Áframhaldandi jarðskjálftavirkni norð-austan við Flatey á Skjálfanda

Jarðskjálftavirkni sem hófst í Mars 2017 norð-austan við Flatey á Skjálfanda heldur áfram. Ég veit ekki hversu margir jarðskjálftar hafa átt sér stað síðan ég skrifaði síðast um þetta en þá voru komnir fram í kringum 800 jarðskjálftar í þessari virkni og það var fyrir rúmlega mánuði síðan. Þessi vökvi sem er líklega að ýta sér þarna upp á milli misgengja er að mínu mati kvika, hvort að þetta muni valda eldgosi er eitthvað sem ekki er hægt að spá fyrir um. Á þessari stundu virðist kvikan vera föst á 10 km dýpi (í kringum það dýpi). Hvers vegna það er raunin veit ég ekki.


Jarðskjálftavirknin við Flatey á Skjálfanda. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er fátt sem bendir til þess að jarðskjálftavirkin á þessu svæði sé að fara hætta á þessari stundu. Það er einnig áhugavert að kvikan sem er þarna á ferðinni virðist ekki vera komin hærra upp í jarðskorpuna, kvikan er nefnilega fer upp á milli tveggja misgengja sem er þarna á svæðinu og því ætti leiðin upp á yfirborð að vera nokkuð greið ef ekkert annað er að stoppa kvikuna (sem er eitthvað sem ekki er hægt að segja til um). Á þessari stundu er jarðskjálftavirknin takmörkuð við litla jarðskjálftavirkni og það er líklegt að kvikan sem er þarna á ferðinni skorti þrýsting til þess að ýta sér upp á yfirborðið á þessari stundu. Á þessu svæði eru ekki neinar þekktar eldstöðvar eða eldgos.