Staðan í Bárðarbungu þann 5-Janúar-2015

Hérna eru nýjustu upplýsingar um stöðuna í Bárðarbungu þann 5-Janúar-2015.

Samkvæmt nýjustu upplýsingum þá hafa ekki orðið neinar stórar breytingar á eldgosinu í Holuhrauni um helgina. Eldgosið heldur áfram að mestu leiti á svipuðum nótum og hefur verið síðustu fjóra mánuðina. Hraunið rennur núna neðanjarðar að mestu leiti í nýja hrauninu sem hefur myndast í eldgosinu.

150105_2225
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Minni jarðskjálftavirkni hefur verið í Bárðarbungu síðustu daga og ber þess merki að dregið hefur verulega úr jarðskjálftavirkninni miðað við vikunar á undann. Það er mín skoðun að þetta bendi til þess að kvikuhólfið sem var að tæmast sé núna orðið tómt, eða næstum því orðið tómt. Ef það er raunin þá er hætta á því að þetta kvikuhólf falli saman með látum að mínu áliti. Þetta mundi ekki vera hrun öskjunnar, heldur eingöngu kvikuhólfsins sem er undir öskjunni í mjög flóknu eldfjalli. Þetta getur auðvitað ekki gerst, ef þetta gerist þá munu merkin verða merki af mjög stórum jarðskjálftum sem munu eiga sér stað þegar kvikuhólfið fellur saman. Ef þetta gerist ekki og kvikuhólfið helst uppi (jafnvel þó svo að kvikan sé öll farin eða nærri því öll farinn) þá er ljóst að jarðskorpan í Bárðarbungu brotnar ekki svo auðveldlega. Það er hinsvegar þekkt staðreynd að náttúrunni er illa við tóm rými þar sem þau eiga ekki að vera.

Eldstöðvanar Tungafellsjökull og Hamarinn

Vísindamenn hafa núna áhyggjur af því að Bárðarbunga sé að valda óstöðugleika í nálægum eldstöðvum. Þá helst í Tungafellsjökli og Hamrinum (einnig þekktur sem Loki-Fögrufjöll). Mikill munur er á Tungafellsjökli og Hamrinum, það er hinsvegar aukinn virkni í þessum tveim eldfjöllum síðustu fjóra mánuði.

Vandamálið við Hamarinn er það að ekki eru miklir jarðskjálftar í þeirri eldstöð og eldgos virðast geta átt sér stað þar án mikils fyrirvara eða viðvörunar (það gæti breyst, en þetta er það sem gögnin benda til núna). Þetta bendir til þess að kvika sé tiltölulega grunnt í Hamrinum og að jarðskorpan sé svo mjúk að hún brotnar ekki (þetta er bara mín hugmynd um hvað gæti verið að gerast þarna, þetta hefur ekki verið sannað). Ef þetta er staðan, eins og gögnin benda til þá er hætta á eldgosi í Hamrinum án mikillar viðvörunar og mjög lítilli eða engri jarðskjálftavirkni. Síðasta eldgos var í Hamrinum í Júlí-2011 og skrifaði ég um það hérna og hérna (á ensku).

Staðan er önnur í Tungafellsjökli. Þar hefur verið örlítið um kvikuinnskot í eldstöðina síðan seint árið 2011 eða snemma árið 2012. Þau kvikuinnskot hafa búið til frekari leiðir fyrir meiri kviku að ryðja sér leið upp á yfirborðið og valda eldgosi. Eins og stendur er ekki nægjanlega mikið af kviku í Tungafellsjökli til þess að valda eldgosi og þessi kvika hefur ekki þrýstinginn til þess að valda eldgosi að auki eftir því sem ég er að sjá úr gögnum (mín skoðun). Eins og staðan er núna, þá verður umtalsvert meira að gerast til þess að það fari að gjósa í Tungafellsjökli í fyrsta skipti á sögulegum tíma að mínu mati (athugið! Ég hef stundum rangt fyrir mér í þessum efnum).

Staðan í Bárðarbungu þann 15-Október-2014

Í dag (15-Október-2014) varð ekki mikil breyting á stöðunni frá því í gær (15-Október-2014). Stærsti jarðskjálftinn í dag var með stærðina 5,4 og fannst vel á Akureyri. Aðrir jarðskjálftar hafa verið minni. Ég hef ekki frétt að neinum breytingum á eldgosinu í Holuhrauni sem heldur áfram eftir því sem ég best veit, og ekki er að sjá neina breytingu á eldgosinu sé að ljúka. Við jarðskjálftann þá lækkaði askja Bárðarbungu um rúmlega 15 sm.

141015_2255
Jarðskjálftarnir í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég held að það séu ekki neinar frekari fréttir af stöðu mála í Bárðarbungu eins og er, það er alltaf eitthvað að gerast á hverjum degi og því held ég áfram að skrifa um það litla sem þó gerist. Sá stöðugleiki sem er í eldgosinu og í virkninni í Bárðarbungu er blekkjandi, þar sem að þetta getur allt saman breyst án nokkurs fyrirvara.

Fyrir þá sem hafa áhuga, þá hægt að hlusta á jarðskjálftann sem varð í dag (15-Október-2014) sem ég mældi. Ég breytti þeim gögnum sem ég hef um jarðskjálftann í hljóðskrár frá þeim tveim jarðskjálftamælum sem ég er með. Þetta er ekki langur hljóðbútur, rétt um 3 sekúndur hver þeirra. Þessir hljóðbútar eru undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC Leyfi vefsíðunni.

Jarðskjálftamælirinn í Böðvarshólum.
141015.111600.bhrzZ

Jarðskjálftamælirinn í Heklubyggð.
141015.111607.hkbzZ

Staðan í Öskju og Bárðarbungu klukkan 18:37

Þessar upplýsingar mun verða úreltar mjög fljótt.

Þetta er helgar uppfærsla hjá mér af stöðu mála í Öskju og Bárðarbungu. Það er því ekki víst að ég hafi allar upplýsingar hérna inni um helgar.

Staðan í Öskju

  • Askja er ennþá á gulu viðvörunarstigi.
  • Kvikuinnskotið virðist hafa stoppað á leið sinni til Öskju. Afhverju það er ekki vitað eins og er.
  • Jarðskjálftavirkni virðist hafa minnkað í Öskju síðustu 24 klukkustundirnar.

Staðan í Bárðarbungu

  • Stærsti jarðskjáfltinn síðustu 24 klukkutímana varð klukkan 07:03 í morgun og var með stærðina 5,4. Jarðskjálftinn varð í suð-vestur hluta Bárðarbungu og kom vel fram á jarðskjálftamælunum mínum sem hægt er að skoða hérna.
  • Það hefur verið staðfest að eldgos átti sér stað þann 23-Ágúst. Eldgosið var tíu sinnum stærra en eldgosið í Holuhrauni, en varð undir 400 til 600 metra jökli og sást því ekki.
  • Flestir jarðskjálftarnir eiga sér núna stað á 15 km svæði í kvikuinnskotinu. Það svæði byrjar þar sem gaus í Holuhrauni og nær 15 km suður frá þeim stað. Kvikuinnskotið virðist ekki vera að færast norður þessa stundina.
  • Síðasta stóra eldgos varð í Bárðarbungu árið 1717. Samkvæmt Global Volcanism Program þá varð það eldgos með stærðina VEI 3.
  • Eldgos geta átt sér stað í hlíðum Bárðarbungu en einnig í öskjunni, þar sem rúmlega 800 metra þykkur jökull er til staðar (+- 100 metrar).
  • Jarðskjálftavirkni er stöðug, með rúmlega 1000 til 2000 jarðskjálfta á dag.

GPS gögn

Veðurstofan hefur gefið út GPS gögn og hægt er að skoða þau hérna.

Uppfærslur um helgar

Ég mun setja inn styttir uppfærslur um helgar þar sem ég þarf að taka mér smá frí um helgar. Ég hef núna verið að skrifa um stöðu mála í Bárðarbungu síðustu tvær vikur. Þannig að uppfærslur um helgar verða styttri með færri atriðum en uppfærslur sem eru skrifaðar Mánudaga til Föstudaga. Ef eldgos verður þá mun ég skrifa um það um leið og ég frétti af því, og ég mun setja inn frekar upplýsingar um leið og ég veit eitthvað frekar um hvað er að gerast.

Grein uppfærð klukkan 19:02.
Upplýsingar um staðsetningu jarðskjálftavirkninnar í kvikuinnskotinu voru leiðréttar.

Staðan í Öskju og Bárðarbungu klukkan 00:15

Þessar upplýsingar munu verða úreldar mjög fljótt.

Staðan í Öskju

Staðan í Öskju miðað við þær upplýsingar sem ég hef núna.

  • Kvikuinnskotið frá Bárðarbungu heldur áfram leið sinni inn í Öskju. Frá því í gær virðist það ekki hafa færst mikið samkvæmt síðustu upplýsingum sem ég hef (frá því í gær).
  • Jarðskjálftavirkni er að aukast í Bárðarbungu. Þetta er vegna kvikuinnskotsins frá Bárðarbungu.
  • Staða Öskju er ennþá á gulu stigi.

Staðan í Bárðarbungu

Staðan í Bárðarbungu miðað við síðustu upplýsingar sem ég hef.

  • Eldgosið er búið í bili. Það varði aðeins í 3 til 4 klukkutíma og var mjög lítið.
  • Það kom eingöngu hraun í þessu eldgosi, það var lítil til engin aska sem kom upp í þessu eldgosi.
  • Eldgosið átti sér stað á sprungu þar sem gaus síðast árið 1797 og myndaði Holuhraun. Eldgosið varð á gígaröð.
  • Gossprungan var 900 metra löng samkvæmt fréttum í dag (29-Ágúst-2014).
  • Jarðskjálftavirkni minnkaði á meðan eldgosið átti sér stað. Síðan að eldgosinu lauk þá hefur jarðskjálftavirkni aukist aftur. Þegar eldgosið náði hátindi sínum þá mældi ég hrinu af jarðskjálftum sem áttu sér stað á þeim stað þar sem eldgosið varð.
  • Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé eldgos í eiga sér stað í eldri gígaröð. Það er hugsanlegt að þetta sé hefðbundið fyrir þetta svæði.
  • Á meðan virknin er eins og hún er í Bárðarbungu, þá er hætta á svona eldgosum án mikils fyrirvara.
  • Stærstu jarðskjálftarnir í dag voru með stærðina 5,2, annar stærsti jarðskjálfti dagsins hafði stærðina 4,8, þriðji stærsti jarðskjálfti dagsins hafði stærðina 4,1.
  • Jarðskjálftavirkni er ennþá mikil og hafa yfir 1100 jarðskjálftar mælst í dag (29-Ágúst-2014) samkvæmt mínum jarðskjálftateljara.
  • Óróinn er á svipuðu stigi og hann hefur verið á síðan 16-Ágúst-2014.

Greining á eldgosinu

Eldgosið byrjaði um klukkan 00:02 þann 29-Ágúst-2014. Það sást fyrst á vefmyndavél Mílu og ég fæ fyrstu skilaboð um eldgosið á Facebook um klukkan 00:30. Samkvæmt fréttum Rúv og öðrum þá var toppur eldgossins um klukkan 01:20. Stærð þessa eldgos var minniháttar og olli ekki neinum breytingum á kvikuinnskotinu sem olli þessu eldgosi. Það er ekki hægt að útiloka frekari eldgos á þessu svæði í framtíðinni, að minnsta kosti á meðan ný kvika streymir inn í kvikuinnskotið. Eins og hefur verið nefnt áður, þá varð síðasta eldgos á þessari sprungu árið 1797.

Þetta er annað eldgosið í Bárðarbungu síðan 16-Ágúst-2014. Fyrsta eldgosið svo vitað sé átti sér stað þann 23-Ágúst-2014, en það varð undir jökli sem er allt að 600 metra þykkur og það var mjög erfitt að staðfesta það vegna þess. Af þessum sökum sást ekkert til þess. Þetta nýja tímabil virkni í Bárðarbungu mun hugsanlega endast í mörg, þess vegna er ég að undirbúa mig undir það að skrifa mjög mikið um Bárðarbungu á næstunni.

Ég mun láta vita af eldgosum eins fljótt og hægt er. Samkvæmt veðurspám þá verður leiðinlegt veður á næstunni á Íslandi. Því má reikna með að slæmt útsýni verði til Bárðarbungu næstu daga.

Hægt er að sjá myndir af nýju og gömlu gígaröðinni hérna.

Staðan í Öskju og Bárðarbungu klukkan 23:33

Þessar upplýsingar munu verða úreltar mjög fljótt. Ég mun ekki nota myndir núna, þar sem staða mála er orðin mjög flókin og stefnir í að verða flókari á næstunni.

Staðan í Öskju

  • Kvikuinnskotið hefur ekki ennþá náð inn í kvikuhólf Öskju. Það hefur náð inn í eldstöðina Öskju. Hvenær kvikinnskotið nær inn í kvikuhólf Öskju veit ég ekki.
  • Virkni hefur verið að aukast í Öskju vegna kvikuinnskotsins. Þetta er vegna stressbreytinga sem eru að eiga sér stað í eldstöðinni.

Staðan í Bárðarbungu

  • Staðan á kvikuinnskotinu er svipuð og hefur verið undanfarið. Það færist núna rúmlega 1 – 2 km á dag. Kvikuinnskotið hefur náð til Öskju. Það hefur hinsvegar ekki náð inn til kvikuhólfs Öskju ennþá. Hvenær það gerist veit ég ekki. Þegar það gerist þá mun jarðskjálftavirkni aukast í Öskju ásamt óróa.
  • Eldgosið sem varð þann 23-Ágúst-2014 hefur verið staðfest. Það entist aðeins í rúmlega 1 – 2 klukkutíma áður en það stoppaði. Ég held að þær hugmyndir sem hafa komið fram afhverju það hætti séu rangar. Það er mitt álitið að eldgosið átti sér stað vegna þess að þrýstingur var orðin svo mikill í kvikuhólfi Bárðarbungu að kvikan fór að leita að öðrum út-göngum í Bárðarbungu, þar sem kvikuinnskotið gat ekki annað þrýstingum. Þessi mikli þrýstingur varði þó eingöngu í rúmlega tvo klukkutíma. Þetta bendir sterklega til þess að kvika sé að koma af miklu dýpi inn í Bárðarbungu og það má því reikna með að þetta gerist aftur síðar. Núna er hinsvegar flæðið minna og því minni þrýstingur á kvikuhólfinu.
  • Ástæða þess að sigdældinar komu ekki fyrr fram er vegna þess að það tók tíma fyrir vatnið að finna sér farveg undir Vatnajökli. Ég veit ekki afhverju vatnið fór í Grímsvötn frekar en aðra leið.
  • Jarðskjálftavirkni er mjög mikil í norðurenda kvikuinnskotsins. Það er jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu sjálfri, þó svo að þessi jarðskjálftavirkni sé ekki stöðug eins og stendur. Það gæti breyst án viðvörunar.
  • Sprungur sjást núna á yfirborðinu þar sem kvikuinnskotið er og það bendir til þess að dýpst séu eingöngu rúmlega 2 km niður á sjálft kvikuinnskotið. Sigdældir hafa myndast við jökulsporðinn þar sem hann er þunnur vegna jarðhitavirkni sem er að taka sig upp núna á leið kvikuinnskotsins.
  • Kvikuinnskotið er búið að valda færslu upp á rúmlega 40 sm austur og vestur síðan þessi atburðarrás hófst. Það er ekkert sem bendir til þess að farið sé að hægja á þessari atburðarrás.
  • Þetta gæti orðið mjög löng atburðarrás. Sem gæti jafnvel varað nokkur ár, frekar en mánuði sé miðað við sögu Bárðarbungu í eldgosum.
  • Það hefur verið „rólegt“ í Bárðarbungu í dag. Óróinn hefur verið stöðugur og hefur ekki risið eða fallið eins og undanfarna daga. Ég tel líklegt að það muni breytast á næstu klukkutímum. Þar sem ég er nú þegar farinn að sjá breytingu á óróamælingum sem eru gerðar í kringum Bárðarbungu.

Þessi atburðarrás er mjög hröð og staða mála mun breytast mjög hratt. Það þýðir að þessar upplýsingar munu verða úreltar mjög fljótt. Hægt er að skoða jarðskjálftavefsíðuna mína hérna.

Grein uppfærð klukkan 23:37.

Staðan í Öskju og Bárðarbungu klukkan 14:31

Hérna er staða mála í Öskju og Bárðarbungu. Ég hef ekki haft tíma til þess að fara yfir myndir og finna hentungar vegna þeirra stöðu sem er komin upp núna. Hvað gerist í þessu veit ég ekki ennþá.

Staðan í Öskju

  • Kvikuinnskotið frá Bárðarbungu er komið inn í Öskju. Ekki bara sprungusveiminn frá Öskju, heldur inn í sjálfa eldstöðina.
  • Viðvörunarstig Öskju hefur verið fært upp á gult stig.

Staðan í Bárðarbungu

  • Sigdældir hafa sést í Vatnajökli sem er ofan á Bárðarbungu, þær hafa ekki stækkað í nótt samkvæmt athugun vísindamanna í dag.
  • Það jökulvatn sem bráðnaði við þetta virðist hafa farið í Grímsvötn. Þar sem þau hafa hækkað um 10 til 15 metra á síðustu dögum.
  • Jarðskjálftavirkni er ennþá mjög mikil. Bæði í Bárðarbungu og í kvikuinnskotinu. Í morgun varð jarðskjálfti með stærðina 5,4 (samkvæmt EMSC, USGS) klukkan 08:13. Stærsti jarðskjálftinn átti sér stað í öskju Bárðarbungu eins og flestir stórir jarðskjálftar sem hafa átt sér stað undanfarið.
  • Í gær urðu yfir 1300 jarðskjálftar í norður enda kvikuinnskotsins.
  • Sprungur eru farnar að koma fram í jörðinni milli Dyngjujökuls og Öskju. Þetta þýðir að kvikuinnskotið er komið mun hærra en jarðskjálftavirkni bendir til. Sigdældir hafa einnig sést í Dyngjujökli þar sem hann er hvað þynnstur við enda jökulsins.
  • Órói er ennþá mjög hár á SIL stöðvum í kringum Bárðarbungu.

Ástandið er mjög óstöðugt núna og mun breytast án fyrirvara á næstu 24 til 48 klukkutímum. Hugsanlega fyrr. Ég met að það séu 80% líkur á því að eldgos muni núna eiga sér stað bæði í Bárðarbungu og Öskju. Sérstaklega þar sem lítil eldgos hafa átt sér stað undir jöklinum í Bárðarbungu síðustu daga.

Staðan í Bárðarbungu klukkan 01:28

Þessar upplýsingar geta orðið úreltar mjög hratt.

Sérstök smágrein um Öskju

Það eru uppi getgátur um það að kvikuinnskotið muni finna sér leið inn í Öskju. Mér þykir það vera mjög ólíkleg niðurstaða, sérstaklega þar sem slíkt hefur ekki gerst áður milli þessara eldstöðva. Svæðið á milli Bárðarbungu og Öskju er líklega fullt af gömlum kvikuinnskotum sem þýða að líklega kemst kvikuinnskotið ekki í gegnum eitthvað af þessum innskotum (þar sem þetta er eldfjallasvæði, þá þykir mér þetta líklegt). Undanfarna viku hefur kvikuinnskotið verið að fara í gegnum mýkra grjót á þessu svæði. Ég get hinsvegar ekki útilokað að Bárðarbunga hefji eldgos í Öskju með einhverjum öðrum leiðum sem mér eru ekki kunnar. Askja fór að undirbúa eldgos árið 2010, en þá fór kvika að streyma inn í kvikuhólf Öskju á 20 km dýpi. Hinsvegar er eldstöðin ekki tilbúin til þess að hefja eldgos, þar sem ferlið í Öskju virðist vera mjög hægt.

Sérstök smágrein um Tungafellsjökul

Þann 24-Ágúst-2014 varð jarðskjálfti með stærðina 3,0 í Tungafellsjökli. Þar að auki voru nokkrir aðrir jarðskjálftar að auki í Tungafellsjökli. Það er ekkert sem bendir til þess að virkni sé að fara aukast í Tungnafellsjökli. Það hefur verið jarðskjálftavirkni í Tungafellsjökli undanfarið ár sem bendir til þess að kvika hafi verið að streyma inn í eldstöðina á miklu dýpi (meira en 15 km dýpi), en það er ekkert sem bendir til þess að eldstöðin sé tilbúin í eldgos. Það eru einnig góðar líkur á því að jarðskjálftarnir séu að eiga sér stað vegna stress breytinga í jarðskorpunni vegna þess sigs sem er að eiga sér stað í Bárðarbungu núna. Ég tel afar ólíkleg að Bárðarbunga sé að fara ræsa eldgos í Tungafellsjökli, sérstaklega þar sem Tungafellsjökull hefur ekki gosið síðustu 10.000 árin hið minnsta. Tungafellsjökull er staðsettur vestan við Bárðarbungu og er lítil eldstöð.

Staðan í Bárðarbungu

Jarðskjálftavirkni er ennþá mikil og hafa jarðskjálftar með miðlungsstærð (5,0 til 5,9) að eiga sér stað, þeir jarðskjálftar hafa átt stað í ösku Bárðarbungu vegna sigs í öskjunni. Ástæðan fyrir því virðist vera það að kvikuinnstreymi inn í kvikuhólf Bárðarbungu er minna heldur en útstreymið eins og er. Þessi lækkun öskjunnar er einnig að valda stress breytingum í jarðskorpunni í kringum Bárðarbungu, hver niðurstaðan af því mun verða veit ég ekki ennþá. Þar sem jarðskorpan bregst hægar við þessu, en það má búast við sterkari jarðskjálftum á þessu svæði í kjölfarið á þessum spennu breytingum. Jarðskorpan á þessu svæði í kringum 46 km þykk á þessu svæði vegna heita reitsins samkvæmt mælingum vísindamanna (nánar hérna á ensku. Þetta er stórt pdf skjal).

Í dag er kvikuinnskotið á svæði sem gaus síðast árið 1797 samkvæmt sögunni. Það hefur verið óvíst hvaða eldstöð gaus því eldgosi, en það hefur oftast verið kennt við Öskju. Hinsvegar hefur komið fram í fréttum í gær (25-Ágúst-2014) að líklega væri umrætt hraun komið frá Bárðarbungu frekar en Öskju. Í dag (26-Ágúst-2014) er kvikuinnskotið rúmlega 20 km austan við Trölladyngju. Síðasta sólarhringinn hefur jarðskjálftavirkni verið að aukast á því svæði. Hinsvegar er sú jarðskjálftavirkni ekki nærri því eins mikil og á aðal svæði kvikuinnskotsins við Dyngjuháls.

140826_0035
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140826_0035_trace
Jarðskjálftavirknin hefur verið mjög þétt síðustu 48 klukkustundirnar í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

dyn.svd.26.08.2014.at.00.49.utc
Óróinn er einnig mjög mikill á SIL stöðinni í Dyngjuhálsi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

ask.svd.26.08.2014.at.00.49.utc
Sömu sögu er að segja á SIL stöðinni í Öskju. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

DYNC_3mrap.svd.25.08.2014.at.17.39.utc
Þensla vegna kvikuinnskotsins hefur verið mjög mikil samkvæmt GPS mælingum. Hægt er að sjá fleiri mælingar hérna. Höfundaréttur af þessari mynd tilheyrir Háskóla Íslands.

Ég heyrði í útvarpinu og fjölmiðlum í dag umræðu um það að líklega mundi ekkert eldgos verða vegna þessa kvikuinnskots. Ég er ekki sammála þessu mati vísindamanna. Þar sem það byggir á þeirri forsendu að þar sem djúpir jarðskjálftar séu að eiga sér stað, þá muni líklega ekki gjósa þarna og engin merki eru um það núna að kvikan sé farin að leita upp. Vandamálið við þetta er að þau gildi sem eru notuð eru röng og hreinlega passa ekki við þau umbrot sem hérna eiga sér stað í Bárðarbungu. Þetta kvikuinnskot mun valda eldgosi. Það gæti auðvitað ekki gosið, það er alltaf möguleiki. Ég hinsvegar tel það vera minnst líklegasta möguleikann í þessu ferli sem núna er í gangi í Bárðarbungu. Kvikuinnskotið mun halda áfram að búa til leið fyrir sjálft sig þangað til að það lendir í mótstöðu sem það kemst ekki í gengum, og þá mun verða einfaldara fyrir það að fara upp frekar en niður. Ég veit ekki hvenær þetta mun gerast, þar sem ekki er hægt að spá fyrir um slíka atburði langt fram í tímann.

Jarðskjálfti í Heklu, áframhaldandi jarðskjálftavirkni í Kötlu

Í dag (30-Júní-2014) klukkan 03:52 varð jarðskjálfti með stærðina 1,0 í Heklu. Dýpi þessa jarðskjálfta var 0,1 km og telst þetta því vera yfirborðsjarðskjálfti og á upptök sín í breytingum á jarðskorpunni í Heklu. Engin önnur virkni hefur komið fram í kjölfarið á þessum jarðskjálfta í Heklu.

140630_1835
Jarðskjálftavirkni í Heklu og Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni heldur áfram í Kötlu (sjá mynd). Virkasta svæðið í Kötlu er nærri svæði sem kallast Hábunga í Mýrdalsjökli. Síðustu 24 klukkutímana hefur stærsti jarðskjálftinn haft stærðina 1,6 með dýpið 0,2 km. Dýpri jarðskjálftar eru einnig að eiga sér stað, dýpsti jarðskjálftinn síðustu 24 klukkutímana var á 20,6 km dýpi. Grynnri jarðskjálftar hafa einnig átt sér stað á sama svæði, eins og stendur er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi í Kötlu. Það er hinsvegar nauðsynlegt að fylgjast með virkni í Kötlu þar sem hugsanlegt er að þessi atburðarrás leiði til eldgoss, þessi jarðskjálftavirkni gæti einnig ekki leitt til eldgoss í Kötlu. Það er engin leið til þess að vita það eins og stendur hvað er nákvæmlega að gerast í Kötlu.

Styrkir: Ég minni fólk á að styrkja mína vinnu ef það vill. Hægt er að fá upplýsingar um það hvernig er hægt að styrkja mig hérna. Takk fyrir stuðninginn.

Jarðskjálftar í Þórðarhyrnu, Bárðarbungu og Kverkfjöllum

Í dag (3-Júní-2014) hefur verið mikið um smáskjálfta í Þórðarhyrnu, Bárðarbungu og Kverkfjöllum. Þessi smáskjálftavirkni er eðlileg og það er ekkert sérstakt að fara að gerast í þessum eldfjöllum sýnist mér.

140603_1615
Jarðskjálftavirknin í Vatnajökli í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þórðarhyrna

Þórðarhyrna (engar upplýsingar um eldstöðina er að finna á internetinu. Hjá GVP er eldstöðin undir Grímsvötnum) hefur verið að hafa áhugaverða jarðskjálftavirkni undanfarna daga. Þessi jarðskjálftavirkni gæti hafa verið lengur í gangi án þess að nokkur yrði hennar var. Ástæðan fyrir því að þessi jarðskjálftavirkni er áhugaverð er sú staðreynd að þarna verða ekki oft jarðskjálftar. Síðasta eldgos í Þórðarhyrnu átti sér stað árið 1902 og var í tengslum við eldgos í Grímsfjalli, þar sem oft gýs á sama tíma í Þórðarhyrnu og Grímsfjalli.

Bárðarbunga

Minniháttar jarðskjálftavirkni hefur verið í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftavirkni hefur verið á svæði þar sem kvikuinnskot átti sér stað fyrir nokkru síðan. Eins og stendur er þetta bara minniháttar jarðskjálftavirkni sem ekki er þörf á að hafa áhyggjur af.

Kverkfjöll

Minniháttar jarðskjálftavirkni hefur átt sér stað í Kverkfjöllum núna í dag. Venjulega eru ekki jarðskjálftar í Kverkfjöllum, hinsvegar hefur jarðskjálftavirkni verið að aukast undanfarna mánuði og er þessi jarðskjálftavirkni í dag hluti af því ferli. Það er hinsvegar ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara að hefjast í Kverkfjöllum eins og staðan er í dag. Í dag er allt rólegt þrátt og líklegt að það verði mjög rólegt í langan tíma í viðbót í Kverkfjöllum. Síðasta eldgos í Kverkfjöllum var árið 1968 samkvæmt GVP gögnum.

Styrkir: Ef fólk kaupir af Amazon í gegnum auglýsinganar hérna þá styrkir það mína vinnu. Ég fæ 5 til 10% af hverri seldri vöru í tekjur þegar fólk kaupir í gegnum auglýsinganar hérna. Þeir sem vilja styrkja mig beint er þá eru upplýsingar um hvernig er hægt að gera það að finna hérna. Takk fyrir stuðninginn.

Ný rannsókn sýnir fram á ný eldgos djúpt á Reykjaneshryggnum

Samkvæmt nýrri rannsókn á Reykjaneshrygg. Þá hafa orðið þar eldgos á síðustu 20 árum. Þessi eldgos hafa ekki sést en hafa komið fram sem jarðskjálftahrinu samkvæmt jarðfræðingum sem gerði rannsóknina. Eldstöðin sem gaus á þessum tíma er 400 til 500 km frá landi.

Nánari upplýsingar

Sjá merki um eld­gos á Reykja­nes­hryggn­um (mbl.is)
Áður óþekkt eldgos á Reykjaneshrygg (Rúv.is)