Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Síðustu nótt (20-Desember-2015) varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Stærstu jarðskjálftarnir í þessari jarðskjálftahrinu voru með stærðina 3,5 og 3,1 en aðrir jarðskjálftar voru minni. Flestir af þessum jarðskjálftum voru grunnir, það þýðir að þeir voru innan við 10 km dýpi. Þessi jarðskjálftavirkni á sér stað í norð-austur hluta Bárðarbungu (öskjunnar). Þeir jarðskjálftar sem eru að eiga sér stað núna eru lágtíðni-jarðskjálftar (frekari upplýsingar er að finna hérna á ensku undir b-gerð jarðskjálfti) og bendir það sterklega til þess að kvika sé að valda þessari jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu.

151220_1720
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er augljóslega eitthvað að gerast í Bárðarbungu og það er nú þegar vitað að þensla er að eiga sér stað í Bárðarbungu þessa stundina og sú þensla hófst eftir að eldgosinu lauk í Holuhrauni í Febrúar-2015. Það hefur einnig verið aukin virkni í kvikuinnskotum undanfarið í Bárðarbungu undanfarið og bendir það til þess að þrýstingur sé að aukast inni í Bárðarbungu þessa stundina. Ég hef ekki áhyggjur af hættunni af stóru eldgosi í Bárðarbungu þessa stundina. Það er hinsvegar mín skoðun að mesta hættan þessa stundina sé af hugsanlegum litlum eldgosum í Bárðarbungu, sérstaklega ef slíkt eldgos yrðu undir jökli með tilheyrandi hættu á jökulflóðum. Hættan af slíkum eldgosum ræðst af stærð og lengd slíkra eldgosa. Eins og stendur er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara að hefjast í Bárðarbungu. Það gæti hinsvegar breyst skyndilega ef aðstæður breytast. Það er mín skoðun að norð-austur hluti Bárðarbungu sé orðin mjög veikur vegna stöðugrar jarðskjálftavirkni undanfarna 15 mánuði (rúmlega).

Lítið kvikuinnskot í Bárðarbungu

Í dag frá klukkan 20:10 til 20:14 varð lítið kvikuinnskot í Bárðarbungu. Þetta var mjög lítið kvikuinnskot sem átti sér stað og var dýpið frá 15,6 km til 23,2 km. Miðað við staðsetningu, þá er augljóslega um kvikuinnskot að ræða í Bárðarbungu. Þetta kvikuinnskot er hinsvegar of lítið til þess að hefja eldgos, þetta hinsvegar bendir til þess að kvikuvirkni í Bárðarbungu sé farin að aukast á ný.

151216_2330
Kvikuinnskotið í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

von.svd.16.12.2015.at.23.22.utc
Það eru einnig að eiga sér breytingar í SIL stöðinni í Vonarskarð. Það er óljóst afhverju þessar breytingar stafa og hvað er að valda þeim. Hugsanlega er um að ræða breytingar á jarðhitakerfum í Bárðarbungu en það er ekki hægt að staðfesta það. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki hvort að frekari jarðskjálftavirkni mun eiga sér stað í Bárðarbungu, þar sem ekki er hægt að spá fyrir um hegðun eldfjalla og kvikukerfa þeirra. Eins og stendur er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að hefjast.

Staðan á jarðskjálftahrinunni í Prestahnúki

Jarðskjálftahrinan við Prestahnúk heldur áfram, þó svo að jarðskjálftahrinan liggi niðri oft klukkutímum saman. Misgengið sem er núna að færa sig er með lengdina frá 5 km og upp í 15 km. Stærstu jarðskjálftarnir hafa verið með stærðina 3,5 og síðan 3,0 en aðrir jarðskjálftar hafa verið minni. Stærsti jarðskjálftinn fannst í nálægum bæjum og þéttbýlisstöðum.

151214_1715
Jarðskjálftahrinan í suðurhluta Langjökuls (Prestahnúki). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna með að þessi jarðskjálftavirkni muni halda áfram næstu daga og vikur.

sil_langj.week.50
Jarðskjálftavirknin á þessu svæði síðan árið 1991 (gráir hringir). Rauðir hringir er núverandi jarðskjálftahrina. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Myndin að ofan er af vikulegu yfirliti Veðurstofunar fyrir viku 50. Hægt er að skoða vefsíðuna í heild sinni hérna.

Jarðskjálftahrina í Prestahnúki (sunnanverður Langjökull)

Í gær (10-Desember-2015) hófst jarðskjálftahrina í Prestahnúki (Wikipedia vefsíða hérna á ensku), sem er eldstöð í sunnanverðum Langjökli. Þessari jarðskjálftahrinu er ekki lokið. Þetta er hinsvegar hæg jarðskjálftahrina og það eiga sér mjög fáir jarðskjálftar á hverjum klukkutíma. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur mælst í þessari hrinu var með stærðina 3,2 og fannst á Hvanneyri og nágrenni. Aðrir jarðskjálftar hafa verið minni en talsvert hefur verið um jarðskjálfta sem eru stærri en 2,5.

151211_1315
Jarðskjálftahrinan í Prestahnúki (sunnanverðum Langjökli). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina er að koma ágætlega fram á jarðskjálftamælunum mínum. Jarðskjálftar sem eru stærri en 1,9 sjást ágætlega á þeim. Á þessu svæði verða jarðskjálftahrinur á 10 til 20 ára fresti og þá verða jarðskjálftar sem eru stærri en 4,0. Það eru komin aðeins meira en 10 ár síðan síðasta jarðskjálftahrina varð á þessu svæði (ef mitt minni er rétt). Það er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi þarna, síðasta eldgos þarna varð fyrir 3500 árum fyrir núverandi tímatal.

Lítil jarðskjálftahrina í Kröflu

Þann 7-Desember-2015 varð lítil jarðskjálftahrina í Kröflu. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,2. Ég veit ekki hvort að jarðskjáfltinn fannst í nærliggjandi bæjum.

151209_1800
Jarðskjálftahrinan í Kröflu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna ekki með frekari jarðskjálftavirkni í Kröflu. Fyrir utan hefðbundna bakgrunnsvirkni sem er alltaf þarna.

Lítil jarðskjálftahrina í Torfajökli

Í dag (03-Desember-2015) varð lítil jarðskjálftahrina í Torfajökli. Þetta var mjög lítil jarðskjálftahrina og þarna fór enginn jarðskjálfti yfir stærðina 2,0. Dýpi þessara jarðskjálfta bendir til þess að þarna hafi verið á breytingar að eiga sér stað í jarðhitakerfum í Torfajökli.

151203_1910
Jarðskjálftahrinan í Torfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi tegund af jarðskjálftavirkni á sér stað í Torfajökli vegna þess að kvika stendur mjög grunnt í eldstöðinni. Ég reikna ekki með nein frekari jarðskjálftavirkni muni eiga sér stað þarna.

Þensla staðfest í Bárðarbungu

Samkvæmt nýlegum mælingum Veðurstofu Íslands þá er eldstöðin Bárðarbunga farin að þenjast aftur út. Samkvæmt gögnum frá Veðurstofu Íslands þá er þenslan sem er að koma fram ekki mjög mikil sem stendur, það gæti breyst ef magn innflæðis kviku inn í Bárðarbungu breytist snögglega.

KISA.18.11.2015
Þenslan í Bárðarbungu sem kemur fram í mælingum í Bárðarbungu. Búið er að leiðrétta fyrir reki, hreyfingum jökla og þenslunni vegna kvikuinnskotsins í tengslum við eldgosið í Holuhrauni. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

bbbegingpseqmaperuption.18.11.2015
Þenslan í Bárðarbungu eins og hún kemur fram á GPS mælum Veðurstofu Íslands. Örvarnar sýna stefnu GPS stöðvanna, hversu mikil þenslan er á hverri stöð. Búið er að leiðrétta fyrir sömu hlutum og nefnt er að ofan. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Vandamálið hérna er að Bárðarbunga er ennþá að síga eftir eldgosið í Holuhrauni og taka breytingum vegna þess. Stóra spurningin er hvort að þetta innflæði kviku muni stoppa það ferli eða breyta því. Það er einnig ekki ennþá ljóst hversu mikið álag eldstöðin ræður við eftir allt sigið fyrr á árinu. Það er einnig ekki ljóst hvernig þetta mun þróast á næstunni. Það er mitt mat að möguleikinn á nýju eldgosi í Bárðarbungu er mjög mikill vegna þessar kvikusöfnunar en það sem er ekki ljóst er hversu langan tíma þetta mun taka og hversu mikil kvika þarf að safnast fyrir í eldstöðinni áður en eldgos hefst. Það eina sem hægt er að gera núna er að fylgjast með breytingum sem koma fram á mælum í kringum Bárðarbungu.

Jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga við Fagradalsfjall

Í fyrradag (17-Nóvember-2015) og í gær (18-Nóvember-2015) varð jarðskjálftahrina við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga. Samtals urðu á milli 80 – 90 jarðskjálftar á þessu svæði. Enginn af þessum jarðskjálftum varð stærri en 2,1.

151118_2140
Jarðskjálftahrinan í Fagradalsfjalli í fyrradag og gær. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan virðist vera á misgengi sem er á þessu svæði. Líklegt má því teljast að þarna verði áfram jarðskjálftar næstu daga og hugsanlega munu einhverjir þeirra ná stærðinni 3,0 eða stærri.

Djúpir jarðskjálftar nærri Trölladyngju (Bárðarbunga)

Aðfaranótt 15-Nóvember-2015 varð djúp jarðskjálftahrina nærri Trölladyngju. Trölladyngja er tengd eldstöðinni Bárðarbungu, samkvæmt eldgosasögunni þá gaus í Trölladyngju árið 5000 BCE. Samkvæmt sumum heimildum þá er Trölladyngja dyngja. Ég veit ekki hvað telst vera nákvæmlega rétt í þessum efnum. Óháð því hvaða tegund af eldstöð Trölladyngja er, þá er ljóst að eitthvað er í gangi þarna. Þar sem þetta er ekki í fyrsta skipti sem þarna verður jarðskjálftahrina. Ég efa það að álagsbreytingar í jarðskorpunni þarna séu að valda þessum jarðskjálftum vegna þess að kvikuhólf Bárðarbungu féll saman í eldgosinu í Holuhrauni.

151115_0550
Jarðskjálftahrinan nærri Trölladyngju. Þessi mynd er frá því klukkan 05:50. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þeir jarðskjálftar sem áttu sér stað voru litlir. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 1,1 og dýpi þessara jarðskjálfta var frá 18 – 15 km.

Í upphafi jarðskjálftahrinunnar í Bárðarbungu, talsverðu áður en það fór að gjósa í Holuhrauni. Þá fór kvikuinnskot í áttina að Trölladyngju, það kvikuinnskot hinsvegar stoppaði og gerði ekkert meira þar sem það fór. Kvikuinnskotið tapaði orku eða varð fyrir hindrun sem það komst ekki í gegnum og stoppaði í kjölfarið á þessu svæði.

140817_1645
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu og nærri Trölladyngju í Ágúst-2014. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140818_1440
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu og nærri Trölladyngju í Ágúst-2014. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki ennþá hverjar eru líkunar á eldgosi á þessu svæði. Það er ekki ennþá næg jarðskjálftavirkni á þessu svæði ennþá til þess að kvikan sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Hinsvegar er ekki ljóst hvaða áhrif rekið sem þarna er hafið mun hafa áhrif á þetta, það gæti hleypt meiri kviku inná þetta svæði og jafnvel komið af stað eldgosi þarna og jafnvel hraðað upp atburðarrásinni umtalsvert. Það er mjög erfitt og jafnvel ómögulegt að vita hvað gerist þarna, þannig að mikið af þeim hugmyndum sem ég set fram um hvað gæti gerst þarna eru getgátur. Hvað síðan gerist þegar atburðarrásin fer af stað gæti verið allt annað en það sem hugmyndir segja til um, aðeins tíminn mun sýna hvað mun gerast nærri Trölladyngju í framtíðinni.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Ég biðst afsökunar á því hversu langt er á milli færslna hjá mér. Ég hef verið að hvíla mig eftir vinnutörn sem ég var í (slátursvertíð). Einnig sem það hefur verið mjög rólegt á Íslandi síðustu daga.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu heldur áfram við norð-austur brún eldstöðvarinnar. Þetta eru að mesti leiti mjög litlir jarðskjálftar sem eru að eiga sér stað í Bárðarbungu þessa stundina. Samkvæmt Veðurstofunni þá er um að ræða sig í eldfjallinu sem hefur haldið áfram þó svo að eldgosinu í Holuhrauni sé lokið. Það er mitt mat að mat Veðurstofunnar á þessu sigi sé rétt, þó með einni undantekningu. Það er mín skoðun að þrýstingur kviku sé farinn að aukast í Bárðarbungu á ný, miðað við nýjustu gögn þá er hugsanlegt að þetta sé að eiga sér stað á mun meira dýpi en ég fyrst taldi.

151114_1810
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Sunnan við Bárðarbungu í eldstöð sem kallast Hamarinn er háhitasvæði sem kallast Skaftárkatlar. Það virðist sem að það jarðhitasvæði sé að stækka og ástæðan fyrir því er líklega sú að þarna sé aukin kvika í eldstöðinni, sem í leiðinni er að hita upp jarðhitasvæði sem eru þarna til staðar. Það er mjög erfitt að vera nákvæmlega viss á þessu, þar sem allt svæðið er undir jökli. Aukinn jarðhiti bendir til þess að eldstöðin sé að hita upp fyrir eldgos, þó eru þekkt dæmi þar sem eldstöð hefur aukið jarðhitann án þess að það valdi eldgosi. Það er vonlaust að vita hvort að þessi breyting muni valda eldgosi í Hamrinum. Það er mín skoðun að síðasta eldgos í Hamrinum átti sér stað í Júlí-2011 og stóð það yfir í rúmlega 8 klukkutíma með hléum, það eldgos var mjög lítið að stærð og náði ekki upp úr jöklinum.