Jarðskjálftavirkni norður af Grindavík í eldstöðinni Reykjanes

Snemma í morgun þann 11-Júlí-2021 varð jarðskjálftahrina norður af Grindavík. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina Mw2,5. Flestir af öðrum jarðskjálftum sem komu fram voru með stærðina Mw0,0 til Mw1,0. Það var einnig jarðskjálftahrina við Reykjanestá sem er einnig hluti af eldstöðvarkerfinu Reykjanes.

Jarðskjálftavirkni norður af Grindavík. Þar kom fram hópur af jarðskjálftum á korti Veðurstofunnar sem eru merktir sem appelsínugulir punktar.
Jarðskjálftavirkni norður af Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er mjög erfitt að segja til um hvað er að gerast þarna í eldstöðinni Reykjanes. Það hefur verið sannað að eldgos geta hafist á Reykjanesskaga án mikillar viðvörunar eða jarðskjálftavirkni. Það eru engin skýr merki um það að eitthvað sé að fara að gerast en það getur breytst án nokkurar viðvörunnar.

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 9-Júlí-2021

Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 9-Júlí-2021. Fagradalsfjall er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngja eins og er (það gæti breyst í framtíðinni).

  • Frá því klukkan 23:00 þann 5-Júlí-2021 hefur verið mjög lítil virkni í gígnum og ekki hefur sést til neins hrauns yfirgefa gíginn þegar sést í gíginn vegna þoku sem er á svæðinu núna. Þetta er lengsta hlé á eldgosinu síðan það hófst þann 19-Mars-2021.
  • Lítið magn af hrauni hefur sést í gígnum. Það er talið að það hraun sé að flæða úr gígnum í hraungöngum eða hraun hellum sem liggja frá gígnum. Þetta er þó óstaðfest þegar þessi grein er skrifuð.
  • Eldgosinu er ekki lokið. Það er ennþá í gangi eins og stendur.

Eftirfarandi hluti er ágiskun af minni hálfu

Lítil virkni í eldgosinu bendir til þess að það djúp kerfi sem færir eldgosinu kviku sé orðið tómt eða að verða tómt. Það kerfi kvikuhólfa sem er þarna undir þarf tíma til þess að fyllast á ný. Skortur á virkni er mjög algeng fyrir svona eldgos af þessari gerð þar sem eldgosið fer í gegnum hringrás af mikilli og lítilli virkni þess á milli. Þetta gæti valdið því að eldgosið opni nýja sprungu á næstu vikum ásamt því að eldgosið haldi áfram í núverandi gíg. Það er einnig jafn möguleiki á því að eldgosið haldi bara áfram í núverandi gíg þegar það heldur áfram af fullum krafti á ný.

Endir ágiskana hjá mér

Vegna þoku þá hefur verið erfitt að fylgjast með eldgosinu. Ég vonast til þess að það fari að breytast en það fer eftir veðurlagi hvort að það gerist á næstu dögum og vikum.

Eldgosið í Fagradalsfjalli neitar að hætta (2-Júlí-2021)

Eldgosið í Fagradalsfjalli (hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju) ákvað að koma öllum á óvart og halda áfram. Virknin fór að aukast aftur um klukkan 16:00 og í kringum þann tíma sást aftur í hraun í gígnum eftir að gígurinn tæmdist í nótt eins og ég nefndi í fyrri grein um þessa atburðarrás.

Ég hef verið að fylgjast með eldgosum í mjög langan tíma og þetta er í fyrsta skipti sem ég sé þetta gerast í eldgosi. Venjulega þegar gígar hrynja saman eins og gerðist í nótt þá boðar það yfirleitt endalok eldgossins í þeim gíg. Í þessu tilfelli þá hreinsaði hraunið grjótið úr gígnum eftir nokkra klukkutíma (grjótið fer bara niður með hrauninu). Eldgosið hófst eftir því sem þrýstingurinn jókst á kvikukerfinu sem er þarna á ferðinni. Óróinn fór að aukast aftur um klukkan 16:00. Ég veit ekki hvort að óróinn hefur náð hámarksgildum ennþá. Það er möguleiki en það er ekki hægt að vera viss.

Eldgosið í gígnum í Fagradalsfjalli með rauðu hrauni sem flæðir úr gígnum. Það sést einnig í dróna sem fór inn í ramma vefmyndavélarinnar.
Eldgosið í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Rúv ohf.

Það er ekki hægt að segja til um hvað gerist næst í þessu eldgosi. Þar sem þetta eldgos er að brjóta mikið af þessum hefðbundu reglum sem venjulega eiga við eldgos.

Óróinn á SIL stöðinni Fagradalsfjall. Óróalínan er næstum því lóðrétt frá um klukkan 16:00.
Óróinn í Fagradalsfjalli í dag. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina er mikið af hrauni sem flæðir niður í Nátthaga og hugsanlega í Geldingadal sem er nú þegar fullur af hrauni og mun flæða yfir lægstu punktana á næstunni.

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 5-Júní-2021

Það hefur ekki orðið mikil breyting á eldgosinu í Fagradalsfjalli vikuna 28-Maí-2021 til 5-Júní-2021. Hérna er um að ræða eldstöðvarkerfið Krýsuvík-Trölladyngja.

  • Gígurinn heldur áfram að stækka. Það virðist sem að gígurinn stækki með því að það hrinur innan í honum og þá stækkar hann útá við í látunum sem fylgja í kjölfarið. Núverandi hæð gígsins er milli 300 til 500 metrar. Þetta er samt mjög illa metið í gegnum vefmyndavélar.
  • Það svæði sem hefur verið mest notað til þess að horfa á eldgosið er núna lokað þar sem hraun hefur flætt yfir gönguleiðina sem þar er.
  • Vegna þess þá er núna hætta á því að vestari varnargarðurinn fari fljótlega undir hraun og þá flæðir meira hraun niður í Nátthaga.
  • Hraunið fer ekki mjög langt en það hleðst upp í staðinn og á svæðum er þykktin orðin nokkur hundruð metrar miðað við það landslag sem þarna er.
  • Ef að eldgosið heldur áfram eins og það hefur verið að gera þá mun allt svæðið fara undir hraun á næstu 6 til 10 mánuðum. Þar sem hraunið mun bara halda áfram að hlaðast upp þarna.
  • Það er ekkert sem bendir til þess að eldgosinu sé að ljúka.

Það eru engar aðrar fréttir af eldgosinu sem ég veit um. Eldgosið heldur áfram eins og það hefur verið að gera síðan það hófst þann 19-Mars-2021. Annarstaðar á Íslandi hefur verið mjög rólegt og lítið gerst og ekkert fréttnæmt.

Vegna hausverks sem ég var með síðustu 12 klukkutímana þá er þessi grein aðeins seinna á ferðinni en venjulega.

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 21-Maí-2021

Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli sem er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju.

Það hafa ekki orðið miklar breytingar síðan síðasta grein var skrifuð um eldgosið. Þetta eldgos hefur núna varða í tvo mánuði og nokkra daga betur og sýnir engin merki þess að eldgosinu sé að fara að ljúka.

  • Hraunstrókavirkni heldur áfram eins og hefur verið undanfarin mánuð.
  • Magn hrauns sem er að koma upp hefur aukist í rúmlega 11m3 úr 5m3 þegar eldgosið hófst.
  • Hraunið er núna á leiðinn til sjávar með því að fara niður Nátthagadal. Það er verið að reyna að stöðva það hraun með því að setja upp varnargarða. Það er mín persónulega skoðun að það mun ekki virka og að mestu tefja hraunið sem á einnig eftir að fara yfir hæð sem er þarna á svæðinu og er fyrir hrauninu hvort sem er. Þetta mun taka nokkra daga til viku í mesta lagi fyrir hraunið að fara yfir varnargarðana og hæðina sem er þarna. Hversu hratt þetta gerist veltur á því hversu mikið hraunflæði er í þessa átt. Stefna hrauns getur breyst án nokkurs fyrirvara og breytist stöðugt.
  • Meirihlutinn af hrauninu fer núna niður í Meradali og mun líklega gera það í talsverðan tíma í viðbót. Þegar hraunið fer niður í Meradali þá eru engir innviðir í hættu eins og er.
  • Vart hefur orðið SO2 mengunar á suðurlandi síðustu daga. Í gær (20-Maí-2021) varð einnig vart við mikla stöðuspennu vegna eldgossins en það olli sem betur fer ekki neinni eldingarvirkni á svæðinu þar sem eldgosið er, en hættan var til staðar í talsverðan tíma í gær.

Það eru engar frekari fréttir af eldgosinu og það hefur verið rólegt á öðrum stöðum á Íslandi þessa vikuna.

Myndasafn af eldgosinu í Fagradalsfjalli

Hérna er myndasafn sem ég tók þegar ég fór að eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 8 Maí 2021. Eldgosið hefur breyst mikið síðan ég var þarna á laugardaginn. Þetta er fyrsta tilraun með myndasafn hérna og því gæti það ekki tekist almennilega.

Eldgosið hefur breyst mikið síðan ég var þar á laugardaginn 8 Maí. Megin gígurinn er mun stærri en virðist vera á vefmyndavélum. Þar sem vefmyndavélanar gera það mjög erfitt að áætla stærð gígsins í því sjónarhorni sem þær bjóða upp á. Þegar ég var þarna þá var aðal gígurinn um 50 metra hár og eldgosið var stöðugt þegar ég var þarna eftir breytingar sem urðu um morguninn. Um það leiti sem ég fór frá eldgosinu um klukkan 15:20 þá var eldgosið farið að breyta sér aftur í hraunstróka virkni eins og hafði verið áður. Þegar ég kom niður að vegi um klukkan 16:30 þá hafði eldgosið næstum því breyst alveg til fyrri virkni. Hraunið býr til sitt eigið veðurfar þegar það dregur inn kalt loft í nágrenninu með sterkum vindi og litlum ský strókum sem birtast án nokkurs fyrirvara á svæðinu. Það hefur einnig verið mikið um bruna í mosa vegna hraun sletta sem koma frá kvikustrókunum sem ná alveg 400 til 500 metra hæð þegar mest er og þær kvikuslettur sem hafa komist lengst hafa náð að ferðast allt að 600 metra frá eldgosinu. Ég tók myndbönd og hægt er að skoða þau á YouTube rásinni minni hérna. Stærsti gígurinn breytist á hverjum degi eftir því sem hraunið endurformar gíginn í hverri hraunstróka virkni. Hrun í aðal gígnum eru einnig mjög algeng og verða á hverjum degi. Sumt af þessu hruni er stórt á meðan önnur hrun eru minni.

Það sem gæti verið að gerast í Fagradalsfjalli er að ný eldstöð gæti verið að myndast. Það er mín skoðun núna en það gæti breyst eftir því sem meiri gögn koma inn og tíminn líður í þessu eldgosi og meira lærdómur fæst um þetta eldgos og hvað er að gerast.

Jarðskjálftahrina í Krýsuvík

Síðan síðustu nótt (3-Maí-2021) þá hefur verið jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík nærri Kleifarvatni. Þegar þessi grein er skrifuð þá er jarðskjálftahrinan ennþá í gangi.

Jarðskjálftahrinan í Krýsuvík er merkt með grænni stjörnu nærri Kleifarvatni á jarðskjálftakortinu hjá Veðurstofunni
Jarðskjálftavirkni í Krýsuvík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir sem hafa komið fram voru með stærðina Mw3,2 en það komu einnig fram minni jarðskjálftar. Jarðskjálftinn sem varð klukkan 03:04 og var með stærðina Mw3,2 fannst í Reykjavík en það bárust ekki neinar tilkynningar um að jarðskjálftinn sem varð klukkan 15:49 og var einnig með stærðina Mw3,2 hafi fundist. Það er erfitt að segja til um það hvað þessi jarðskjálftavirkni þýðir en helsta hugmyndin núna er að þessi jarðskjálftavirkni tengist spennubreytingum á svæðinu vegna eldgossins í Fagradalsfjalli sem á sér stað innan sama eldstöðvarkerfis.

Styrkir

Hægt er að styrkja mína vinnu með því að nota PayPal takkann hérna til hliðar. Hvort sem er með einum styrk eða reglulegum styrk í hverjum mánuði. Ég þakka stuðninginn. 🙂

Smá frí

Ég ætla að taka mér smá frí frá 5 Maí til 10 Maí og á þeim tíma verða ekki settar inn neinar greinar hingað. Það mun aðeins gerast ef eitthvað meiriháttar gerist í eldgosum eða jarðskjálftum á Íslandi. Ég ætla að reyna að sjá eldgosið eða svæðið ef eldgosið verður hætt þegar ég kemst þangað ef veður og aðstæður leyfa.

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 30-Apríl-2021

Þetta er stutt grein um eldgosið í Fagradalsfjalli sem er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju.

Það hafa ekki orðið miklar breytingar síðan uppfærsla var skrifuð. Hérna eru helstu breytingar síðan síðasta grein var skrifuð í eldstöðvarkerfinu Krýsuvík-Trölladyngju.

  • Það er aðeins einn gígur sem er að gjósa núna. Allir aðrir gígar hafa hætt að gjósa en það gætu verið hrauntjarnir í þeim sem eru að flæða í hraunhellum undir hrauninu án þess að slíkt sjáist á yfirborðinu.
  • Mikið af virkninni núna er í formi stórra hraunstróka sem koma upp úr gígnum vegna þess að gas innihald hraunsins hefur aukist undanfarið.
  • Hraun er núna hægt og rólega að fylla upp alla dali á svæðinu en það mun taka marga mánuði að fylla upp alla dalina sem þarna eru af hrauni.
  • Það eru engin merki um að eldgosinu sé að fara að ljúka.

Engar frekari fréttir eru af eldgosinu eins og er. Rúv hefur komið fyrir nýrri vefmyndavél sem sýnir eldgosið betur. Hægt er að fylgast með þeirri vefmyndavél á YouTube síðu Rúv.

Smá frí

Ég ætla að taka mér smá frí milli 5 Maí til 10 Maí og á þeim tíma verða ekki neinar uppfærslur settar inn. Næsta uppfærsla af eldgosinu ætti að verða þann 14 Maí. Ég veit ekki ennþá hvort að ég get skoðað eldgosið. Það veltur á því hvernig veðrið verður á þessum tíma.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Hengill

Ég afsaka hvað þessi grein kemur seint. Ég lenti í tæknilegum vandræðum með farsímann hjá mér sem tók allan daginn að koma í lag og það seinkaði fullt af hlutum hjá mér.

Í gær (29-Apríl-2021) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Hengill. Þessi jarðskjálftahrina virðist vera tengd flekahreyfingum á þessu svæði. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina Mw3,8.

Jarðskjálftavirknin í Henglinum er efst og vestast á jarðskjálftakortinu
Jarðskjálftavirknin í Henglinum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni virðist vera tengd flekahreyfingum og það er ekki að sjá að þarna séu neinar kvikuhreyfingar á ferðinni ennþá. Ég býst alltaf við stærri og sterkari jarðskjálftahrinum í eldstöðvum sem ekki hafa gosið í mjög langan tíma og eru kaldar eins og var raunin þegar jarðskjálftavirknin hófst í kringum Fagradalsfjall og sú eldstöð varð heit en þá mældust um 50.000 jarðskjálftar áður en eldgosið hófst milli 27 Febrúar til 19 Mars þegar eldgosið hófst.

Jarðskjálftahrina suður af Keili

Aðfaranótt 27-Apríl-2021 varð jarðskjálftahrina suður af fjallinu Keili í Krýsuvíkur-Trölladyngja eldstöðvarkerfinu. Jarðskjálftavirknin er á svæði þar sem hefur verið jarðskjálftavirkni áður og er mjög áhugaverð. Það er ekkert sem bendir til þess eldgos sé að fara að hefjast á þessum stað þegar þessi grein er skrifuð. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,2 á 6,1 km dýpi og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw2,8 á 5,9 km dýpi.

Jarðskjálftahrina suður af fjallinu Keili með grænni stjörnu
Jarðskjálftavirkni suður af Keili. Höfundarréttur þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er möguleiki á að breyting sé að verða á eldgosinu í Fagradalsfjalli. Ég mun skrifa um það á morgun en það er möguleiki á að það verði seinkun á greininni ef eitthvað gerist. Það tekur mig smá tíma að afla upplýsinga um hvað er að gerast.