Jarðskjálftinn á Reykjanesi – staðan klukkan 19:20

Þetta er síðasta uppfærslan í dag (20-Október-2020) ef það gerist ekki neitt stórt.

Stærð jarðskjálftans hefur verið staðfest að mestu og er í kringum Mw5,6. Það gæti breyst á næstu dögum eða vikum eftir því sem vísindamenn vinna betur úr jarðskjálftagögnum. Meira en 400 jarðskjálftar hafa mælst í þessari jarðskjálftahrinu. Stærsti eftirskjálftinn var með stærðina Mw4,1 en sú stærð er ekki yfirfarin.


Staðsetningin á stærsta jarðskjálftanum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Á þessari stundu er eftirskjálftavirknin að færast vestur eða suð-vestur og það gæti valdið öðrum stórum jarðskjálfta næstu 24 til 48 klukkutímana. Minniháttar tjón hefur verið tilkynnt í kjölfarið á þessum jarðskjálfta. Helsta tjón er hlutir sem falla úr hillum, sprungur í veggjum og á gólfum og úti. Grjóthrinur hafa einnig orðið á svæðum næst upptökum jarðskjálftans

Fréttir með myndum og myndböndum af tjóninu sem jarðskjálftinn olli.

Stór sprunga í gólfi flug­skóla Keil­is (mbl.is)
Skjálftinn í myndum (Fréttablaðið)

Bætt við: Vörur köstuðust til og maður í górillubúningi hljóp um (Rúv.is)

Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga


Jarðskjálftavirknin klukkan 18:45 á Reykjanesi. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hafa ekki komið fram ein augljós merki um að kvika sé farin af stað í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni. Það er óljóst hvort að það sé að breytast þar sem hugsanlegt er að kvikan sem er að fara inn í jarðskorpuna á Reykjanesi er hugsanlega ekki með nægan þrýsting til þess koma af stað eldgosi í einhvern tíma í viðbót.

Styrkir

Hægt er að styrkja mína vinnu með því að fara inná síðuna Styrkir til þess að millifæra beint á mig eða með því að nota PayPal takkann hérna til hægri. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Grein uppfærð klukkan 20:10 UTC.