Lítil jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu

Í dag (26-Ágúst-2016) varð lítil jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu (TFZ). Á þessari stundu er ekki um að ræða stóra jarðskjálftahrinu en í kringum 50 jarðskjálftar hafa orðið. Líkur eru á því að fleiri jarðskjálftar muni koma fram ef þessi jarðskjálftahrina heldur áfram.

160826_1540
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu sést vel á korti Veðurstofunnar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þarna hafa orðið nokkrar jarðskjálftahrinur síðan í Júlí og það eru miklar líkur á því þarna verði frekari jarðskjálftavirkni og jafnvel möguleiki á jarðskjálftum sem ná stærðinni 3,0. Ég reikna með að þarna verði einhver jarðskjálftavirkni næstu daga og vikur.

Lítið jökulhlaup úr Grímsvötnum

Þann 18 Ágúst 2016 hófst lítið jökulhlaup úr Grímsvötnum. Samkvæmt fréttum er þetta mjög lítið jökulhlaup og hefur íshellan eingöngu lækkað um fimm metra síðan 18 Ágúst.

grf.svd.23.08.2016.at.14.51.utc
Órói sem hefur fylgt þessu jökulhlaupi á Grímsvötn SIL stöðinni. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta jökulflóð fer í Gígjukvísl samkvæmt Veðurstofu Íslands, eins og staðan er núna þá heldur Veðurstofan að það sé ekki nein hætta af þessu jökulflóði. Mesta hættan stafar af gasi sem er í jökulvatninu og losnar þegar þrýstingur fellur við það að jökulvatnið kemur undan jöklinum. Engra stórra breytinga er að vænta í Gígjukvísl vegna þess að þetta jökuflóð er mjög lítið.

Fréttir af þessu jökulflóði

Lítið jökulhlaup hafið úr Grímsvötnum (Rúv.is)
Jök­ul­hlaup hafið úr Grím­svötn­um (mbl.is)

Jarðskjálftavirkni í Kötlu

Í dag (16-Ágúst-2016) varð jarðskjálfti með stærðina 3,5 í Kötlu. Það urðu bæði jarðskjálftar fyrir og eftir stærsta jarðskjálftann.

160819_1710
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Græna stjarnan sýnir hvar jarðskjálftinn með stærðina 3,5 átti sér stað. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki að sjá á þessari jarðskjálftavirkni að þetta sé tengt kvikuhreyfingum beint. Það er hugsanlegt að gas frá kviku hafi verið að brjóta skorpuna þar sem jarðskjálftavirknin átti sér stað. Enda hafa komið fram vísbendingar í sumar um að jarðhiti sé hugsanlega að aukast í öskju Kötlu tímabundið. Það er hugsanlegt að jarðhitinn muni minnka aftur á næstu mánuðum. Eldgos í Kötlu verða oftast á tímabilinu Júlí til Nóvember en eldgos utan þessara mánaða eru einnig þekkt og verða með nokkur hundruð ára millibili.

160819.155916.hkbz.psn
Jarðskjálftinn með stærðina 3,5 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, nánari upplýsingar eru í tengli hérna að ofan.

Jarðskjálfti milli Bárðarbungu og Grímsfjalls

Í dag (05-Júlí-2016) varð jarðskjálfti með stærðina 3,4 á milli Bárðarbungu og Grímsfjalls.

160705_1515
Græna stjarnan sýnir jarðskjálftann milli Bárðarbungu og Grímsfjalls. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálfti bendir til þess að flækjur séu á leiðinni milli þessara tveggja eldstöðva. Spurningin er hinsvegar hvort að Bárðarbunga og Grímsfjall muni hafa áhrif á hvora aðra á næstunni. Þar sem báðar þessar eldstöðvar eru að undirbúa eldgos. [Hugleiðingar!] Allt það sem ég fæ frá mínum hugsunar módelum eru óljós svör um það sem gæti hugsanlega gert (þar sem ég hef ekki þekkinguna eða tölvuaflið til þess að skrifa þetta niður í tölvuforrit ennþá) er óvissa. Í versta tilfelli þá mun kvikuinnskot frá Bárðarbungu koma inn í Grímsfjall og valda þannig eldgosi. Hinn möguleikinn er sá að kvikuinnskot frá Grímsfjalli fer í Bárðarbungu og veldur þannig eldgosi (athuga: Slíkt gæti valdið frekar stóru og miklu eldgosi sem gæti valdið miklum skaða). Það er einnig möguleiki á því að ekkert meira en jarðskjálftar eigi sér stað. Hinsvegar bendir jarðskjálftavirknin á þessu svæði að engin slík heppni sé til staðar núna á þessu svæði. Hvenær og hvort að þetta mun gerast er ekki hægt að segja til um með neinum hætti. Það eina sem hægt er að gera að vakta þessar eldstöðvar dag og nótt.[/Hugleiðingar!]

Jarðskjálftahrina langt norður af Kolbeinsey

Í dag (5-Júlí-2016) varð jarðskjálftahrina langt norður af Kolbeinsey. Það er ekki vitað fyrir víst hvað er að gerast á þessu svæði. Jarðskjálftavirkni hefur verið að aukast á þessu svæði undanfarna mánuði.

160705_1505
Jarðskjálftavirknin norður af Kolbeinsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir í þessari hrinu höfðu stærðina 2,9 – 3,4. Ekki er hægt að sjá góða stærð á þessum jarðskjálftum vegna fjarlægðar þeirra frá SIL mælaneti Veðurstofu Íslands. Hvað er nákvæmlega að gerast þarna er ekki vitað. Það er hugsanlegt að þarna sé eldgos að eiga sér stað. Þarna gæti hinsvegar einnig verið bara hefðbundin jarðskjálftahrina að eiga sér stað án þess að kvika eða eldgos komi þar nærri. Dýpi sjávar á þessu svæði er í kringum 3 til 5 km.

Djúpir jarðskjálftar í rótum Eyjafjallajökuls

Í dag (30-Júní-2016) kom fram nokkrir jarðskjálftar í rótum Eyjafjallajökuls að ég held. Mesta dýpið sem kom fram var 14,3 km og mesta stærð jarðskjálfta sem kom fram var 1,1 en aðrir jarðskjálftar voru með stærðina 0,7.

160630_2055
Jarðskjálftarnir í rótum Eyjafjallajökuls (þrjár gulu doppunar á myndinni). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eldstöðvakerfi Eyjafjallajökuls nær í þessa átt, hinsvegar á þessu svæði eru engir sjáanlegir gígar og líklegt að ef einhverjir gígar hafi verið þarna, þá hafi þeir veðrast niður með tímanum. Ólíkt mörgum eldfjöllum þá hefur Eyjafjallajökull ekki víðtækt sprungukerfi út frá sér, það ætti að takmarka hversu langt kvika getur ferðast frá eldstöðinni, það er að minnsta kosti hugmyndin eins og hún er í dag. Ég er ekki að búast við eldgosi á næstunni frá Eyjafjallajökli. Ef þessi jarðskjálftavirkni heldur áfram, þá gæti ég þurft að breyta þeim hugmyndum. Ég reikna ekki með að þessi jarðskjálftavirkni haldi áfram og næsta eldgos í Eyjafjallajökli er ekki líklegt fyrr en árið 2199 í fyrsta lagi (miðað við þau módel sem ég nota).

Það er einnig möguleiki á því að þessir jarðskjálftar séu í raun hluti af Vestamannaeyja eldstöðvarkerfinu. Á undanförnum árum hafa djúpir jarðskjálftar átt sér stað í því eldstöðvarkerfi, ekki margir en reglulega hafa komið fram djúpir jarðskjálftar í því eldstöðvarkerfi.

Kröftug jarðskjálftahrina djúpt á Reykjaneshrygg

Fyrir nokkrum dögum síðan hófst jarðskjálftahrina djúpt á Reykjaneshrygg, þessi jarðskjálftahrina er svo langt frá landi að þetta er á því svæði þar sem Reykjaneshryggurinn endar og norður-atlanshafshryggurinn tekur við. Það er nærri því vonlaust að komast að því hvað er að gerast á þessu svæði núna, hinsvegar benda gögnin til þess að þarna sé hugsanlega eldgos í gangi og líklega sé þetta stórt eldgos. Ég vill ekki giska á hversu stórt þetta eldgos gæti verið, þar sem ekki er hægt að staðfesta neitt án frekari gagna.

Jarðskjálftavirknin hefur verið áhugaverð, stærsti jarðskjálftinn hafði stærðina 5,5 (EMSC upplýsingar). Stærðir annara jarðskjálfta hafa verið, jarðskjálfti með stærðina 4,9 (EMSC upplýsingar), jarðskjálfti með stærðina 5,0 (EMSC upplýsingar), jarðskjálfti með stærðina 4,9 (EMSC upplýsingar).

Þessi jarðskjálftavirkni er ennþá í gangi, þar sem að fjarlægðin er hinsvegar ~1100 km frá landi þá er ekki hægt að segja til nákvæmlega hvað er að gera á þessu svæði. Hafsvæðið þarna er rúmlega 4 km djúpt og því mun þessi virkni ekki sjást á yfirborði sjávar ef þarna er eldgos í gangi. Þarna eiga sér einnig stað margir litlir jarðskjálftar sem mælast ekki vegna fjarlægðar frá næsta jarðskjálftamælaneti.

Það er eitthvað í gangi í Bárðarbungu

Ég hef ekki nein smáatriði ennþá, en það er eitthvað í gangi í Bárðarbungu núna. Ég veit ekki hvað það er í augnablikinu, en nokkrir jarðskjálftar sem eru stærri en 3,0 hafa komið fram, sá stærsti með stærðina 4,0 hingað til. Ég mun setja inn frekari upplýsingar þegar ég veit meira.

160625_1350
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Enginn gosórói hefur komið fram í Bárðarbungu ennþá, þannig að eldgos hefur ekki hafið.

Lítið jökulhlaup úr vestari skaftárkatlinum í Vatnajökli

Fyrir nokkrum dögum síðan hófst lítil jökulhlaup úr vestari skaftárkatlinum í Vatnajökli. Þetta er mjög lítið jökulhlaup og ekki er reiknað með neinu tjóni vegna þess. Það er reiknað með að þetta jökulhlaup verði lítið, þar sem stutt er síðan síðast hlaup kom úr vestari skaftárkatlinum.

jok.svd.23.06.2016.at.19.57.utc
Óróleiki á óróaplotti Veðurstofu Íslands vegna jökulhlaupsins. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar vatnsþrýstingur fellur á jarðhitakerfinu í vestari skaftárkatlinum þá koma stundum fram óróatoppar í kjölfarið. Ástæða þess er ekki þekkt að þetta gerist er ekki þekkt en helstu hugmyndirnar eru þær að kvika fari af stað í jarðhitakerfinu vegna þrýstiléttis í kjölfarið á því að ketlinn tæmist. Myndin að ofan sýnir óróatopp (við endann) sem er núna að koma fram í kjölfarið á jökulhlaupinu úr vestari skaftárkatlinum. Það er ekki reiknað með að eldgos verði þarna í kjölfarið á þessu jökulhlaupi, þar sem venjulega þá gerist ekki neitt meira en bara óróatoppar í kjölfarið á svona jökulhlaupi.

Djúpir jarðskjálftar í Kötlu

Í dag (23-Júní-2016) voru djúpir jarðskjálftar í Kötlu. Enginn af þeim jarðskjálftum sem varð var stór, dýpi nokkura af þessum jarðskjálftum var mikið. Mesta dýpið sem mældist var 28 km, á þessu dýpi er það kvika sem veldur jarðskjálftum.

160623_1415
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Önnur áhugaverð virkni kom einnig fram í sunnanveðrum öskjubarminum í Kötlu. Þar virðist hafa komið upp kvikuinnskot í kjölfarið á litlu eldgosi sem varð þarna í Júlí-2011 (mitt mat, vísindamenn eru ennþá ósammála). Þetta kvikuinnskot er staðsett svo til beint norður af Vík í Mýrdal. Það er ekki ljóst á þessari stundu hvernig þetta kvikuinnskot mun þróast eða hvort að eldgosahætta stafi af því. Það er hætta á eldgosi þarna ef kvikuþrýstingur eykst í þessu kvikuinnskoti, en það þarf ekki að gerast. Á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi í Kötlu.