Í dag (28-Mars-2015) hafa verið djúpir jarðskjálftar í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að ný kvika sé að koma inn í eldstöðina af miklu dýpi. Hvort að þetta muni valda nýju eldgosi er ekki ljóst, eins og staðan er núna þá hefur ekkert gerst og ekki víst að nokkuð muni gerast. Jarðskjálftinn með mesta dýpið var á 21,1 km dýpi, aðrir jarðskjálftar voru á minna dýpi.
Jarðskjálftavirknin í Vatnajökli í dag. Höfundaréttur af þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Öræfajökull
Í dag (28-Mars-2015) hefur einnig verið djúp jarðskjálftavirkni í Öræfajökli (Wikipedia grein er hægt að lesa hérna). Þessi virkni í Öræfajökli er ekki ný og hefur verið í gangi síðustu tíu árin með hléum. Tímabil á milli jarðskjálftahrina eru mismunandi löng. Sú jarðskjálftavirkni sem hefur átt sér stað í dag er djúp og vegna þess væntanlega ekki vegna sprunguhreyfinga, þessir jarðskjálftar eiga uppruna sinn í kvikuhreyfingum á þessu dýpi. Allir jarðskjálftarnir voru minni en 1,5 að stærð.
Það sem hefur verið skráð sögulega um eldgosin árin 1362 og 1728 bendir til þess að eldgos í Öræfajökli hefjist með miklum krafti (jarðskjálftum stærri en 4,0 koma fram) og miklu öskufalli auk mikils jökulsflóðs sem fylgir í kjölfarið, að stig eldgoss í Öræfajökli virðist vara í hátt í 48 klukkustundir, hvað gerist eftir að því stigi líkur er óljóst vegna skorts á gögnum. Heimildir hafa tapast eða hvað gerist seinna í eldgosi í Öræfajökli hefur einfaldlega ekki verið skráð niður. Eldgos virðast geta varað upp í 45 daga miðað við heimildir af eldgosunum 1362 og 1728. Núverandi jarðskjálftahrina á sér stað í Öræfajökli, þar sem eldstöðin liggur aðeins norður á því svæði þar sem núverandi jarðskjálftavirkni er að eiga sér stað. Það er enginn sprungusveimur tengdur Öræfajökli, það hinsvegar útilokar ekki að sprungusveimur geti tilheyrt Öræfajökli án þess að slíkt sé þekkt. Staðan í dag bendir ekki til þess að eldgos sé að fara að hefjast í Öræfajökli. Sú staða gæti breyst án viðvörunar, þar sem slíkt er alltaf hætta með eldfjöll.