Staðan í Grindavík þann 13. Nóvember 2023

Þetta er stutt yfirlit yfir stöðu mála í Grindavík. Upplýsingar hérna geta orðið úreltar mjög hratt og án viðvörunnar.

Staðan í dag er mjög svipuð stöðunni í glær. Jarðskjálftum hefur haldið áfram að fækka í dag en það kann að vera tímabundið þar sem sigdalurinn heldur áfram að stækka. Flæði kviku inn í kvikuganginn heldur áfram á aðeins minna afli en Föstudaginn 10. Nóvember 2023.

  • Flæði kviku á Föstudaginn 10. Nóvember 2023 var 1000 rúmmetrar á sekúndu samkvæmt því sem Veðurstofa Íslands og sérfræðingar segja.
  • Sigdalurinn hefur lækkað verstari hluta af Grindavík um 1 til 2 metra. Austari hluti Grindavíkur hefur hækkað um svipað á móti. Sumar af sprungum eru um 20 metra djúpar eða dýpri.
  • Sigdalurinn er um 2 km breiður þar sem hann er breiðastur í kringum Grindavík samkvæmt fréttum. Sigdalurinn heldur áfram að breikka samkvæmt mælingum.
  • Það er mikið tjón í Grindavík í mörgum húsum. Ef ekki vegna jarðskjálftanna, þá vegna landsigsins sem er að eiga sér núna stað.
  • Það er ennþá mjög mikil hætta á eldgosi og kvikugangurinn virðist vera að halda lengd sinni í 15 km. Þetta getur breyst án viðvörunnar.
  • Órói á SIL stöðvum nærri kvikuganginum hefur ekkert minnkað, jafnvel eftir að jarðskjálftavirkni hafi farið minnkandi. Þetta er vegna stöðugs innflæðis af kviku inn í kvikuganginn.
Margir rauðir punktar sýna kvikuganginn sem liggur undir Grindavík í suður-vestur til norður-austur. Þessi mynd sýnir hundruðir jarðskjálfta.
Jarðskjálftavirknin sýnir kvikuganginn. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að vita hvað gerist næst. Það er mín skoðun að eldgos muni hefjast á þessu svæði. Þetta er einnig upphafið af virkni sem mun vara í talsverðan tíma á þessu svæði áður en það fer að róast aftur.

Kvikugangurinn við Grindavík gæti einnig hleypt upp eldstöðvunum Fagradalsfjalli og Reykjanesi og jafnvel komið af stað eldgosi í þeim. Það getur allt gerst í þeim án nokkurar viðvörunnar. Ef ekki eldgos, þá jarðskjálftavirkni.

Ég mun setja inn uppfærslur þegar ég veit meira hvað er að gerast.

Staðan í Grindavík vegna kvikuinnskotsins

Þessar upplýsingar geta orðið úreltar mjög hratt og án viðvörunnar. Það lítur út fyrir að vera rólegt en er það í raun ekki. Þessi grein er skrifuð þann 13. Nóvember 2023 klukkan 00:02.

  • Það er komið fram mikið sig í Grindavík samkvæmt fréttum. Mesta sigið er í kringum 1 metra. Þetta er nógu mikið til þess að flokkast sem sigdalur. Þetta er í frétt mbl.is hérna.
  • Kvika gæti verið allt að nokkra tugi metra undir yfirborðinu í Grindavík eða nærri Grindavík. mbl.is sagði frá þessu hérna. Þetta er lifandi uppfærsla og fréttin gæti verið horfin.
  • Þessi atburðarrás var ekki eitthvað sem einhver var að búast við. Enda hafði ekki verið nein sérstök jarðskjálftavirkni við Sundahnúksgíga fyrir Föstudaginn 10. Nóvember 2023. Um klukkan 08:00 hefst jarðskjálftavirkni við Sundahnúksgíga og var talið upphaflega að um væri að ræða hefðbundna brotaskjálfta vegna þenslunar í Svartsengi. Það var ekki fyrr en eitthvað eftir klukkan 08:00 að Veðurstofan (samkvæmt fréttum) að þarna er ekki um að ræða hefðbundna brota jarðskjálfta. Það varð síðan allt brjálað í jarðskjálftavirkni milli klukkan 16:00 og 19:00.  Þessi jarðskjálftahrina var mjög þétt og það urðu margir jarðskjálftar með stærðina Mw4,0 innan Grindavíkur.
  • Það er tjón í Grindavík á vegum, húsum, pípum og rafmagnsvírum og öðrum innviðum vegna færslunnar sem kvikugangurinn hefur valdið.
  • Kvikugangurinn virðist vera nokkrir metrar í þvermál og allt að eins metra djúpur. Ég hef ekki séð neinar opinberar tölur um dýpt og breidd kvikugangsins. Einu upplýsinganar sem ég hef er lengd kvikugangsins og það er að lengdin er 15 km þegar þessi grein er skrifuð.

Þetta er ekki lítill atburður í eldstöðinni sem veldur þessu. Það sem ég veit ekki og enginn virðist vita almennilega er hvaða eldstöð er að fara að valda þessu. Þetta gæti verið eldstöðin Fagradalsfjall eða þetta gæti verið eldstöðin Reykjanes.

Jarðskjálftar sem mynda beina línu frá sjónum og í gegnum Grindavík og norð-austur af Grindavík upp að Sundhnúksgígar. Kortið sýnir jarðskjálftavirkni síðustu sjö daga.
Jarðskjálftavirknin síðustu sjö daga. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég mun setja inn nýjar upplýsingar þegar ég hef þær. Ég mun einnig setja inn nýjar upplýsingar ef eitthvað gerist ef ég get.

Kvikuinnskot hefur náð undir eða er að ná undir Grindavík, skyldurýming hefur verið fyrirskipuð

Þetta er stutt grein. Upplýsingar hérna geta orðið úreltar á mjög skömmum tíma.

  • Rýming hefur verið fyrirskipuð í Grindavík. Allir eiga að yfirgefa Grindavík eftir tvo tíma (miðað við frá klukkan 23:00) samkvæmt skipun Almannavarna. Margir hafa yfirgefið Grindavík í dag vegna mjög mikillar jarðskjálftavirkni á svæðinu í dag (10. Nóvember 2023).
  • Kvikuinnskot hefur náð undir eða er að ná undir Grindavík. Þetta þýðir að kvikuinnskotið er um 4 til 7 km langt miðað við þar sem það byrjar norðan við Grindavík.
  • Það er ennþá mjög mikil jarðskjálftavirkni. Það hefur þó dregið úr jarðskjálftavirkninni frá því um klukkan 18:00 þegar jarðskjálftavirknin var sem mest.
  • GPS gögn benda til þess að þarna sé meiri kvika á ferðinni en í öllum þremur síðustu eldgosum samanlagt.
  • Það er hugsanlegt að kvikan sé frá eldstöðinni Fagradalsfjalli. Þetta er eingöngu hugmynd eins og er. Það þýðir að kvikan sem er að koma upp í eldstöðinni Reykjanes (Svartsengi) er ekki ennþá farin af stað. Það gæti gerst án mikillar viðvörunnar einnig.

Ég mun setja inn frekari upplýsingar þegar ég get og hef nýjar upplýsingar. Það er mikið að gerast og staða mála óljóst. Það er einnig mikið af rangfærslum þarna úti. Athugið með heimildir.

Veðurstofan staðfestir að kvikan sé farin að stíga upp til yfirborðs

Veðurstofan er búinn að staðfesta að hún sé farin að sjá á mælum hjá sér að kvika sé farin að rísa upp til yfirborðs á því svæði við Sundahnjúka. Þetta virðist ekki vera tengt kvikuinnskotinu sem er núna að eiga sér stað við Svartsengi (eldstöðin Reykjanes) og kvikuinnskotið þar. Það er einnig óljóst hversu mikil kvika er þarna á ferðinni og hvaða eldstöð er að fara af stað þegar þessi grein er skrifuð. Það er einnig ekkert sem tengir þessa virkni við eldstöðina Fagradalsfjall. Það mun taka smá tíma að fá svör við þessum spurningum þegar eldgos er hafið.

Það eru smá breytingar á jarðskjálftavirkni og tengist það því þegar kvikan fer í gegnum mýkri jarðlög og þá dregur úr jarðskjálftavirkni. Þetta gerist vegna þess að kvikan fer í gegnum mismunandi jarðlög sem eru öll jafn hörð upp á yfirborðið. Mýkri jarðlög eru ástæða þess að það dregur úr jarðskjálftum tímabundið. Þegar kvikan fer í gegnum harðari jarðlög, þá koma stórir jarðskjálftar fram. Það er að mestu ekki hægt að segja til um það hvernig jarðlög kvikan er að fara í gengum á leið sinni upp til yfirborðs. Þetta hinsvegar sést á jarðskjálftavirkninni.

Ég set inn nýrri upplýsingar eftir því sem ég get.