Ég hef því miður ekki tíma til þess að skrifa langa grein um þessa virkni í Bárðarbungu eða Tungnafellsjökli.
Það sem ég sé núna er að kvika virðist vera að auka þrýsting í Tungnafellsjökli, sem veldur á móti auknum jarðskjálftum í eldstöðinni, stærstu jarðskjálftarnir hafa náð stærðinni 2,9 en aðrir jarðskjálftar hafa verið minni. Þeir jarðskjálftar sem ég sé á mínum jarðskjálftamælum bera þess merki að kvika hafi búið þá til (lágtíðni jarðskjálftar). Þessa stundina er ég ekki með góða upplausn á þessa jarðskjálfta.
Það hefur einnig verið jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu í dag (21-September-2015). Það er ekki alveg ljóst hvort að sú jarðskjálftavirkni stafar útaf innflæði kviku í Bárðarbungu eða útflæði kviku. Stærsti jarðskjálftinn í dag hafði stærðina 3,2 en aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð. Þetta var mjög lítil jarðskjálftavirkni og óvíst hvort að þessi virkni tákni eitthvað.
Jarðskjálftavirknin í Tungnafellsjökli og Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftavirknin í Tungnafellsjökli mun líklega halda áfram og aukast að mínu mati. Ég er ekki viss hvað gerist í Bárðarbungu eins og stendur.