Dregur hægt og rólega úr jarðskjálftavirkninni eftir Mw5,6 jarðskjálftann í gær (20-Október-2020)

Síðan jarðskjálftinn varð í gær (20-Október-2020) er farið að draga hægt og rólega úr jarðskjálftavirkninni á Reykjanesskaga í eldstöðvunum Reykjanes og Krýsuvík eftir Mw5,6 jarðskjálftann sem varð í gær. Þegar þessi grein er skrifuð þá hafa orðið 30 jarðskjálftar sem eru stærri en Mw3,0 á þessu svæði og hafa einhverjir af þessum jarðskjálftum fundist í byggð.


Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga í dag aðeins meira en sólarhring eftir Mw5,6 jarðskjálftann. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar þessi grein er skrifuð þá er tala mældra jarðskjálfta farin að nálgast 2000 jarðskjálfta. Það er hætta á stærri jarðskjálftum bæði vestan og austan við staðsetningu Mw5,6 jarðskjálftans sem varð í gær. Stærstu mögulegu jarðskjálftar á þessu svæði geta náð stærðinni Mw6,5 til Mw6,7 eftir því hvar þeir verða en sterkustu jarðskjálftarnir verða austan við jarðskjálftan sem varð í gær í eldstöðinni Brennisteinsfjöllum.

Samkvæmt fréttum þá er búið að tilkynna um fyrstu meiðslin vegna jarðskjálftans í gær einnig sem að útsýnispallur eyðilagðist í jarðskjálftanum í gær á svæði sem var mjög nálægt upptökum jarðskjálftans.

Rotaðist þegar jörðin kippt­ist und­an (mbl.is)

Ég mun setja inn uppfærslur eins hratt og mögulegt er ef eitthvað gerist. Þegar þessi grein er skrifuð þá eru ekki nein merki um það að eldgos sé að fara að hefjast eða að eldgos hafi átt sér stað á þessu svæði.