Þetta er stutt uppfærsla á stöðunni í Kötlu. Þessar upplýsingar gætu orðið úreltar með skömmum fyrirvara.
Núverandi jarðskjálftavirkni í Kötlu er að aukast þessa stundina. Eins og staðan er núna þá eru engin augljós merki um það að eldgos sé yfirvofandi. Það gæti hinsvegar breyst án fyrirvara eins og ég met stöðuna núna. Það er einnig ekki hægt að vita eins og er hvort að þessi virkni í Kötlu muni halda áfram að aukast eða minnka. Samkvæmt fyrri reynslu þá er það mitt mat að þessi virkni muni halda áfram að aukast á næstu dögum og vikum áður en það fer aftur að draga úr þessari virkni. Þessi aukna virkni mun hugsanlega ekki leiða til eldgoss, þar sem aukin jarðskjálftavirkni þarf ekki endilega að þýða að eldgos sé yfirvofandi. Hinsvegar hefur þessi aukna jarðskjálftavirkni í Kötlu aukið líkunar á því að eldgos sé yfirvofandi í Kötlu eins og staðan er núna. Þangað til að það fer að draga úr jarðskjálftavirkninni þá er hættan á eldgosi hærri en venjulega. Hinsvegar eru þess engin merki eins og er að eldgos sé yfirvofandi í Kötlu.
Jarðskjálftavirknin í Kötlu klukkan 20:17 í kvöld (7-Júlí-2014). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þegar lítið eldgos átti sér stað í Kötlu í Júlí-2011 (ég skrifaði um það hérna og hérna á ensku). Þá urðu einnig svona jarðskjálftahrinur í Kötlu eins og sjást núna og hófst þær rúmum mánuði áður en það litla eldgos átti sér stað. Sú virkni sem átti sér þá stað varð í öðrum stað í Kötlu öskjunni en sú virkni sem núna á sér stað. Jarðskjálftavirknin í dag er á svæði sem hefur hugsanlega ekki gosið síðan árið 1918 þegar síðasta stóra eldgos varð í Kötlu.
Stærsti jarðskjálftinn í þann 6-Júlí-2014. Þessi jarðskjálfti var með stærðina 3,0. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá CC leyfi fyrir nánari upplýsingar.
Þessi jarðskjálfti sýnir að kvika í Kötlu er undir talsverðum þrýstingi. Þessi þrýstingur veldur því að þeir jarðskjálftar sem koma fram mynda tornillo jarðskjálfta. Þessir jarðskjálftar eru lágir í tíðni og frekar eintóna og með langt útslag. Ég get ekki sagt til um það hvað gerist næst í Kötlu, ef eitthvað meira gerist en bara jarðskjálftavirkni. Meira vatn hefur einnig verið í Múlakvísl síðasta sólarhringinn, það er hinsvegar möguleiki á því að það sé bara regnvatn sem er að fara í ána, þar sem mikil rigning hefur verið á þessu svæði síðasta sólarhringinn, leiðni hefur einnig verið hærri á sama tíma í Múlakvísl, það er ekki ljóst á þessari stundu afhverju það stafar. Ég mun halda áfram að fylgjast með stöðinni í Kötlu á meðan virknin er svona mikil.
Styrkir: Ég hvet fólk endilega til þess að styrkja mína vinnu. Þar sem mér finnst alltaf erfitt að vera blankur. Takk fyrir stuðninginn.