Tilkynnt um gaslykt nærri Grænavatni samkvæmt Veðurstofu Íslands eftir jarðskjálftann í gær (20-Október-2020)

Samkvæmt frétt frá Veðurstofu Íslands klukkan 22:20 þá hefur orðið vart við aukna gaslykt í nágrenni við Grænavatn eftir jarðskjálftann í gær (20-Október-2020). Þessi gaslykt bendir til þess að kvika sé hugsanlega á ferðinni í jarðskorpunni en það er erfitt að vera fullkomlega viss um það. Þetta væri mjög líklega í eldstöðinni Reykjanes.


Grænavatn. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Google Earth / Google.


Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga klukkan 00:00 þann 21-Október-2020. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar þessi grein er skrifuð hefur ekki orðið nein breyting á óróa á nálægum SIL stöðvum. Ef að kvika fer af stað þá er hugsanlegt að slíkt gerist án mikillar viðvörunar en það er erfitt að vera viss um slíkt þegar þessi grein er skrifuð.