Yfirlit yfir jarðskjálftavirkina á Íslandi síðustu daga

Það hefur verið lítil jarðskjálftavirkni á Íslandi síðustu daga. Yfir heildina hefur mjög lítið verið að gerast og rólegt á öllum helstu stöðunum þar sem yfirleitt er frekar mikil jarðskjálftavirkni. Mesta jarðskjálftavirknin sem á sér stað þessa stundina er rúmlega 340 kílómetra norður af Kolbeinsey.


Grænu stjörnurnar sýna staðsetningu jarðskjálftanna norður af Kolbeinsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina 3,3.

Bárðarbunga

Þessa dagana er mjög rólegt í Bárðarbungu og ekki mikið að gerast. Sú jarðskjálftavirkni sem hefur átt sér stað hefur sýnt hring misgengið í eldstöðinni, þessir jarðskjálftar benda til þess að eldstöðin sé farin að þenjast út og misgengið sé farið að rísa á ný (nokkra mm á mánuði).


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Djúpir jarðskjálftar halda áfram í Trölladyngju. Það er mín skoðun að næsta eldgos verði í Trölladyngju miðað við þessa jarðskjálftavirkni. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær slíkt eldgos yrði.

Katla

Lítil jarðskjálftavirkni hefur verið í Kötlu undanfarið. Það er hefðbundið að jarðskjálftavirkni minnki í Kötlu á þessum tíma árs. Ég reikna með að rólegheitin haldi áfram í nokkrar vikur í viðbót.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Hekla

Tveir jarðskjálftar komu fram í Heklu þann 8-Desember-2016. Engin frekari virkni kom fram í Heklu eftir það.

Reykjaneshryggur

Lítil jarðskjálftahrina átti sér stað á Reykjaneshrygg þann 8-Desember-2016. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 2,9.


Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Frekari jarðskjálftavirkni varð ekki í kringum Íslandi þessa síðustu daga. Fyrir utan einstaka jarðskjálfta sem urðu hér og þar eins og gerst stundum. Vegna hugbúnaðarvandamála hjá mér á þjóni sem ég er með og á borðvélinni minni þá gat ég ekki skrifað uppfærslur í nokkra daga um þá virkni sem átti sér stað.

Djúpir jarðskjálftar í Bárðarbungu

Síðustu klukkutíma hafa verið djúpir jarðskjálftar í Bárðarbungu, dýpi þessara jarðskjálfta hefur verið frá 19 km til 11 km. Útbreiðsla þessara jarðskjálfta bendir til þess að um sé að ræða kvikuinnskot sem er aðeins fyrir utan aðal-eldstöðina rétt sunnan við öskju Bárðarbungu.

161129_1950
Djúpu jarðskjálftarnir í Bárðarbungu eru fyrir sunnan öskjuna (bláir/gulir blettir á kortinu). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessir djúpu jarðskjálftar benda til þess að kvika sé að streyma inn í eldstöðina á miklu dýpi á síðustu dögum. Aðrar vísbendingar um að þetta hafi verið að gerast hafa komið fram í aukinni jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu undanfarna vikur. Ný kvikuinnskot geta myndast án nokkurs fyrirvara og úr þeim getur gosið, þó er ekki víst að slík eldgos séu mjög langvinn og sum eldgosin gætu jafnvel ekki varað daginn.

Ný hrina af jarðskjálftum í Bárðarbungu

Í nótt þann 26-Nóvember-2016 varð ný hrina af jarðskjálftum í Bárðarbungu. Stærsti jarðskjálftinn sem mældist var með stærðina 3,8.

161126_1215
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu, græna stjarnan er jarðskjálftinn með stærðina 3,8. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þann 22-Nóvember-2016 varð jarðskjálfti með stærðina 3,6 í suðu-vesturhluta Bárðarbungu. Nærri þeim stað þar sem kvikugangurinn opnaðist í Ágúst-2014.

161122_1735
Jarðskjálftinn í Bárðarbungu sem var með stærðina Mw3,6 þann 22-Nóvember-2016. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Svona jarðskjálftavirkni er orðin mjög algeng í Bárðarbungu og vegna þess skrifa ég ekki alltaf um þá jarðskjálfta sem verða, þar sem ef ég gerði það. Þá yrðu ekkert nema greinar um Bárðarbungu á þessari vefsíðu.

Kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Snemma morguns þann 19-Nóvember-2016 varð kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftahrina er sú sterkasta í Bárðarbungu núna í lengri tíma og var stærsti jarðskjálftinn með stærðina 4,0 en sá næst stærsti með stærðina 3,5 en allir aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð.

161119_1635
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að þrýstingur vegna kviku sé að aukast hratt innan í Bárðarbungu þessa dagana. Ég hef ekki neinar upplýsingar um það hversu mikið Bárðarbunga hefur þanist út síðan í September-2015 þegar þessi jarðskjálftavirkni hófst, en það hlýtur að vera talsvert þar sem færslan í hverjum jarðskjálfta er einhver (ég veit ekki hvað færslan er mikil í hvert skipti, ég fann ekki þau gögn), Síðasta árið hefur verið mjög mikil jarðskjálftavirkni í öskju Bárðarbungu og því ljóst að eldstöðin hefur þanist talsvert út undanfarið ár. Það er ekki ljóst hvort að þessi þensla mun leiða til eldgoss fljótlega eða eftir mjög langan tíma. Það eina sem er vitað fyrir vissu er að kvika er að flæða inn í eldstöðina í grunnstæð kvikuhólf af miklu dýpi.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Í gær (18-Nóvember-2016) varð lítil jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Hérna er um að ræða jarðskjálftavirkni sem hófst í September-2015 og er því búin að vara í eitt ár auk nokkura vikna. Hægst hefur á þessari virkni undanfarnar vikur ekki veit ég afhverju það er raunin. Ástæðan fyrir þessari jarðskjálftavirkni er sú að kvika er að flæða inn í eldstöðina af miklu dýpi og inn í grunnstæð kvikuhólf.

161118_2355
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessar jarðskjálftavirkni var með stærðina 3,0 en aðrir jarðskjálftar sem urðu voru smærri að stærð. Þessi jarðskjálftavirkni virðist vera að mestu leiti lokið í augnablikinu en ekki er hægt að segja til um það hvort að þessi jarðskjálftavirkni mun taka sig upp aftur, þar sem virkni sem er tengd innflæði kviku er þannig að ekki er hægt að spá fyrir um það hvað gerist næst.

Jarðskjálfti með stærðina 3,5 átti sér stað í Bárðarbungu

Í gær (11-Nóvember-2016) varð jarðskjálfti með stærðina 3,5 í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálfti eins og þeir jarðskjálftar sem hafa átt sér stað undanfarna mánuði verða vegna þess að eldstöðin er að þenjast út vegna innflæðis nýrrar kviku. Það ferli hófst í September-2015 og er ennþá í gangi og mun verða í gangi til lengri tíma. Síðasta jarðskjálftavirkni sem varð til vegna þenslu í Bárðarbungu hófst árið 1973 og varði til ársins 1996 (vísindagrein um það ferli má lesa hérna á ensku). Eftir árið 1996 var lítil virkni í Bárðarbungu fram að árunum í kringum árið 2010 og þangað til að það fór að gjósa árið 2014.

161105_1335
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þenslan í Bárðarbungu mun leiða til eldgoss einn daginn en það er ekki hægt að spá fyrir um það hvenær slíkt mun gerast.

Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu (Vika 43)

Þann 27-Október-2016 klukkan 02:08 og 02:09 urðu tveir jarðskjálftar í Bárðarbungu. Stærðir þessara jarðskjálfta voru 3,5 og 3,3. Yfir daginn urðu nokkrir minni jarðskjálftar á svipuðum slóðum (nærri norð-austur hluta öskjunnar).

161027_1610
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ástæða þessara jarðskjálfta er sú að kvika er núna að flæða inn í Bárðarbungu djúpt innan úr möttlinum. Það ferli hófst í September-2015 og mun halda áfram þangað til að eldgos verður í Bárðarbungu (eða í nágrenni við Bárðarbungu).

Jarðskjálftinn á Ítalíu

Þar sem ég er búsettur í Danmörku þá mældi ég jarðskjálftann á Ítalíu mjög vel. Ég mældi bæði 5,5 jarðskjálftann og 6,1 jarðskjálftann. Ástæða þess að ég get mælt jarðskjáfltana er sú að ég er eingöngu staðsettur ~1500 km frá Ítalíu.

161026-191800-bovz-psn
Jarðskjálftinn með stærðina 6,1 á Ítalíu. Þessi mynd er undir Creative Commons Leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Jarðskjálftarhrina í Bárðarbungu

Í dag (15-Október-2016) varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Stærstu jarðskjálftarnir höfðu stærðina 3,5. Í gær (14-Október-2016) varð jarðskjálfti með stærðina 3,3 í Bárðarbungu.

161015_1245
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Aðrir jarðskjálftar sem urðu í þessari hrinu voru smærri. Þessi jarðskjálftahrina er áhugaverð fyrir það að hún virðist hafa komið af stað jarðskjálftum í nálægum eldstöðvum. Ég er ekki alveg viss afhverju þetta er að gerast. Það sem hefur hinsvegar verið staðfest er að Bárðarbunga er að þenjast út samkvæmt GPS mælingum og er núna að ýta upp jarðskorpunni sem féll niður í eldgosinu 2014 – 2015, sú hreyfing er að valda jarðskjálftum í Bárðarbungu núna.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu (Vika 40)

Í dag (5-Október-2016) varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Stærstu jarðskjálftarnir í þessari hrinu voru með stærðina 3,8 og 3,0. Aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð.

161005_1615
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ástæða þessar þenslu er innflæði kviku inná grunnt kvikuhófl í Bárðarbungu (~10 km dýpi) frá kvikuhólfi sem er á meira dýpi (20+ km dýpi). Þetta innflæði er að ýta jarðskorpunni sem seig í eldgosinu 2014 – 2015 upp aftur í fyrri stöðu. Þessi þensla mun halda áfram í marga mánuði til viðbótar og hættir kannski ekki fyrr en við næsta eldgos í Bárðarbungu. Þessi þensla hófst í Bárðarbungu í September-2015.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Í dag (18-September-2016) urðu tveir jarðskjálftar í Bárðarbungu sem voru stærri en þrír að stærð. Fyrri jarðskjálftinn var með stærðina 3,8 og sá seinni var með stærðina 3,7. Einnig komu fram minni jarðskjálftar.

160918_2250
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur verið jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu undanfarna mánuði og ég reikna fastlega með því að svona virkni mundi halda áfram að koma fram og verði þar lítil breyting á. Svona jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu á sér núna stað einu sinni til tvisvar í viku.