Óvissustigi lýst yfir varðandi Kötlu

Í gær (8-Júlí-2014) var lýst yfir óvissustigi í Kötlu vegna lítils jökulsvatns sem er að koma undan Mýrdalsjökli. Það fylgir þessu jökulvatni mikið magn af brennistein og öðrum hættulegum gastegundum. Þess vegna ráðleggja almannavarnir fólki um að vera ekki á þessu svæði og alls ekki stoppa nærri Múlakvísl og öðrum jökulám sem renna úr Mýrdalsjökli. Einnig sem að fólk er ráðlagt að hafa kveikt á farsímum sínum þegar það er í nágrenni Kötlu, þannig að hægt sé að senda því neyðar SMS ef eitthvað alvarlegt gerist í Kötlu.

140708_2130
Jarðskjálftavirknin í Kötlu síðustu 48 klukkutíma (8-Júlí-2014). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Staðan núna [þegar þetta er skrifað] er að það er rólegt í Kötlu eins og stendur. Þessi rólegheit gætu ekki enst, þar sem jarðskjálftavirkni í Kötlu hefur það munstur að hætta í nokkra klukkutíma og byrja síðan aftur. Stærsti jarðskjálftinn síðust 24 klukkutímana var jarðskjálfti með stærðina 3,0 og síðan var jarðskjálfti með stærðina 2,7 auk fjölda annara minni jarðskjálfta sem einnig áttu sér stað í Kötlu síðasta sólarhringinn.

140708.091700.hkbz.psn
Jarðskjálftinn í Kötlu í gær (8-Júlí-2014) klukkan 09:18. Þessi jarðskjálfti var með stærðina 3,0. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Sú jarðskjálftavirkni sem hefur átt sér stað undanfarið er mjög lík þeirri jarðskjáltavirkni sem varð í Kötlu í Júlí-2011. Eins og staðan er núna hefur enginn órói mælst á jarðskjálftamælum í kringum Kötlu. Það er ekki hægt að vita hvort að þessi jarðskjálftavirkni mun leiða til eldgoss eða ekki. Hættan á eldgosi núna er hærri en venjulega á meðan jarðskjálftavirknin er svona mikil, það þýðir hinsvegar ekki að eldgos muni eiga sér stað. Hægt er að fylgjast með jarðskjálftavirkni hérna á jarðskjálftamæli sem ég er með í Heklubyggð og síðan er hægt að skoða vefmyndavél sem er vísað í átt að Kötlu hérna. Katla sést ef það er ekki mjög skýjað.

Styrkir: Endilega muna eftir að styrkja mína vinnu, þar sem ég kemst ekkert langt á þeim örorkubótum sem ég er að fá. Það er hægt að styrkja mig með því að versla við Amazon (UK er notað fyrir Ísland) og þá með því að smella á auglýsingaborðana hérna. Það er einnig hægt að styrkja mig með beinum hætti með því að leggja inn á mig beint eða nota PayPal takkan hérna til hliðar. Upplýsingar um það hvernig er hægt að styrkja mig beint er að finna hérna.