Aukin jarðskjálftavirkni í eldstöðvunum Reykjanes og Krýsuvík

Síðan 15-Október-2020 hefur jarðskjálftavirkni verið að aukast í eldstöðvunum Reykjanes og Krýsuvík. Á sama tíma og jarðskjálftavirkni hefur verið að aukast þá hafa komið fram breytingar á GPS mælingum á þessu sama svæði. Hægt er að sjá þær breytingar á vefsíðu Reykjanes CGPS. Þegar þessi grein er skrifuð eru allir þeir jarðskjálftar sem hafa komið fram verið mjög litlir að stærð. Það hefur einnig verið mjög rólegt á þessu svæði undanfarnar vikur sem er eðlilegt fyrir það eldstöðvasvæði sem þarna er.


Jarðskjálftavirkni í eldstöðvunum Reykjanes og Krýsuvík. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að segja til um það hvernig þetta mun þróast á næstu dögum. Þar sem það veltur á því hversu mikil kvika er á ferðinni og hvað sú kvika gerir. Það er einnig óljóst hvort að þetta er þenslu atburður eða hvort að svæðið sé farið að síga aftur. Það mun taka nokkra daga til að sjá í hvora áttina þetta mun þróast.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík þann Laugardaginn 12 September 2020

Laugardaginn 12 September 2020 varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík. Þessi jarðskjálftahrina var aðeins virk í nokkrar klukkustundir áður en hún stöðvaðist tímabundið.


Jarðskjálftahrinan í Krýsuvík. Mynd notuð með leyfi og höfundarréttur myndarinnar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stæðina Mw3,0 og fannst sá jarðskjálfti í Reykjavík.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík

Í gær (7-September-2020) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík snemma um morguninn. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,3 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw2,8. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Krýsuvík. Þessi mynd er notuð með leyfi og höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er hluti af þeirri þenslu sem á sér stað á þessu svæði vegna kvikuinnflæðis á 3 km til 8 km dýpi. Það hefur ekki ennþá komið eldgos þarna er mjög líklegt er að það muni gerast vegna allrar þessar jarðskjálftavirkni. Það er ekki hægt að spá fyrir um það hvenær slíkt eldgos yrði.

Áframhaldandi jarðskjálftahrina í Krýsuvík og Reykjanes eldstöðvunum

Í gær (29-Ágúst-2020) jókst jarðskjálftahrina sem hefur verið í gangi í eldstöðunum Krýsuvík og Reykjanes síðustu daga. Ég veit ekki almennilega hvaða eldstöðvarkerfi er um að ræða hérna eða hvort að mögulega sé um að ræða bæði eldstöðvarkerfin á þessu svæði og ef það er raunin þá flækir það málin umtalsvert.


Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga. Mynd notuð með leyfi og höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í gær var með stærðina Mw3,7 klukkan 19:06 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,4 klukkan 16:23. Það urðu einnig tveir jarðskjálftar með stærðina MW3,0. Stærstu jarðskjálftarnir fundust í Reykjavík og nágrenni. Þessi jarðskjálftavirkni er hluti af þeirri jarðskjálftavirkni sem hófst á þessu svæði í Janúar og hefur verið í gangi síðan þá. Þessi jarðskjálftavirkni hefur færst austur á síðustu vikum og það er ekki alveg augljóst afhverju það er. Það eru engin merki um að kvikan sé að færa sig upp á yfirborðið þegar þessi grein er skrifuð.

Yfir 6000 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga frá upphafi Janúar 2020

Nýjustu fréttir frá Veðurstofunni eru að það hafa mælst yfir 6000 jarðskjálftar á Reykjanesskaga síðan í upphafi Janúar 2020 í eldstöðinni Reykjanes. Þetta er mesti fjöldi jarðskjálfta sem hefur mælst þarna síðan jarðskjálftamælingar hófust á þessu svæði árið 1991. Þá hafa einnig mælst þrjú kvikuinnskot á þessu svæði samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands og það er mín skoðun að fjórða (og fimmta?) kvikuinnskotið er við Eldey úti á Reykjaneshrygg þó að ekki sé hægt að sanna neitt í slíku vegna skorts á GPS mælingum og því eru kvikuinnskot þar ekki eins greinanleg og á landi.


Jarðskjálftavirknin norðan við Grindavík. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðustu daga hafa komið fram jarðskjálftar með stærðina Mw3,0 og Mw3,1. Þessi jarðskjálftavirkni mun halda áfram á þessu svæði. Þensla á þessu svæði hefur náð 60mm til 70mm en þenslan er að eiga sér stað yfir stórt svæði og það er farið að opna gamlar sprungur og færa til gömlum misgengi sem þarna eru. Afleiðinganar verða jarðskjálftar vegna þeirra breytinga sem þenslan veldur á misgengjum á þessu svæði.

Fréttatilkynningar Veðurstofu Íslands

Rannsaka þarf núverandi virkni á Reykjanesskaganum heildstætt
Vísbendingar um nýtt kvikuinnskot á Reykjanesi

Styrkir

Þeir sem vilja styrkja mína vinnu hérna geta gert það með því að nota PayPal takkann á síðunni. Styrkir hjálpa mér að vinna við þetta og reka þessa vefsíðu. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík

Í gær (20-Mars 2020) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík. Stærsti jarðskjálftinn í hrinunni var með stærðina Mw3,0. Jarðskjálftahrinunni er lokið þegar þessi grein er skrifuð. Það er óljóst hvort að þessi jarðskjálftahrina var vegna spennu í jarðskorpunni eða vegna kvikuhreyfinga.


Jarðskjálftahrinan í Krýsuvík eldstöðinni. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hafa komið fram jarðskjálftahrinur á þessu svæði síðustu vikur eftir að þenslan og jarðskjálftavirknin hófst í eldstöðinni Reykjanes (Þorbjörn) en það er ekki vitað hvort að þessi virkni í Krýsuvík tengist virkninni í eldstöðinni Reykjanes.

Jarðskjálftahrina í Krýsuvík

Í nótt (24-Ágúst-2019) varð jarðskjálfti með stærðina 3,4 í Krýsuvík. Þessi jarðskjálfti fannst í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi. Það hófst lítil jarðskjálftahrina í kjölfarið á þessum jarðskjálfta.


Jarðskjálftavirknin í Krýsuvík. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið þegar þessi grein er skrifuð. Jarðskjálftahrinur eru mjög algengar á þessu svæði.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Krýsuvík

Síðastliðna nótt (26-Janúar-2019) varð lítil jarðskjálftahrina í Krýsuvík. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,0. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftahrinan í Krýsuvík. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið og hún var í gangi í aðeins minna en tvo klukkutíma.

Jarðskjálftahrina í Krýsuvík

Í dag (28-Október-2018) klukkan 10:52 hófst jarðskjálftahrina í Krýsuvík með jarðskjálfta að stærðinni 3,0 og síðan þá hefur verið lítil jarðskjálftahrina í gangi þar. Þetta er ekki jarðskjálftahrina sem er tengd eldstöðinni heldur er hérna um að ræða jarðskjálftahrinu sem tengist flekahreyfingum á þessu svæði.


Jarðskjálftahrina í Krýsuvík. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn fannst í Hafnarfirði og víðar á höfuðborgarsvæðinu. Á þessari stundu er ekki hægt að segja til um hvort að þessi jarðskjálftahrina sé búin eða hvort að eitthvað meira muni gerast á þessu svæði. Það er möguleiki á því að þarna muni koma fram fleiri jarðskjálftar án viðvörunar.

Jarðskjálftahrina í Krýsuvík á Reykjanesskaga

Í dag (31-Júlí-2018) hófst jarðskjálftahrina í Krýsuvík á Reykjanesskaga. Þessa stundina er jarðskjálftahrinan ennþá í gagni. Stærsti jarðskjálftinn hingað til er með stærðina 3,1 en allir aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið hingað til eru minni að stærð.


Jarðskjálftahrinan í Krýsuvík núna í kvöld. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina lítur út fyrir að vera jarðskjálftahrina sem tengist flekahreyfingum á þessu svæði og það er ekkert sem bendir til þess að kvika sé þarna á ferðinni. Það er ekki hægt að segja til um það hvernig þessi jarðskjálftahrina mun þróast eftir því sem tíminn líður.