Áframhald á jarðskjálftavirkni í Kötlu

Þessa stundina er jarðskjálftavirkni í Kötlu. Eins og stendur hefur jarðskjálftavirknin verið frekar lítil þegar talið er í stærð jarðskjálfta. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur komið fram hingað til náði stærðinni 2,7.

140703_2155
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég hef náð að mæla nokkra af þessum jarðskjálftum sem hafa átt sér stað í Kötlu og hafa þeir allir verið lágtíðni jarðskjálftar. Það er vísbending þess efnis að þeir verða til annaðhvort vegna breytinga á háhitasvæði í Kötlu eða vegna kvikuhreyfinga innan í eldstöðinni. Eins og stendur er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi í Kötlu. Hinsvegar finnst mér þessi jarðskjálftavirkni í Kötlu dularfull og það er nauðsynlegt að fylgjast með þessari virkni, þar sem það er möguleiki á því að þetta sé varasöm staða sem er að koma upp núna, og sú staða sem er að koma upp núna gæti breyst með skömmum fyrirvara.

Eldstöðin Hekla

Jarðskjálfti með stærðina 2,3 átti sér stað 2-Júlí-2014 í Heklu. Dýpi þessa jarðskjálfta var 9,9 km. Engin frekari virkni átti sér stað í Heklu í kjölfarið á þessum jarðskjálfta. Það er ekki vitað afhverju þessi jarðskjálftavirkni á sér núna stað í Heklu.

Styrkir: Það er hægt að styrkja mig með því að nota PayPal takkann hérna til hliðar eða með því að kaupa vörur í gegnum Amazon UK auglýsinganar á þessari vefsíðu. Hjá Amazon fæ ég 5% til 10% af verði hverrar vöru í tekur. Það skiptir ekki máli hvað er keypt. Hægt er að styrkja mig beint með því að lesa upplýsinganar hérna ef fólk vill ekki nota PayPal takkann. Ég þakka stuðninginn.