Árið 2016 var Bárðarbunga upptekin við að þenjast út og undirbúa næsta eldgos.
Þann 31-Desember-2016 varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu, stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina 3,6 og 3,3 en aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð. 2-Janúar-2017 komu fram jarðskjálftar á ný í Bárðarbungu og sá stærsti var með stærðina 2,8 en aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þessa stundina heldur Bárðarbunga áfram að þenjast út á því sem virðist vera frekar mikill hraði. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær næsta eldgos verður. Það eru einnig flóknari atburðir að eiga sér stað í Bárðarbungu sem mun erfiðara er að segja til um hvernig þróast á næstunni og vonlast er að segja til um hvernig munu haga sér.
Ég er nokkuð ákveðinn, það má segja að minsta kosti 3 Stórgos verða í Janúar.