Í dag (9-Nóvember-2022) klukkan 13:34 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,2 í Henglinum. Fannst þessi jarðskjálfti í Hveragerði og Reykjavík. Nokkrir minni jarðskjálftar komu fram í kjölfarið.
Jarðskjálftavirknin í Henglinum. Mynd frá Veðurstofu Íslands.
Það virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið eða mjög nálægt því að enda. Ég reikna ekki með neinu sérstöku í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni á þessu svæði.
Í dag (3-Nóvember-2022) klukkan 11:06 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,2 á Tjörnesbrotabeltinu. Þessi jarðskjálfti varð talsverða fjarlægð frá landi. Þessi jarðskjálfti virðist einnig vera hluti af jarðskjálftavirkni á þessu svæði og á Tjörnesbrotabeltinu. Þarna virðist vera stöðug jarðskjálftahrina eins og er.
Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu. Mynd frá Veðurstofu Íslands.
Það er erfitt að vita hvað þessi jarðskjálftavirkni þýðir, ef þessi jarðskjálftavirkni þýðir þá eitthvað. Það er orðið mjög langt síðan það varð mjög stór jarðskjálfti á Tjörnesbrotabeltinu á þessu svæði. Jarðskjálftar á þessu svæði geta náð stærðinni Mw7,0 en það er bara eftir mjög langt tímabil þegar ekkert hefur gerst. Oftast verða jarðskjálftar þarna með stærðina Mw6,0 og aðeins stærri.
Í dag (31-Október-2022) klukkan 15:00 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,2 rétt norðan við Herðubreið. Þessi jarðskjálfti byrjaði jarðskjálftahrinu rétt norðan við Herðubreið og austan við þær jarðskjálftahrinur sem hafa verið í gagni þar síðustu viku. Jarðskjálftavirkni er mjög mikil þegar þessi grein er skrifuð.
Jarðskjálftavirkni í Herðubreið. Mynd frá Veðurstofu Íslands.
Það er óljóst hvað er í gangi á þessu svæði. Þetta virðist vera jarðskorpuhreyfingar en það er möguleiki á því að þarna sé meira í gangi en sést á yfirborðinu. Þessa stundin er þetta hinsvegar bara jarðskjálftavirkni og það er óljóst hvort að það muni breytast.
Í dag (31-Október-2022) klukkan 14:57 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,2 í Bárðarbungu. Þetta er hefðbundinn jarðskjálfti vegna þenslu í Bárðbungu eftir stóra eldgosið árið 2014 til 2015.
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og einnig á þessu korti er ótengd jarðskjálftavirkni við Herðubreið. Mynd frá Veðurstofu Íslands.
Þessi jarðskjálftavirkni er eðlileg og gerðist á nokkura mánaða fresti.
Síðustu nótt (27-Október-2022) varð klukkan 02:13 jarðskjálfti með stærðina Mw4,0 suð-austan við Grímsey á Tjörnesbrotabeltinu. Þessi jarðskjálfti fannst í Grímsey og á Akureyri. Í kjölfarið komu nokkrir minni eftirskjálftar.
Jarðskjálftinn á Tjörnesbrotabeltinu. Mynd frá Veðurstofu Íslands.
Það er góður möguleiki á frekari jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Þar sem þessi jarðskjálftavirkni virðist vera tengd eða áframhald af jarðskjálftahrinunni sem hófst þann 8-September-2022.
Í fyrradag (24-Október-2022) varð breyting á jarðskjálftavirkninni í kringum fjallið Herðubreið. Ég veit ekki ennþá hvenær hvenær þessi breyting átti sér stað á jarðskjálftavirkninni en gerðist nokkrum klukkustundum áður en ég varð breytingarinnar varð. Breytingin sem varð virðist vera sú að núna er jarðskjálftahrinan á tveimur stöðum frekar en einum stað. Seinni breytingin er sú að jarðskjálftahrinan virðist vera vaxandi þegar þessi grein er skrifuð. Þegar þessi grein er skrifuð, þá eru allir jarðskjálftarnir sem hafa komið fram mjög litlir og enginn af þeim hefur náð stærðinni Mw3,0 ennþá. Það gæti þó breyst án viðvörunnar. Dýpi þessara jarðskjálfta er í kringum 2 til 3 km þegar þessi grein er skrifuð.
Jarðskjálftavirknin austan við Öskju í Herðubreið. Mynd frá Veðurstofu Íslands.
Hvað gerist næst er ekki hægt að segja til um. Eldgos á þessu svæði hefur ekki gerst í að minnsta kosti 12.000 ár og hugsanlega lengur. Ég veit ekki hvort að þarna þarf að verða mjög kröftug jarðskjálftavirkni til þess að eldgos verði. Svæðið er nú þegar mjög sprungið frá landreki og síðan eldri jarðskjálftahrinum sem þarna hafa orðið áður. Það gerir kvikunni mögulega fært á að komast ofar í jarðskorpuna án mikilla vandamála. Það er allavegana ein hugmynd um stöðu mála á þessu svæði. Það er möguleiki að ég hafi rangt fyrir mér, þar sem ég hef ekki upplýsingar um hvernig jarðskorpan er þarna nákvæmlega í kringum Herðubreið.
Þessi jarðskjálftavirkni er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.
Ég venjulega skrifa ekki grein svona seint nema að það sé eitthvað mjög sérstakt og mikilvægt.
Jarðskjálftavirknin sem er núna í eldstöðinni Kötlu virðist vera af þeirri gerðinni að það er nauðsynlegt að skrifa stutta grein um stöðu mála. Klukkan 00:46 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 (þetta er yfirfarin stærð en gæti breyst við frekari yfirferð hjá Veðurstofu Íslands á morgun) í eldstöðinni Kötlu. Í kjölfarið hafa komið nokkrir minni jarðskjálftar. Jarðskjálftavirknin núna er ennþá mjög lítil og fáir jarðskjálftar að koma fram og það er möguleiki að ekkert meira gæti gerst.
Jarðskjálftavirkni í Kötlu. Mynd frá Veðurstofu Íslands.
Ég veit ekki hvort að þetta þýðir að eldgos sé að fara að gerast eða hvort að þetta er bara hefðbundin jarðskjálftavirkni í Kötlu. Það eru núna komin 104 ár síðan síðasta stóra eldgos varð í Kötlu og staðan núna er óljós. Ef eitthvað meira gerist. Þá mun ég skrifa um það á morgun. Það eru góðar líkur á því að ekkert meira getur gerst í þessari jarðskjálftavirkni en það er nauðsynlegt að fylgjast með ef það verða snöggar breytingar.
Í morgun hófst jarðskjálftahrina í vestari hluta eldstöðvarinnar Fagradalsfjalls. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu hingað til náði stærðinni Mw3,0.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Fagradalsfjall. Mynd frá Veðurstofu Íslands.
Þessi jarðskjálftavirknin er vegna þess að kvika er að troða sér upp í jarðskorpuna og er komin á rúmlega 5 km dýpi. Þetta er ekki stórt kvikuinnskot og mun ekki koma af stað eldgosi, það gæti breyst ef það verður mikil aukning í jarðskjálftum þarna og slíkt hefur gerst áður (eldgosið í Ágúst 2022 hófst þannig). Staðan núna er þannig að best er að fylgjast með stöðu mála og breytingum sem kunna að verða. Það er ekki hægt að segja til um það hvort að eitthvað sé að fara að gerast.
Aðfaranótt 23-Október-2022 hófst jarðskjálftahrina norður af Herðubreið. Þetta virðist vera hefðbundin jarðskjálftahrina, frekar en jarðskjálftahrina sem tengist kvikuhreyfingum. Þegar þessi grein er skrifuð, þá hafa komið fram yfir 500 jarðskjálftar.
Jarðskjálftahrina við Herðubreið. Mynd frá Veðurstofu Íslands.
Stærsti jarðskjálftinn þegar þessi grein er skrifuð er með stærðina Mw4,0. Annar jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 varð á undan þessum jarðskjálfta. Annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,3 í þessari jarðskjálftahrinu. Stærsti jarðskjálftinn fannst á Akureyri samkvæmt fréttum.
Það hefur sprunga opnast upp í syðri hluta Grímsfjalls án þess að eldgos hafi hafist á þessari stundu. Myndir af svæðinu sýna mikla jarðhitavirkni í þessari sprungu. Ég sé á Facebook (tengill fyrir neðan) að þetta er ný sprunga á svæði þar sem ekki hefur verið sprunga áður. Miðað við nýlega sögu, þá er ýmislegt sem bendir til þess að þarna muni gjósa næst þegar eldgos hefst í Grímsfjalli. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær eða hversu stórt slíkt eldgos verður. Sprungan er á svæðinu Lat: 64° 24′ 13,476″ N Lon: 17° 13′ 57,282″ W. Það er möguleiki að sprungan sé ennþá að vaxa og þarna eru núna holur í jöklinum sem eru nægjanlega stórar til þess að gleypa stóra bíla í heilu lagi.
Staðsetning sprungunnar í Grímsfjalli. Mynd frá Google Earth.
Hægt er að skoða Facebook póstinn hérna og sjá myndinar sem ég get ekki sett inn hérna vegna höfundarréttar.
Samþykki fyrir vefköku
Þessi vefsíða notar kökur til þess að muna stillingar og muna eftir stillingum. Þegar þú samþykkir kökur þá samþykkir þú allar kökur frá þessari vefsíðu.
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these cookies, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may have an effect on your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. This category only includes cookies that ensures basic functionalities and security features of the website. These cookies do not store any personal information.
Any cookies that may not be particularly necessary for the website to function and is used specifically to collect user personal data via analytics, ads, other embedded contents are termed as non-necessary cookies. It is mandatory to procure user consent prior to running these cookies on your website.