Jarðskjálfti með stærðina 4,4 í Bárðarbungu

Í dag (20-Maí-2016) varð jarðskjálfti með stærðina 4,4 í Bárðarbungu. Þetta er stærsti jarðskjálftinn í eldstöðinni síðan að eldgosinu í Holuhrauni lauk í Febrúar-2015. Tveir jarðskjálftar með stærðina 3,3 mældust einnig, aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð.

160520_1300
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Samkvæmt yfirlýsingu Veðurstofunnar þá er óljóst hvað er að gerast í Bárðarbungu. Þó er ljóst að fjöldi jarðskjálfta fer vaxandi og einnig styrkleiki þeirra einnig. Fjöldi jarðskjálfta og styrkleiki hefur verið að aukast síðan eldgosinu lauk í Febrúar-2015. Þetta er mjög óvenjuleg þróun mála eftir að askja Bárðarbungu féll saman í eldgosinu 2014 – 2015. Vegna skorts á sögulegum heimildum er erfitt að átta sig á því hvernig þetta mun þróast og hvað er að gerast í eldstöðinni. Samkvæmt GPS mælingum á svæðinu, þá er eldstöðin að þenjast út mjög hratt um þessar mundir, sem bendir til þess að kvika sé að safnast fyrir í eldstöðinni mjög hratt þessa stundina.

Þeir atburðir sem hafa átt sér stað hingað til hafa ekki leitt til eldgoss. Þeir gætu hinsvegar leitt til eldgoss í framtíðinni, hvenær það verður er ekki hægt að segja til um, það gæti verið eftir klukkutíma eða eftir nokkra áratugi, það er ekki hægt að spá fyrir um tímann sem þetta mun taka þar sem þetta er í fyrsta skipti sem svona atburðir gerast síðan mælingar hófust. Sigkatlar sem hafa myndast á jaðri Bárðarbungu hafa einnig dýpkað á undanförnum mánuðum, það bendir einnig til þess að magn kviku í eldstöðinni sér farið að aukast og jarðhitavirkni sé farin að aukast umtalsvert. Þessi kvikusöfnun svona stuttu eftir stór eldgos er mjög óvenjuleg og hefur ekki sést áður. Ég reikna með frekari jarðskjálftum í Bárðarbungu eins og þeim sem sáust í dag á næstu dögum og vikum, ég reikna einnig með að vikulegar jarðskjálftahrinur stækki og verði fleiri eftir því sem líður á.