Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu, Öræfajökli, norðarverðum Langjökli

Þetta verður aðeins þétt grein. Þar sem ég er staðsettur á Íslandi þessa stundina. Ég verð kominn aftur til Danmerkur þann 18-Maí. Það verða engir tenglar í Global Volcanism Program upplýsingar, þar sem ferðavélin mundi ekki ráða við það álag.

Bárðarbunga

Sú jarðskjálftavirkni sem hófst í Bárðarbungu fyrir rúmlega 8 mánuðum síðan heldur áfram og munstrið er það sama og undanfarna 7 til 8 mánuði.

160512_2025
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 3,2. Aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð. Það er ekki mikill munur á jarðskjálftahrinum milli vikna núna.

Öræfajökull

Það er áhugaverð jarðskjálftavirkni að eiga sér stað í Öræfajökli. Það bendir til þess að einhver kvika sé að fara inn í eldstöðina á dýpi (5 til 10 km). Það er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi í Öræfajökli, hinsvegar er eldgosa hegðun Öræfajökuls ekki nógu vel þekkt og engin traust gögn þekkt um hvað gerist í eldstöðinni þegar eldgos er yfirvofandi. Á þessari stundu eru allir jarðskjálftarnir litlir, það bendir til þess það magn kviku sem er að koma inn í eldstöðina á dýpi sé mjög lítið á þessari stundu.

Langjökull norður

Í dag (12-Maí-2016) varð lítil jarðskjálftahrina í norðanveðrum Langjökli (nálægt Hveravöllum). Þarna hefur verið jarðskjálftavirkni síðan árið 2000, þegar að jarðskjálfti með stærðina 6,5 á suðurlandsbrotabeltinu kom virkni af stað á þessu svæði. Ástæður þess að þarna verða jarðskjálftahrinur eru óljósar. Engin breyting hefur orðið á eldstöðinni í Langjökli norðri svo vitað sé, þar hefur jarðskjálftavirkni ekki aukist undanfarin ár. Ein hugmyndin er sú að þarna séu að verða jarðskjálftar vegna breytinga á spennu í jarðskorpunni, það bendir til þess að þessi virkni sé ekki tengd sjálfri eldstöðinni.

160512_2110
Jarðskjálftavirknin í Langjökli nærri Hveravöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Enginn af þeim jarðskjálftum sem áttu sér stað voru stórir. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,0.

Nýtt – Greiningar á eldstöðvum og jarðskjálftum

Ég ætla að byrja á nýjum greinarflokki á þessari hérna síðu. Þar ætla ég að reyna að greina og útskýra það sem er að gerast í eldstöðvum á Íslandi eftir því sem aðstæður leyfa. þessar greinar verða ítarlegar og því mun það taka mig nokkra daga að skrifa þær. Þannig að það munu ekki verða margar útgefnar greiningar á viku um það sem er að gerast í eldstöðvum á Íslandi. Ég ætla að bæta þessu við til þess að reyna að stækka lesendahóp þessar vefsíðu.