Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og Öræfajökli

Ég sameina þetta í eina grein til þess að spara tíma þar sem ég þarf að mæta í vinnu klukkan 07:00 (þangað til 23-Október-2018).

Öræfajökull

Síðan í gær (01-Október-2018) hefur verið jarðskjálftahrina í Öræfajökli. Það hefur orðið um annar tugur lítilla jarðskjálfta í þessari hrinu og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,1 og fannst á nálægum sveitabæjum. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi.

Bárðarbunga

Jarðskjálftar með stærðina 3,0 og 3,6 urðu í Bárðarbungu í dag. Minni jarðskjálftinn varð snemma í morgun en sá seinni varð klukkan 13:08. Það hefur ekki komið fram nein jarðskjálftahrina í kjölfarið í kjölfarið á þessum jarðskjálftum. Þetta er núna hefðbundin virkni í Bárðarbungu síðan eldgosinu 2014 – 2015 í Holuhrauni.


Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.