara að gjósa eða aukin í jarðskjálftavirkni. Það er vert að benda á það að samkvæmt vísindalegum gögnum þá bendir það til þess að Katla fer ekki yfir 100 ár milli eldgosa. Ef að eldgos verður ekki í ár, þá eru góðar líkur á því að eldgos verði á næsta ári. Þetta er byggt á rannsóknum eldri eldgosa og hugsanlegt er að einhver skekkjumörk séu til staðar í þessum mælingum en ég veit ekki hver þau eru.