Lítil jarðskjálftahrina í Heklu

Síðan í gær (26-Mars-2015) hefur verið lítil jarðskjálftahrina í Heklu. Þetta hefur ekki verið samfelld jarðskjálftavirkni og fjöldi jarðskjálfta hefur ekki verið mikill. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur átt sér stað var með stærðina 1,4.

150327_1330
Jarðskjálftavirknin í Heklu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin sem átti sér stað í Heklu var á miklu dýpi, mesta dýpið sem kom fram var 17 km (stærð jarðskjálfta var 1,4). Aðrir jarðskjálftar voru á minna dýpi en dýpi þeirra atburða var allt meira en 10 km. Ég veit ekki hvað er að gerast í Heklu. Það er hinsvegar möguleiki á því að þetta sé kvika á ferðinni djúpt í Heklu, frekar en að þetta séu jarðskjálftar vegna spennubreytinga í jarðskorpunni á þessu svæði. Ég reikna ekki með því að eldgos sé að fara að hefjast í Heklu eins og staðan er núna.