Hugsanlegt kvikuinnskot í Fagradalsfjall

Snemma í morgun (10-Nóvember-2022) varð jarðskjálftahrina í Fagradalsfjalli, aðeins norðan við þann stað þar sem eldgosið varð í Ágúst 2022. Þetta var hugsanlega mjög lítið kvikuinnskot sem þarna varð og varði í kringum 1 klukkustund áður en það stoppaði. Dýpi jarðskjálftanna var í kringum 5 til 7 km.

Jarðskjálftar í línu norð-austur af Fagradalsfjalli í korti sem er teiknað upp af Skjálfta-lísu á vefsíðu Veðurstofu Íslands. Flestir punktanir eru rauðir og því jarðskjálftar sem urðu í dag.
Jarðskjálftavirknin eins og hún er sýnd í jarðskjálftakorti Veðurstofu Íslands í Skjálfta-lísu. Mynd af vefsíðu Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirknin gefur hugsanlegar vísbendingar um það hvar næsta eldgos verður í Fagradalsfjalli. Miðað við fyrri reynslu, þá verður ekki mikil viðvörun á því þegar eldgos er að hefjast. Í Ágúst þá byrjaði það eldgos með litlu kvikuinnskoti og lítilli jarðskjálftahrinu, sem síðan þróaðist yfir í stóra jarðskjálftahrinu dagana áður en eldgos hófst. Það er áhugavert að eldgosavirknin sé að færa sig norð-austur frekar en suður-vestur en óljóst afhverju það er að gerast.