Jarðskjálfti með stærðina 4,2 í Bárðarbungu

Í dag (14-September-2018) klukkan 10:40 varð jarðskjálfti með stærðina 4,2 í Bárðarbungu. Annar stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 2,9. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram í þessari jarðskjálftahrinu voru minni að stærð.


Græna stjarnan sýnir staðsetningu jarðskjálftans með stærðina 4,2. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er hefðbundin fyrir Bárðarbungu þar sem eldstöðin heldur áfram að þenjast út eftir eldgosið 2014 – 2015. Þessa stundina virðist sem að fjöldi jarðskjálfta af þessari stærð sé í kringum einn jarðskjálfti á mánuði. Það virðist sem að fjöldi þeirra jarðskjálfta sem er að eiga sér stað haldi ennþá að minnka og verður líklega fljótlega eingöngu einn til tveir jarðskjálftar á ári af þessari stærð.

Jarðskjálfti í Bárðarbungu

Í dag (16-Ágúst-2018) varð jarðskjálfti með stærðina 3,5 í Bárðarbungu. Þetta var bara einn jarðskjálfti og engir eftirskjálftar hafa komið fram.


Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er möguleiki á því að þetta sé öll jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu næstu klukkutíma og jafnvel daga.

Lítil jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Í dag (1-Ágúst-2018) varð jarðskjálfti með stærðina 3,7 í Bárðarbungu klukkan 07:08 í morgun. Annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,9 en aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ástæðan fyrir þessari jarðskjálftavirkni er kvika. Það var sagt frá því í kvöldfréttum að háhitasvæðin í Bárðarbungu eru ennþá mjög virk og aflmikil. Þessi hverasvæði eru á brún öskju Bárðarbungu og sést gufa stíga upp þar sem jarðhitavirknin hefur náð að bræða sig upp í gegnum jökulinn.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Í dag (20-Júlí-2018) klukkan 06:28 varð jarðskjálfti með stærðina 3,4 í Bárðarbungu í suð-austur hluta öskjunnar. Það komu fram nokkrir litlir jarðskjálftar í kjölfarið yfir daginn. Jarðskjálftavirkni er algeng í Bárðarbungu núna en það hefur dregið úr jarðskjálftavirkninni undanfarna mánuði (3 til 6 mánaða fresti). Á móti þegar það verða jarðskjálftar þá eru þeir stærri.


Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Græna stjarnan er jarðskjálftinn með stærðina 3,4. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ennþá hætta á stórum jarðskjálfta frá Bárðarbungu á næstu klukkutímum til 48 klukkustundum. Ef ekkert gerist eftir 48 klukkustundir þá er ólíklegt að að komi fram stór jarðskjálfti á næstunni. Stærðin sem hægt er að reikna með er yfir 4,0.

Tveir sterkir jarðskjálftar í Bárðarbungu

Í dag (17-Maí-2018) klukkan 15:56 varð jarðskjálfti með stærðina 3,7 í Bárðarbungu. Nokkrum mínútum síðan klukkan 16:00 varð jarðskjálfti með stærðina 4,0. Jarðskjálfti með stærðina 1,9 varð klukkan 16:01 en síðan þá hefur ekki orðið frekari jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu (grænar stjörnur). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Staðsetning þessar jarðskjálftahrinu er á hefðbundum stað í Bárðarbungu þar sem hafa komið fram jarðskjálftahrinu undanfarna mánuði. Þessa stundina er mjög slæmt veður á þessu svæði en ekkert bendir til þess að þarna sé eldgos að fara að hefjast. Ástæðan fyrir þessari jarðskjálftavirkni er útþensla Bárðarbungu eftir eldgosið 2014-Ágúst til Febrúar-2015.

Kröftug jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Í dag (29-Apríl-2018) klukkan 16:13 í Bárðarbungu. Jarðskjálfti með stærðina 2,8 varð klukkan 05:01 síðustu nótt.


Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er venjuleg fyrir Bárðarbungu um þessar mundir. Jarðskjálftavirknin á uppruna sinn í því að Bárðarbunga er að þenjast út eftir eldgosið 2014-Ágúst til 2015-Febrúar. Um þessar mundir verður jarðskjálfti með stærðina 3,0 eða stærri á 2 til 4 mánaða fresti. Svona jarðskjálftavirkni var vikuleg frá árinu 2015 til ársins 2016. Í dag eru færri jarðskjálftar en þeir jarðskjálftar sem koma eru oft stærri í staðinn.

Jarðskjálfti með stærðina 4,3 í Bárðarbungu

Í gær (21-Mars-2018) klukkan 22:56 varð jarðskjálfti með stærðina 4,3 í Bárðarbungu. Jarðskjálftinn varð á hefðbundnum stað innan í öskju Bárðarbungu. Á svæði þar sem er mikil jarðhitavirkni til staðar núna og er þessi jarðhitavirkni það mikil að hún hefur náð að bræða jökulinn ofan af sér.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það virðist að það sé talsverð jarðskjálftavirkni í gangi á þessu svæði samkvæmt nálægum SIL stöðvum. Þessi jarðskjálftavirkni kemur þó ekki fram á kortinu vegna þess að þessi jarðskjálftavirkni kemur bara fram á einni SIL stöð.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og suð-austur af Bárðarbungu

Í gær (07-Mars-2018) var jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Jarðskjálftavirknin var á tveim svæðum. Í sjálfri Bárðarbungu og síðan suð-austan við Bárðarbungu.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin í sjálfri Bárðarbungu er eðlileg og tengist þenslu eldstöðvarinnar þar sem kvika er þessa stundina að streyma inn í kvikuhólf Bárðarbungu. Jarðskjálftavirknin á sér stað þegar kvikan þrýstir jarðskorpunni upp þegar kvikan flæðir inn í kvikuhólfið af miklu dýpi. Jarðskjálftahrinan suð-austur af Bárðarbungu er áhugaverðari. Þar er kvikuinnskot á ferðinni og það hefur verið virkt á þessu svæði í nokkur ár. Jarðskjálftavirkni í þessu kvikuinnskoti er ennþá á dýpinu 15 til 23 km en aukin jarðskjálftavirkni þýðir að hugsanlega sé aukin hætta á eldgosi á þessu svæði ef jarðskjálftavirknin minnkar ekki. Aukin kvikuvirkni í Bárðarbungu virðist hafa ýtt undir jarðskjálftavirkni í þessu kvikuinnskoti síðustu mánuði.

Það er mikil hætta á sterkum jarðskjálfta í Bárðarbungu á næstu dögum eða vikum.

Það var einnig áhugaverður atburður þegar jarðskjálftavirknin gekk yfir í Bárðarbungu. Það virðist sem að óróahviða hafi komið fram á miðbandinu (1-2Hz) þegar jarðskjálftahrinan átti sér stað. Þetta er mjög óvenjulegt. Hvað þetta þýðir er ekki augljóst á þessari stundu.


Óróahviðan sést nærri endanum (rauða, græna, bláa) á þessari mynd. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Kröftug jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Í gær (30-Janúar-2018) varð kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Í þessari jarðskjálftahrinu varð einnig stærsti jarðskjálftinn í Bárðarbungu síðan 27-Október-2017. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw4,9 (klukkan 19:24), tveir jarðskjálftar urðu á undan þeim jarðskjálfta og voru með stærðina 3,7 (klukkan 17:49) og síðan kom jarðskjálfti með stærðina 3,8 (klukkan 18:00).


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu (grænar stjörnur). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið en síðasti jarðskjálfti varð klukkan 21:29. Það hefur ekki orðið nein breyting á óróa í kringum Bárðarbungu í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni. Það virðist sem að norður-austur hluti Bárðarbungu sé að verða stöðugt óstöðugri með hverri jarðskjálftahrinunni sem verður á þessu svæði. Stærðir jarðskjálftanna sem verða eru einnig að vaxa en á sama er lengra á milli þessara jarðskjálftahrina. Tími milli jarðskjálftahrina getur núna farið upp í nokkrar vikur. Eftir að þessi jarðskjálftavirkni hófst í September-2015 þá voru svona jarðskjálftahrinu vikulegur atburður.

Kvikuinnskot suð-austur af Bárðarbungu

Í gær (21-Janúar-2018) kom fram kvikuinnskot suð-austur af Bárðarbungu. Þetta kvikuinnskot kom fram á svæði sem er aðeins utan við megineldstöðina og líklega utan við sjálft Bárðarbungu kerfið eins og það er sett fram á kortum í dag.


Kvikuinnskotið suð-austur af Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn sem kom fram var eingöngu með stærðina 1,2 en minnsta dýpi sem kom fram á 13,9 km og stærðin á þeim jarðskjálfta var eingöngu 0,8. Það er mitt mat að hættan á eldgosi á þessu svæði er að aukast eftir því sem þessi kvikuinnskotavirki heldur áfram. Það er ekki hægt að setja til um það hvenær eldgos verður á þessu svæði. Þetta svæði hefur verið virkt í talsverðan tíma núna og þarna verða regluleg kvikuinnskot.