Jarðskjálftavirkni á misgengi með stefnuna vestur – austur á Reykjanesskaga í eldstöðinni Reykjanes

Í dag (24-Október-2020) þá tók ég eftir því að jarðskjálftar hafa verið að raða sér upp á það sem virðist vera misgengi sem er með stefnuna vestur til austur á Reykjanesskaga og þessi jarðskjálftahrina hefur verið í gangi síðan í gær (23-Október-2020). Þetta misgengi er í eldstöðinni Reykjanes virðist vera. Þessir jarðskjálftar eru litlir og koma aðeins inn eftir að Veðurstofan hefur farið handvirkt yfir mælingar af þessum jarðskjálftum. Þessir jarðskjálftar koma ekki inn sjálfvirkt virðist vera. Lengd þessa misgengist virðist vera 20 til 30 km löng, það er hinsvegar erfitt að segja nákvæmlega til um lengd þessa misgengi þegar þessi grein er skrifuð.


Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þarna eru fleiri misgengi sem eru virk. Eitt eða tvö af þessum misgengum eru að mestu í norður-suður átt og eitt misgengið er suðvestur til norðaustur átt. Það er einnig jarðskjálftar í Krýsuvík en þar virðast ekki hafa komið fram misgengi eins og í eldstöðinni Reykjanesi þegar þessi grein er skrifuð. Þetta mat hjá mér virðist vera stutt af GPS gögnum frá Háskóla Íslands, þessi GPS gögn er hægt að skoða hérna (GPS time series for Reykjanes). Það er ekki eða mjög erfitt að vita hvað gerist næst í þessu. Það er stormur að ganga yfir Ísland núna og það kemur í veg fyrir að litlir jarðskjálftar mælist á þessu svæði. Veðurspáin fyrir næstu viku lofar ekki góðu (grein skrifuð Laugardaginn 24-Október-2020).

Það er staðreynd að ekki öll eldgos krefjast þess að það verði stór og kröftug jarðskjálftahrina áður en það fer að gjósa. Ég veit ekki hvort að þetta á við eldstöðina Reykjanes.