Minni leiðni í jökulám úr Mýrdalsjökli

Í dag (12-Júlí-2014) hefur leiðni í jökulám úr Mýrdalsjökli verið minnkandi, ásamt því að rennsli úr þessum jökulám hefur farið minnkandi á sama tíma vegna þessa flóðs sem hefur staðið undanfarna daga. Magn hættulegra gastegunda er hinsvegar ennþá nærri hættumörkum eins og stendur og er fólki ráðlagt að halda sig frá jökulám úr Mýrdalsjökli.

140712_1750
Minni jarðskjálftavirkni í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni í Kötlu er kominn niður í eðlilega bakgrunnsjarðskjálfta. Síðustu daga hefur dregið mjög úr þeirri jarðskjálftavirkni sem var í Kötlu síðustu vikur. Það er hinsvegar hætta á því að þessi rólegheit muni enda án fyrirvara, þar sem slík hegðun hefur gerst áður samkvæmt mælingum vísindamanna.

Ef stórfelldar breytingar verða. Þá mun ég skrifa um það eins fljótt og hægt er.

Annað: Í Desember-2014 mun ég flytja aftur til Íslands. Það er hægt að lesa afhverju ég þarf að flytja aftur til Íslands hérna (á ensku).

Styrkir: Endilega muna að styrkja mína vinnu. Það kemur í veg fyrir að ég verði blankur. Takk fyrir stuðninginn.