Aukinn jarðhiti í Surtsey

Í fréttum í gær (21-Júlí-2015) kom fram að aukinn jarðhiti hefði mælst í Surtsey miðað við síðustu mælingu sem var tekin fyrir tveim til þrem árum síðan. Breytingin nemur tíu gráðum. Tilgátan er sú að jarðhitinn hafi aukist í kjölfarið á jarðskjálfta sem átti sér stað í Surtsey síðasta vor (2015). Það hafa orðið fáir jarðskjálftar í eldstöðvarkerfinu sem er kennt við Vestmannaeyjar undanfarin ár, engar jarðskjálftahrinur hafa átt sér stað í Vestmanneyjum (eða í kringum Vestmannaeyjar) síðustu ár.

Það er ljóst að aukinn jarðhiti í Surtsey þýðir að kvika er á ferðinni í eldstöðvarkerfi Vestmannaeyja. Hinsvegar er þetta ferli sem er hafið ekki komið nógu langt fram til þess að hægt sé að átta sig á því hvort að eldgos sé yfirvofandi eða ekki. Aukinn jarðhiti í Surtsey þýðir ekki að farið sé að styttast í eldgos eldstöðvarkerfi Vestmanneyja. Þar sem eldstöðvar hita oft upp jarðveginn og hann kólnar síðan aftur án þess að nokkur skapaður hlutur gerist. Mesta hættan er núna mögulegar gufusprengingar í Surtsey og stafar eingöngu fuglalífinu og plöntulífinu hætta af slíku á sumrin.

Fréttir af auknum jarðhita

Nýjar tegundir finnast í Surtsey (Rúv.is)

Jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli

Þann 9-Júlí-2015 hófst jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli. Í kringum 50 jarðskjálftar hafa mælst og enginn þeirra hefur verið stærri en 2,0. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi.

150710_1935
Jarðskjálftahrinan í Tungnafellsjökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er mín skoðun að Tungnafellsjökull sé farinn að undirbúa eldgos. Alveg óháð því hvað gerist í Bárðarbungu á næstunni (eldgosahrinunni er ekki lokið í Bárðarbungu, þó svo að hlé sé núna í gangi). Síðan er ljóst á tímanum síðan þessi virkni hófst að þetta hefur verið að gerast í eldstöðinni í talsverðan tíma. Jarðskjálftavirkni fór að aukast í Tungnafellsjökli árið 2012 og hefur verið að aukast síðan hægt og rólega. Eldgosið og öll virknin í Bárðarbungu virðist hafa gefið Tungnafellsjökli aukin kraft og orku, þó eru tengsl þessara tveggja eldfjalla ekki þekkt og óvíst hvernig þau hugsanlega tengjast.

Jarðskjálftavirknin bendir til þess að þetta mun þróast með svipuðum hætti og vikunar áður en það fór að gjósa í Eyjafjallajökli árið 2010. Þróunin verður svipuð en ekki alveg eins, það er hinsvegar ljóst að þegar nær dregur þá mun jarðskjálftavirknin aukast umtalsvert. Hvenær það mun gerast veit ég ekki. Það eru einnig góðar líkur á því að ekkert muni gerast í Tungnafellsjökli.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Í dag (10-Júní-2015) varð jarðskjálfti í Bárðarbungu með stærðina 3,3. Dýpi þessa jarðskjálfta var 6,3 km.

150610_2135
Jarðskjálftinn með stærðina 3,3 er þar sem græna stjarnan er á kortinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Engir aðrir jarðskjálftar hafa átt sér stað í Bárðarbungu eftir þennan jarðskjálfta sem stendur. Þessi jarðskjálfti var lágtíðni jarðskjálfti, sem þýðir að hann kom til vegna kvikuhreyfinga í Bárðarbungu á 6,3 km dýpi. Á þessari stundu er ekki hægt að vita hvað er að gerast í Bárðarbungu, á þessari stundu veit ég ekki til þess að þensla hafi átt sér stað í Bárðarbungu síðan eldgosinu í Holuhrauni lauk, þó er mjög erfitt að sjá það vegna þess hversu stórt svæði er um að ræða og erfitt að mæla það af þeim ástæðum.

Nýtt kvikuinnskot í Kötlu

Í gær (01-Maí-2015) átti sér stað lítið kvikuinnskot í eldstöðinni Kötlu. Þetta kvikuinnskot hafði dýpið 26,9 km til 18,5 km. Stærstu jarðskjálftarnir sem fylgdu þessi kvikuinnskoti höfðu stærðina 2,0.

150501_1820
Jarðskjálftahrinan í Kötlu. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta kvikuinnskot þýðir ekki að eldgos sé yfirvofandi í Kötlu. Hinsvegar miðað við fyrri hegðun eldfjallsins þá er ljóst að þetta er þróun í Kötlu sem þarf að fylgjast með. Það er möguleiki á því að þessi virkni hætti en það er engin leið til þess að vita það fyrir víst. Það eina sem hægt er að gera er að bíða og sjá hvað gerist.

Athugun með Grímsvötn

Ég hef tekið eftir því að jarðskjálftavirkni hefur verið að aukast undanfarið í Grímsvötnum. Það bendir til þess að eldstöðin sé að verða tilbúin fyrir næsta eldgos. Síðustu eldgos í Grímsvötnum voru árin 2011, 2004, 1998 …osfrv. Það er ekki hægt að vita hvenær eða hversu stórt næsta eldgos verður í Grímsvötnum.

Kvikuinnskot í Bárðarbungu

Í dag (30-Apríl-2015) varð lítið kvikuinnskot í Bárðarbungu. Þetta kvikuinnskot var lítið og lítur út fyrir að vera lokið núna. Þetta sýnir að ennþá er talsverð virkni í Bárðarbungu þó svo að eldgosinu í Holuhrauni hafi lokið fyrir talsverðu síðan.

150430_1845
Kvikuinnskotið í Bárðarbungu. Það eru þrír jarðskjálftar sem eru appelsínugulir og síðan einn rauður depill á myndinni. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þeirri jarðskjálftahrinu sem fylgdi þessu kvikuinnskoti var með stærðina 2,1. Dýpi þessara jarðskjálfta var frá 17 km og upp að 5,3 km. Það er ekkert sem bendir til þess að þetta kvikuinnskot hafi náð til yfirborðs og enginn órói kom fram þegar kvikuinnskotið átti sér stað. Það er hætta á frekari kvikuinnskotum í Bárðarbungu á næstu mánuðum og árum. Önnur jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er vegna þess að eldstöðin seig 62 metra þegar eldgosið í Holuhrauni átti sér stað og það hefur breytt spennunni í jarðskorpunni á þessu svæði. Sú rekhrina sem er hafin á þessu svæði er ekki lokið, þó svo að ekkert eldgos sé núna að eiga sér stað í Bárðarbungu.

Djúpir jarðskjálftar í Bárðarbungu og Öræfajökli

Í dag (28-Mars-2015) hafa verið djúpir jarðskjálftar í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að ný kvika sé að koma inn í eldstöðina af miklu dýpi. Hvort að þetta muni valda nýju eldgosi er ekki ljóst, eins og staðan er núna þá hefur ekkert gerst og ekki víst að nokkuð muni gerast. Jarðskjálftinn með mesta dýpið var á 21,1 km dýpi, aðrir jarðskjálftar voru á minna dýpi.

150328_2210
Jarðskjálftavirknin í Vatnajökli í dag. Höfundaréttur af þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Öræfajökull

Í dag (28-Mars-2015) hefur einnig verið djúp jarðskjálftavirkni í Öræfajökli (Wikipedia grein er hægt að lesa hérna). Þessi virkni í Öræfajökli er ekki ný og hefur verið í gangi síðustu tíu árin með hléum. Tímabil á milli jarðskjálftahrina eru mismunandi löng. Sú jarðskjálftavirkni sem hefur átt sér stað í dag er djúp og vegna þess væntanlega ekki vegna sprunguhreyfinga, þessir jarðskjálftar eiga uppruna sinn í kvikuhreyfingum á þessu dýpi. Allir jarðskjálftarnir voru minni en 1,5 að stærð.

Það sem hefur verið skráð sögulega um eldgosin árin 1362 og 1728 bendir til þess að eldgos í Öræfajökli hefjist með miklum krafti (jarðskjálftum stærri en 4,0 koma fram) og miklu öskufalli auk mikils jökulsflóðs sem fylgir í kjölfarið, að stig eldgoss í Öræfajökli virðist vara í hátt í 48 klukkustundir, hvað gerist eftir að því stigi líkur er óljóst vegna skorts á gögnum. Heimildir hafa tapast eða hvað gerist seinna í eldgosi í Öræfajökli hefur einfaldlega ekki verið skráð niður. Eldgos virðast geta varað upp í 45 daga miðað við heimildir af eldgosunum 1362 og 1728. Núverandi jarðskjálftahrina á sér stað í Öræfajökli, þar sem eldstöðin liggur aðeins norður á því svæði þar sem núverandi jarðskjálftavirkni er að eiga sér stað. Það er enginn sprungusveimur tengdur Öræfajökli, það hinsvegar útilokar ekki að sprungusveimur geti tilheyrt Öræfajökli án þess að slíkt sé þekkt. Staðan í dag bendir ekki til þess að eldgos sé að fara að hefjast í Öræfajökli. Sú staða gæti breyst án viðvörunar, þar sem slíkt er alltaf hætta með eldfjöll.

Lítil jarðskjálftahrina í Heklu

Síðan í gær (26-Mars-2015) hefur verið lítil jarðskjálftahrina í Heklu. Þetta hefur ekki verið samfelld jarðskjálftavirkni og fjöldi jarðskjálfta hefur ekki verið mikill. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur átt sér stað var með stærðina 1,4.

150327_1330
Jarðskjálftavirknin í Heklu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin sem átti sér stað í Heklu var á miklu dýpi, mesta dýpið sem kom fram var 17 km (stærð jarðskjálfta var 1,4). Aðrir jarðskjálftar voru á minna dýpi en dýpi þeirra atburða var allt meira en 10 km. Ég veit ekki hvað er að gerast í Heklu. Það er hinsvegar möguleiki á því að þetta sé kvika á ferðinni djúpt í Heklu, frekar en að þetta séu jarðskjálftar vegna spennubreytinga í jarðskorpunni á þessu svæði. Ég reikna ekki með því að eldgos sé að fara að hefjast í Heklu eins og staðan er núna.

Hvað gerist næst í Bárðarbungu

Það er liðið talsvert síðan eldgosinu í Holuhrauni lauk og allt er rólegt eins og er í Bárðarbungu. Hvað gerist næst í Bárðarbungu er ekki vitað og enginn er með svarið við þeirri spurningu. Hérna eru tveir möguleikar á því hvað gæti gerst.

  • Rekið heldur áfram án þess að frekari eldgos verði.
  • Nýt kvika mun fljótlega koma inn í Bárðarbungu. Í kjölfarið hefst nýtt eldgos nokkrum dögum eða vikum seinna.

Það er einnig að mínu áliti hætta á eldgosi í Hamrinum (stundum kallað Loki-Fögrufjöll). Sú eldstöð er innan sprungusveims Bárðarbungu og því er hætta á því að kvikuinnskot komist inn í þá eldgos og eldgos hefjist þar í kjölfarið. Það er ekki hægt að vita hversu stórt slíkt eldgos yrði. Það er ólíklegt að kvikuinnskot muni ná til Torfajökuls. Það er hinsvegar ekki hægt að útiloka slíkan atburð.

Hvað mun gerast í Bárðarbungu veltur á mörgum atriðum og þau eru ekki öll þekkt á þessari stundu. Það sem er vitað er að jarðhiti hefur verið að aukast í jarðskorpunni (næst Bárðarbungu) og í öskju Bárðarbungu og það eru ekki góðar vísbendingar. Það sem er ekki þekkt er hversu langan tíma þetta tekur, ef þetta gerist þá nokkurntímann. Næsta eldgos gæti átt sér stað á morgun, það er hinsvegar alveg jafn mikil hætta á því að ekkert muni gerast í lengri tíma. Þar sem það er engin leið til þess að vita hvenær næsta eldgos mun hefjast.

Eins og staðan er í dag þá er ég bara að vakta Bárðarbungu og fylgjast með því sem er að gerast þar. Textinn að ofan eru bara getgátur um það sem gæti gerst. Eina leiðin til þess að vita hvað gerist næst er að bíða eftir næsta eldgosi, sú bið gæti orðið mjög löng.

Styrkir: Hægt er að styrkja mína vinnu hérna með því að versla við Amazon UK eða með því að leggja beint inna á mig. Upplýsingar um það hvernig hægt er að leggja beint inná mig er að finna hérna.

Eldgosinu í Holuhrauni lokið

Eldgosinu í Holuhrauni lauk í gær (27-Febrúar-2015) samkvæmt Veðurstofu Íslands. Núverandi viðvörunarstig á Bárðarbungu er gult. Þó að eldgosinu sé lokið þá er svæðið ennþá lokað fyrir almennri umferð vegna hættu á nýjum eldgosinum á svæðinu, bæði innan eða utan jökuls. Það er ennfremur ekki almennilega vitað hvað gerist næst í Bárðarbungu. Á þessari stundu er einnig mikið gas útstreymi úr gígnum í Holuhrauni og þetta gas er baneitrað.

150228_1415
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki vitað hvað mun gerast næst í Bárðarbungu. Á þessari stundu er mikil hætta á því að nýtt eldgos muni hefjast í Bárðarbungu, hvort að það verður undir jökli eða utan jökuls er ekki vitað. Það er einnig ekki hægt að vita hvenær slíkt eldgos mun eiga sér stað. Ég hef ekki nýjar upplýsingar um stöðu sigs í Bárðarbungu á þessari stundu. Það gætu einnig litið dagar til mánuðir þangað til næsta eldgos verður í Bárðarbungu. Á þessari stundu er hinsvegar ljóst að núna verður hlé á virkni í Bárðarbungu (að minnsta kosti er hægt að vonast eftir því) og í Holuhrauni. Gígurinn og hraunið er núna mjög heitt og mun verða mjög heitt (~800 gráður) í mörg ár (5 ár?).

Þar sem eldgosinu í Holuhrauni er lokið þá mun ég ekki skrifa neina uppfærslu næsta miðvikudag. Næsta uppfærsla um Bárðarbungu verður þegar eitthvað fer að gerast.

Tilkynning Veðurstofunnar

Hérna er tilkynning Veðurstofunnar um goslok í Holuhrauni.
Eldgosinu í Holuhrauni er lokið (Veðurstofa Íslands)

Grein uppfærð klukkan 17:01.

Ekkert hraunstreymi sjáanlegt frá gígnum í Holuhrauni

Í dag (27-Febrúar-2015) var ekkert hraunstreymi sjáanlegt frá gígnum í Holuhrauni. Eldgosinu er ekki opinberlega lokið en þetta virðist vera lok eldgossins í Holuhrauni og Bárðarbungu. Það virðist vera sem að talsvert gasstreymi sé ennþá frá gígnum í Holuhrauni, væntanlega mun draga úr því á næstu vikum og mánuðum.

Hægt er að sjá nýtt myndband af gígnum í Holuhrauni hérna.

Ekki glóð í gígnum í Holuhrauni – Myndband (Rúv.is)

Það er ekki vitað hvað gerist næst í Bárðarbungu og hvenær það gerist en fylgst verður með stöðu mála og séð hvernig þróunin verður. Það eina sem hægt er að gera núna er að bíða og sjá til hvað gerist næst.