Jarðskjálfti í Bárðarbungu (líklegasta staðsetning)

Í gær (25.02.2017) varð jarðskjálfti í Bárðarbungu. Af óþekktum ástæðum, þá er Veðurstofa Íslands ekki búinn að staðsetja þennan jarðskjálfta nákvæmlega eða koma með nákvæma stærð þessa jarðskjálfta. Ég áætla út frá útslagi þessa jarðskjálfta á mínum jarðskjálftamælum að stærðina sé á bilinu 3,2 til 3,8. Staðsetningin er einhverstaðar í Bárðarbungu mjög líklega, þar sem ég er bara með tvo jarðskjálftamæla á Íslandi, þá get ég ekki fundið sjálfur út nákvæma staðsetningu á þessum jarðskjálfta. Til þess að fá nákvæma staðsetningu, þá þarf ég að vera með meira en þrjá jarðskjálftamæla.


Jarðskjálftinn eins og hann kemur fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.


Jarðskjálftinn eins og hann kemur fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Ég mun uppfæra þessa grein þegar nákvæm staðsetning og stærð þessa jarðskjálfta verður ljós hjá Veðurstofu Íslands.

Uppfærsla

Vikulegt jarðskjálftaeftirlit Veðurstofunnar hefur stærð þessa jarðskjálfta sem Mw2,58 og ML3,03.

227 20170225 143125.453 64.64607 -17.35535 0.065 2.58 3.03

Grein uppfærð þann 27.02.2017 klukkan 20:59.

Kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Í gær (30.01.2017) var nákvæmlega ein vika síðan jarðskjálftahrina (greinin er hérna) varð í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftavirkni er virkni sem er að stöðugt að endurtaka sig en það virðist hafa orðið smá breyting á virkninni undanfarið. Það virðist sem að þeir jarðskjálftar sem eru að eiga sér stað séu að vaxa í stærð en fjöldi þeirra jarðskjálfta sem verður hefur ekki aukist mikið frá því sem hefur verið. Jarðskjálftar með stærðina 4,3 færa öskjubotninn í Bárðarbungu upp um örfáa millimetra í hvert skipti og þessir millimetrar eru farnir að safnast saman. Ég veit ekki hver breytingin er vegna skorts á GPS gögnum.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í síðustu jarðskjálftahrinu urðu eftirtaldir jarðskjálftar (í þeirri röð sem þeir urðu), jarðskjálfti með stærðina 4,3, jarðskjálfti með stærðina 4,1 og jarðskjálfti með stærðina 3,4. Dýpi þessara jarðskjálfta var annað en venjulega, dýpið var frá 9,4 til 8,3 km. Það er mjög erfitt að átta sig á því hvað er að gerast á þessu dýpi. Það er hugsanlegt að kvika sé að brjóta sér leið upp í jarðskorpuna og búa sér þannig til nýja leið, það er einnig möguleiki á því að kvikan sé einfaldlega að ýta upp öskjunni hægt og rólega. Jarðskjálftavirkni verður þegar kvika kemur inn í Bárðarbungukerfið á miklu dýpi. Þessi virkni mun halda áfram í mjög langan tíma, hugsanlega þangað til að næsta eldgos verður í Bárðarbungu.

Jarðskjálfti með stærðina 3,9 í Bárðarbungu

Í dag (23.01.2017) varð jarðskjálfti með stærðina 3,9 í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálfti er stærsti jarðskjálftinn í Bárðarbungu í nokkrar vikur núna.


Jarðskjálftinn í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er vegna þess að eldstöðin er að þenjast út eftir eldgosið í Holuhrauni árið 2014 – 2015.

Vikuleg jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Þann 19-Janúar-2017 varð svo til vikuleg jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Jarðskjálftinn þessa vikuna var með stærðina 3,5.


Jarðskjálftinn í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna ekki með frekari jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu umfram það sem á sér stað venjulega núna.

Innflæði kviku veldur jarðskjálftum í Bárðarbungu

Á Föstudeginum 6, Janúar 2017 varð jarðskjálfti með stærðina 1,6 en þessi jarðskjálfti varð á 25 km dýpi í Bárðarbungu. Jarðskjálftar á þessu dýpi verða vegna kvikuhreyfinga en ekki vegna flekahreyfinga á jarðskorpuflekanum samkvæmt jarðfræðingum. Jarðskjálftar eru einnig mjög sjaldgæfir á þessu dýpi á Íslandi. Í dag, þann 8, Janúar 2017 varð síðan jarðskjálfti á 7,3 km dýpi með stærðina 3,5 í Bárðarbungu.


Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þenslan í Bárðarbungu virðist vera orðin talsvert mikil samkvæmt því sem mælingar gefa til kynna, það virðist einnig sem svo að þenslan sé hraðari en ég gerði (persónulega) ráð fyrir. Það er ekki hægt að segja til um það hvar eða hvenær næsta eldgos verður í Bárðarbungu. Eldgosartímabil í Bárðarbungu vara í rúmlega 10 til 20 ár miðað við það sem söguleg gögn sýna fram á. Það er er einnig rekhrina á þessu svæði sem gerir stöðu mála mun flóknari en venjulega og gerir nú þegar mjög flókna stöðu ennþá flóknari. Það er einnig þannig að eldgos geta átt sér stað í Bárðarbungu kerfinu fyrir utan megineldstöðina, þá helst í Hamrinum (Loki-fögrufjöll), síðasta eldgos varð í Hamrinum í Júlí 2011 og varði í 8 – 12 tíma og olli jökulflóði en það náði ekki uppúr jöklinum.

Í gögnum Global Volcanism Program (tengill ofar í greininni) er að hægt að sjá þetta munstur um eldgosahrinur sem vara í 10 til 20 ár mjög vel (eins vel og söguleg gögn leyfa). Gott dæmi um þetta er hrina eldgosa sem átti sér stað í seinni hluta 19 aldar og náði til upphafs 20 aldar.

Árið 1862 Júní 30 – 1864 Október 15 (skekkja er +-45 dagar). Það svæði sem gaus þá var Tröllagígar.
Árið 1872 – Dagsetning ekki þekkt og svæði sem gaus á ekki almennilega þekkt. Hugsanlega Dyngjuháls.
Árið 1902 Desember – 1903 Júní. Það er ekki þekkt hvar gaus, hugsanlega Dyngjuháls.
Árið 1910 Júní – 1910 Október. Svæði sem gaus á var Loki-Fögrufjöll, einnig þekkt sem Hamarinn.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Þann 4 og 6 Janúar 2017 urðu jarðskjálftar í Bárðarbungu. Jarðskjálftinn sem varð 4. Janúar 2017 var með stærðina 3,3 (að mig minnir) en jarðskjálftinn sem varð þann 6. Janúar var með stærðina 3,5. Báðir jarðskjálftar voru á öskjujaðrinum í Bárðarbungu. Ástæðan fyrir þessari jarðskjálftavirkni er sú að Bárðarbunga heldur áfram að þenjast út vegna innstreymis kviku inn í eldstöðina, þetta innstreymi virðist vera mjög mikið og mun meira en ég bjóst við. Þar sem innstreymi kviku kemur í púlsum sem eru misstórir þá verða jarðskjálftahrinunar misstórar og vara mislengi.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi gerð af jarðskjálftavirkni er orðin mjög regluleg í Bárðarbungu. Ég reikna ekki með að það breytist neitt á næstunni. Það sem ég reikna með að gerist er að það haldi áfram að draga úr jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu en jarðskjálftar haldi áfram að gerst en lengra verði á milli jarðskjálfta og þeir verði stærri í kjölfarið.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Árið 2016 var Bárðarbunga upptekin við að þenjast út og undirbúa næsta eldgos.

Þann 31-Desember-2016 varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu, stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina 3,6 og 3,3 en aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð. 2-Janúar-2017 komu fram jarðskjálftar á ný í Bárðarbungu og sá stærsti var með stærðina 2,8 en aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina heldur Bárðarbunga áfram að þenjast út á því sem virðist vera frekar mikill hraði. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær næsta eldgos verður. Það eru einnig flóknari atburðir að eiga sér stað í Bárðarbungu sem mun erfiðara er að segja til um hvernig þróast á næstunni og vonlast er að segja til um hvernig munu haga sér.

Jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Í morgun (20-Desember-2016) varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Fyrsti hluti þessa jarðskjálftahrinu varð klukkan 03:31 og varði til klukkan 03:35 þegar smá hlé varð, síðan komu fram tveir jarðskjálftar klukkan 09:35 þá með tveim jarðskjálftum með stærðina 3,0 og 3,1.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Mánudaginn 19-Desemer-2016 urðu nokkrir djúpir jarðskjálftar í Bárðarbungu. Það bendir til þess að kvika hafi komið inn í eldstöðina af miklu dýpi (úr möttlinum af ~100 til 200 km dýpi). Þetta hefur gerst áður og það má reikna með að þetta muni gerast aftur.

Kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Aðfaranótt 12-Desember-2016 varð kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Jarðskjálftar verða núna í Bárðarbungu vegna þess að eldstöðin er að þenjast út eftir eldgosið sem átti sér stað frá Ágúst-2014 til Febrúar-2015. Eins og undanfarnar vikur, þá er mesta jarðskjálftavirknin í norð-austur hluta Bárðarbungu. Ég veit ekki afhverju það er raunin eins og stendur.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Grænu stjörnurnar sýna hvar jarðskjálftar með stærðina yfir 3,0 áttu sér stað. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina varð í rúmlega einn klukkutíma. Hægari og minni jarðskjálftahrina hefur átt sér stað í Bárðarbunugu undanfarna 10 daga. Ég kalla slíka virkni „hæga jarðskjálftahrinu“ (þetta er hinsvegar ekki vísindalegt heiti, bara mín skoðun), þessa gerð af jarðskjálftahrinum er mun erfiðara að sjá heldur en hefðbundna jarðskjálftahrinur (ég hef ekki séð þetta nefnt í neinum jarðskjálftavísindagreinum ennþá og því er þetta bara mín skoðun). Stærstu jarðskjálftarnir í þessari hrinu voru með stærðina 3,9 (04:10), 3,8 (04:24), 4,2 (04:29). Aðrir jarðskjálftar sem urðu í þessari hrinu voru minni.

Þessi jarðskjálftavirkni verður vegna þessa að kvika er að flæða inn í kvikuhólf Bárðarbungu á miklu dýpi (~10 km) og er að þenja út eldstöðina eftir að hún féll saman í eldgosinu sem hófst í Ágúst-2014 og lauk í Febrúar-2015. Sú þensla sem á sér núna stað er sneggri en nokkurn grunaði þegar hún hófst í September-2015, þar sem reiknað hafði verið með því að Bárðarbunga yrði rólegri í mjög langan tíma eftir svona stórt eldgos.

Það er ekki hægt að segja til um það hvenær næsta eldgos verður í Bárðarbungu eða hvar það verður. Djúpir jarðskjálftar hafa átt sér stað undir Trölladyngju undanfarna mánuði og bendir það til kvikuhreyfinga á miklu dýpi. Síðustu tvö eldgos í Trölladyngju urðu árið 5000 BCE og síðan árið 7100 BCE. Það þýðir að þarna getur gosið aftur en eldstöðin er staðsett innan sprungusvæðis Bárðarbungu. Það er einnig möguleikar á því að eldgos muni eiga sér stað annarstaðar innan sprungusvæðis Bárðarbungu, þessa stundina er búist við því að slík eldgos yrðu einhverstaðar í norð-austur hluta sprungusvæðisins, í átt að Holuhrauni eða í þá átt. Það er nauðsynlegt að muna það að ef kvikan kemst ekki til hliðar þá aukast líkunar á því að kvikan muni leita beint upp og þá meðfram sprunginni í öskju Bárðarbungu. Eitthvað af kviku hefur nú þegar gert það, miðað við nýja jarðhitavirkni í öskjubarminum í Bárðarbungu, kvika nær ekki að valda nýjum jarðhita nema hún sé komin á innan við eins kílómetra dýpi. Þessi kvika virðist ekki hafa náð að gjósa í eldgosinu frá Ágúst-2014 til Febrúar-2015 (hefur ekki verið staðfest hingað til).

Yfirlit yfir jarðskjálftavirkina á Íslandi síðustu daga

Það hefur verið lítil jarðskjálftavirkni á Íslandi síðustu daga. Yfir heildina hefur mjög lítið verið að gerast og rólegt á öllum helstu stöðunum þar sem yfirleitt er frekar mikil jarðskjálftavirkni. Mesta jarðskjálftavirknin sem á sér stað þessa stundina er rúmlega 340 kílómetra norður af Kolbeinsey.


Grænu stjörnurnar sýna staðsetningu jarðskjálftanna norður af Kolbeinsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina 3,3.

Bárðarbunga

Þessa dagana er mjög rólegt í Bárðarbungu og ekki mikið að gerast. Sú jarðskjálftavirkni sem hefur átt sér stað hefur sýnt hring misgengið í eldstöðinni, þessir jarðskjálftar benda til þess að eldstöðin sé farin að þenjast út og misgengið sé farið að rísa á ný (nokkra mm á mánuði).


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Djúpir jarðskjálftar halda áfram í Trölladyngju. Það er mín skoðun að næsta eldgos verði í Trölladyngju miðað við þessa jarðskjálftavirkni. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær slíkt eldgos yrði.

Katla

Lítil jarðskjálftavirkni hefur verið í Kötlu undanfarið. Það er hefðbundið að jarðskjálftavirkni minnki í Kötlu á þessum tíma árs. Ég reikna með að rólegheitin haldi áfram í nokkrar vikur í viðbót.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Hekla

Tveir jarðskjálftar komu fram í Heklu þann 8-Desember-2016. Engin frekari virkni kom fram í Heklu eftir það.

Reykjaneshryggur

Lítil jarðskjálftahrina átti sér stað á Reykjaneshrygg þann 8-Desember-2016. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 2,9.


Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Frekari jarðskjálftavirkni varð ekki í kringum Íslandi þessa síðustu daga. Fyrir utan einstaka jarðskjálfta sem urðu hér og þar eins og gerst stundum. Vegna hugbúnaðarvandamála hjá mér á þjóni sem ég er með og á borðvélinni minni þá gat ég ekki skrifað uppfærslur í nokkra daga um þá virkni sem átti sér stað.