Staðan í Bárðarbungu þann 3-Febrúar-2015

Síðan síðasta uppfærsla var skrifuð þann 30-Janúar-2015 um stöðuna í Bárðarbungu hefur ekki mikið gerst í eldgosinu í Holuhrauni. Það hefur lækkað talsvert í gígnum samkvæmt myndum sem voru teknar í dag og birtar á internetinu. Háir hamrar hafa myndast þar sem hraunáin er, ég er ekki með nákvæma hæð á þeim en ég er að áætla að hæðin sé í kringum 30 til 40 metrar (ég gæti haft rangt fyrir mér).

150203_1840
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn síðustu 48 klukkutímana var með stærðina 4,6. Annars hefur jarðskjálftavirkni verið með svipuðu móti og síðustu vikur í Bárðarbungu. Ég hef hinsvegar verið að sjá óróapúlsa síðustu daga í Bárðarbungu og það liggur ekki fyrir afhverju þessir óróapúlsar eru að eiga sér stað. Stærsti óróapúlsinn varð þann 30-Janúar-2015, síðan þá hafa minni óróapúslar komið fram. Það er ekki ljós afhverju þessir óróapúslar eru að koma fram núna. Hugsanlegar ástæður eru kvikuhreyfingar innan Bárðarbungu eða breytingar á háhitasvæðum í Bárðarbungu.

Komin er ný vefmyndavél við Holuhraun og hægt er að sjá þessa nýju vefmyndavél hérna.

Staðan í Bárðarbungu þann 30-Janúar-2015

Síðan ég skrifaði síðustu grein um Bárðarbungu þá hefur lítið breyst í sjálfu eldgosinu. Það virðast hafa verið einhverjar breytingar í Bárðarbungu og mun ég fara yfir það síðar í þessari grein hérna. Hraunflæðið úr gígnum í Holuhrauni er ennþá í kringum 100m³/sek. Það virðast þó vera talsverðar breytingar á þessu flæði milli vikna, það hefur hinsvegar dregið mjög mikið úr þessu flæði undanfarnar vikur. Magn þess hrauns sem hefur komið upp er í kringum 1,4 km³ (rúmkílómetrar). Samkvæmt síðustu fréttum þá hefur hraunið verið að þykkna næst gígnum og er þar orðið rúmlega 40 metra þykkt. Nýtt mat jarðfræðinga bendir til þess að eldgosinu geti lokið á næstu 4 til 15 mánuðum.

150130_2050
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutíma. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni er ennþá frekar mikil í Bárðarbungu, en jarðskjálftavirknin hefur verið að minnka stöðugt síðustu vikunar. Það koma hinsvegar toppar í jarðskjálftavirkina og þess á milli þá minnkar virknin. Ég veit ekki ennþá hvort að lítið eldgos hafi átt sér stað í sjálfri Bárðarbungu í gær. Ekkert hefur verið staðfest ennþá og það getur liðið langur tími þangað til að þetta fæst staðfest. Ég er einnig farinn að sjá óróatoppa vegna háhitavirkni í Bárðarbungu (eftir því sem mér sýnist).

Ef eitthvað gerist í Bárðarbungu þá mun ég skrifa um það eins fljótt og hægt er.

Hugsanlegt smágos í jaðri öskju Báðarbungu

Það virðist sem að hugsanlegt smágos hafi orðið undir jökli í Bárðarbungu um klukkan 21:22 (þann 29-Janúar-2015). Hugsanlegt er að eldgosið hafi átt sér stað einhverstaðar í barmi öskju Bárðarbungu. Ég hef hinsvegar ekki neina staðfestinu á þessu eins og er, en þetta er hinsvegar það sem óróagögnin benda til. Óróinn sem fylgdi þessu varði í rúmlega 30 til 55 mínútur samtals. Ef það bráðnaði mikill jökull vegna þessa þá ætti vatnið að koma undan Vatnajökli á næstu 8 til 18 klukkutímum eftir því hvaða leið það fer undir jöklinum, mestar líkur eru á því að það fari í Jökulsá á Fjöllum. Jarðskjálftahrina fylgdi þessu litla eldgosi og var stærsti jarðskjálftinn með stærðina í kringum 4,5 samkvæmt sjálfvirkum mælingum.

150129_2350
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu (rauðu punktanir) sem fylgdu óróanum frá þessum atburði. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

dyn.svd.29.01.2015.at.23.55.utc
Óróinn eins og hann kom fram á SIL stöðinni í Dyngjuhálsi. Óróinn sést við endann á þessu óróaplotti þar sem toppurinn er. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

skr.svd.29.01.2015.at.23.45.utc
Óróinn kom greinilega fram á SIL stöðinni á Skrokköldu. Toppurinn sést greinilega þrátt fyrir annað sem sést greinilega. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

dyn1_trem.svd.29.01.2015.at.23.58.utc Há upplausn af óróanum sýnir greinilega þetta smá eldgos sem varð undir jöklinum í kvöld. Þetta er greinilega merki um eldgos undir jökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ef mun bæta hingað inn eða skrifa nýja grein ef eitthvað meira gerist. Ég mun skrifa um jarðskjálftana á Reykjaneshrygg á morgun.

Staðan í Bárðarbungu þann 27-Janúar-2015

Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram eins og það hefur verið að gera undanfarið. Það er ekki mikil breyting á eldgosinu frá síðustu uppfærslu. Það hefur hinsvegar dregið hægt og rólega úr eldgosinu á undanförnum vikum. Það eru flóknar ástæða fyrir því afhverju það er að draga úr eldgosinu. Þetta eldgos mun hinsvegar enda einn daginn. Stærð hraunsins er óljós þessa stundina, magn þess hrauns sem hefur komið upp núna er í kringum 1,4 km³ (rúmkílómetri) samkvæmt síðustu fréttum. Sigkatlar í Vatnajökli sem situr ofan á Bárðarbungu hafa verið að dýpka undanfarnar vikur. Þetta þýðir að hveravirkni er að aukast á þessum svæðum þar sem þessi katlar eru að koma fram, það þýðir einnig að kvika er kominn mjög grunnt á þetta svæði í öskjubarmi Bárðarbungu. Þetta bendir einnig til þess að magn þeirrar kviku sem er þarna á grunnu dýpi er líklega að aukast. Hvort að þarna verður eldgos eða ekki er óljóst á þessari stundu, en það eru meiri líkur til þess en minni að þarna verði eldgos.

150127_2035
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðustu 48 klukkutíma hefur verið minna um jarðskjálfta í Bárðarbungu en á sama tíma í síðustu viku. Það eru toppar og lægðir í jarðskjálftavirkninni, einn daginn er mikið um jarðskjálfta, aðra daga fækkar jarðskjálftum mjög mikið. Síðan hefur einnig slæmt veður komið í veg fyrir að jarðskjálftar hafi verið að mælast almennilega undanfarið.

Síðustu viku voru jarðvísindamenn með mælingar á gasi nálægt eldgosinu í Holuhrauni. SO² er ennþá vandamál þar sem það blæs undan vindi.

Fréttir af eldgosinu í Holuhrauni

Til marks um hve hættulegt svæðið er (Rúv.is)
Rannsaka gas við Holuhraun (Rúv.is, Myndband)

Staðan í Bárðarbungu þann 23-Janúar-2015

Núverandi virkni í Bárðarbungu er með svipuðu móti og hefur verið. Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram með svipuðum hætti og hefur verið, þó er kraftur eldgossins minni núna en var fyrir tíu dögum síðan samkvæmt fréttum. Það kemur ekki á óvart, þar sem síðasta eldgos sem var með þessum hætti í Bárðarbungu var aðeins í átta mánuði, það eldgos myndaði Tröllagíga. Flæði hrauns úr gígnum núna er í kringum 60m³/sek samkvæmt síðustu fréttum. Það kom einnig fram í fréttum að sigkatlar í Bárðarbungu hafa verið að dýpka undanfarnar vikur. Það bendir til þess að kvika sé kominn mjög grunnt upp í jarðskorpuna, þá helst minna en á tveggja kílómetra dýpi, helst á eins kílómetra dýpi. Þetta gæti verið mögulegt ástæða þess afhverju það er farið að draga svona úr eldgosinu í Holuhrauni, þar sem það er möguleiki á því að kvikan hafi fundið beinni leið upp á yfirborðið. Kvikan í Bárðarbungu virðist vera að koma af miklu dýpi og það er vandamál, þar sem erfiðara er að segja til um kvikuhólfið sem þessi kvika kemur frá. Þar sem mjög erfitt að fylgjast með djúpum kvikuhólfum, það er hægt að fylgjast með grunnum kvikuhólfum vegna þeirrar jarðskjálftavirkni sem þau valda. Í kvikuhólfum sem eru á meira en 20 km dýpi vantar oft jarðskjálftavirknina og það gerir næstum því vonlaust að fylgjast með þeim.

dyn.svd.23.01.2015.at.18.43.utc
Óróinn í eldgosinu í Holuhrauni síðustu daga. Þegar óróinn fellur, þá er það merki um að eldgosið hafi minnkað í stuttan tíma. Mjög miklar sveiflur eru núna í eldgosinu (samkvæmt minni skoðun) og líklegt að gosstrókar sem hafa stundum verið hafi hætt í stuttan tíma stundum. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

150123_2010
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni er mjög svipuð í Bárðarbungu og hefur verið. Það eru komnir fimmtán dagar síðan jarðskjálfti með stærðina 5,0 og stærri átti sér stað í Bárðarbungu. Jarðskjálftavirkni telst ennþá vera mjög há í Bárðarbungu núna. Jarðskjálftavirkni hefur hinsvegar verið að minnka síðan í Ágúst-2014, þegar jarðskjálftavirknin var í hámarki með rúmlega 12.000 jarðskjálfta á viku (í kringum 3000 jarðskjálfta á dag).

Landrekið sem er að eiga sér stað

Þegar eldgosið í Holuhrauni endar, þá þýðir það bara að eldgosinu í Holuhrauni er lokið. Landrekið sem þarna á sér stað núna mun halda áfram mun lengur en sem nemur eldgosinu í Holuhrauni. Þau reiknilíkön sem ég er með í huganum (þar sem ég á ekki ofurtölvu) benda til þess að landrekið geti færst suður með eldstöðvarkerfi Bárðarbungu. Það er mjög erfitt að spá fyrir um þetta, en þau gögn (sprungur í jörðinni sunnan við Bárðarbungu á undanförnum árum) sem eru til benda til þess að mjög stórt svæði muni færast til á næstu árum. Þessi rekfærsla mun valda því að eldgos munu eiga sér stað, bæði löng og stutt á frekar stóru svæði. Hluti af þessu svæði er undir jökli (Vatnajökli) og það mun valda jökulflóðum. Þessi jökulflóð munu skemma allt sem á vegi þeirra verður.

Það er ekki hægt að vita hversu lengi þetta landrek mun vara. Eldri landreks hrynur benda til þess að þær vari í rúmlega 5 til 10 ár. Stundum styttra og stundum lengra, þar sem það veltur á því hversu langt er á milli þess sem landrek á sér stað á þessu svæði. Síðasta landrek á þessu svæði varð líklega fyrir rúmlega 100 árum síðan í hluta kerfisins. Ég veit þetta ekki fyrir víst, en þetta er það sem gögnin benda til.

Fréttir af eldgosinu

Mik­il virkni enn í Bárðarbungu (mbl.is)
Dregið hefur úr virkni gossins á yfirborði (Vísir.is)
Gosinu í Holuhrauni gæti lokið á næstu vikum(Vísir.is)

Styrkir

Ég er ennþá að bíða eftir því að PayPal aflétti takmörkunum af nýjum aðgangi mínum hjá þeim. Þangað til bendi ég fólki á að hægt er að styrkja mig beint með því að leggja inn á mig í heimabankanum. Bankaupplýsingar er að finna á síðunni „Styrkir“. Það er einnig hægt að styrkja mig með því að versla í gegnum Amazon auglýsinganar hérna á vefsíðunni. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Staðan í Bárðarbungu þann 20-Janúar-2015

Eldgosið í Bárðarbungu heldur áfram með svipuðum hætti og hefur verið. Ekki hafa neinar stórar breytingar verið tilkynntar á undanförnum dögum. Norðurhlið gígsins hefur ekki ennþá hrunið, en miðað við það sem sést á vefmyndavélum þá virðist sem að virknin sé að aukast í norðurhluta gígsins þessa stundina. Hraunið er núna í kringum 85 km² að stærð. Magn breinnisteinsdíóxíð sem kemur upp á hverjum degi er í kringum 10.000 til 30.000 tonn á hverjum degi.

150120_2305
Staðan í Bárðarbungu síðustu 48 klukkustundirnar. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni hefur verið að aukast síðasta sólarhringinn í Bárðarbungu, það er ekki ljóst afhverju sú breyting er að eiga sér stað núna. Helsta breytingin er sú að jarðskjálftum sem eru stærri en 3,0 hefur fjölgað. Ég veit ekki afhverju þetta er að gerast, annaðhvort er eitthvað að breytast í Bárðarbungu eða eitthvað er að gefa eftir í jarðskorpunni í eldstöðinni. Á þessari stundu er ekki hægt að vita hvað er að gerast. Það er einnig ekki hægt að vita hvenær það kemur í ljós hvað er að gerast.

Aðrir hlutir tengdir Bárðarbungu

Landsnet hefur undanfarið verið að undirbúa sig fyrir hugsanlegt jökulflóð úr Bárðarbungu ef eldgos verður undir jökli. Þessi undirbúningur felur í sér breytingar á spennivirkjum og það að er verið að færa mikilvæg háspennumastur þar því verður við komið. Það er einnig verið að vinna að breytingu á virkjunum ef að til jökulflóðs kemur úr Bárðarbungu þar sem virkjanir eru í hættu að verða fyrir flóði, með þessu er verið að reyna koma í veg fyrir eins mikinn skaða og hægt er.

Vísindamenn sem hafa verið að vinna við eldgosið í Holuhrauni voru margir komnir með krónískan hósta. Þegar vísindamenn fóru síðan í jólafrí þá hvarf þessi hósti samkvæmt frásögn á Vísir.is af þessu máli. Mengunin frá eldgosinu í Holuhrauni er mjög slæm fyrir fólk til lengri tíma.

Fréttir af Bárðarbungu


Háspennusmastur fært vegna flóðahættu
(Rúv.is, Myndband)
Vísindamenn með krónískan hósta vegna gasmengunar (Vísir.is)

Breyting á greinarskrifum vegna Bárðarbungu

Ég hef ákveðið að færa seinni greinina um Bárðarbungu fram á Föstudaga. Þannig fæ ég fram jafna dreifingu (eða sem næst því) á þeim dögum sem ég skrifa um Bárðarbungu.

Staðan í Bárðarbungu þann 16-Janúar-2015

Ekki hafa orðið miklar breytingar í eldgosinu í Holuhrauni síðan á miðvikudaginn (14-Janúar-2015). Hraunbreiðan heldur áfram að stækka og er núna orðin ~84 km² (ferkílómetrar) að stærð. Brennisteinsdíoxíð mengun er ennþá mikið vandamál eftir því hvert vindurinn blæs mengunni á hverjum tíma. Hraunstreymið er þessa stundina í kringum 50 – 70 m³/sek samkvæmt síðustu mælingum.

150116_2040
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu síðustu 48 klukkustundirnar. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ennþá er mikil jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu, stærstu jarðskjálftarnir hafa stærðina 4,6. Það er orðið talsvert síðan jarðskjálfti að stærðinni 5,0 eða stærri varð í Bárðarbungu. GPS gögn sýna að Bárðarbunga heldur áfram að síga, hægt hefur á þessu sigi síðan það hófst í lok Ágúst, þetta hæga sig Bárðarbungu sýnir að kvika er ennþá að streyma út úr kvikuhólfum innan í eldstöðinni. Jarðskjálftavirkni hefur haldið áfram í kvikuinnskotinu, allir þeir jarðskjálftar sem hafa átt sér stað hafa verið minni en 2,5.

Breytingar á uppfærslum: Þar sem eldgosið í Holuhrauni (Bárðarbungu) er alltaf með mjög svipuðum hætti núna þessar vikunar, þá hef ég breytt þeim dögum sem ég skrifa um Bárðarbungu. Framvegis verður skrifað um Bárðarbungu á Þriðjudögum og Fimmtudögum. Ef eitthvað stórt gerist í Bárðarbungu utan þessara daga þá mun ég skrifa um það eins fljótt og hægt er.

Staðan í Bárðarbungu þann 14-Janúar-2015

Lítið hefur breyst í eldgosinu í Holuhrauni síðan á Mánudaginn (12-Janúar-2015). Eldgosið er ennþá með svipuðum hætti og hefur verið undanfarið. Engar breytingar hafa verið tilkynntar í fréttum eða hjá Veðurstofunni. Brennisteinsdíoxíð er ennþá mikið vandamál vegna eldgossins, gasið fer eftir vindátt hverju sinni.

150114_1955
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Öflug jarðskjálftavirkni heldur áfram í Bárðarbungu. Stærstu jarðskjálftarnir hafa verið með stærðina 4,7 en talvert hefur verið um minni jarðskjálftar séu að eiga sér stað. Þessa stundina er ekkert sem bendir til þess að jarðskjálftum sé að fækka í Bárðarbungu, þó svo að dregið hafi úr jarðskjálftavirkni frá því sem hún var í September – Nóvember, þegar jarðskjálftavirknin toppaði í Bárðarbungu.

Samkvæmt fréttum Stöðvar 2 þá hefur Bárðarbunga verið að undirbúa eldgos síðan árið 1974 (ferlið gæti hafa hafist mörgum árum áður án þess að nokkur yrði þess var), hugsanlega fyrr. Þetta þýðir að mikið magn kviku hefur safnast saman í Bárðarbungu síðan og hugsanlega í djúpkerfi eldstöðvarinnar (mín skoðun), kvika sem er tilbúin í að gjósa. Það er einnig mikil hætta á því að eldgos muni eiga sér stað undir jökli, sú hætta mun aukast þegar eldgosið í Holuhrauni hættir. Þar sem það er mín skoðun að eldgosið í Holuhrauni getur ekki gosið allri þeirri kviku sem er búin að safnast fyrir í Bárðarbungu. Það er spurning hvort að öll kvikan muni gjósa, en eins og staðan er núna þá það líklegt miðað við núverandi forsendur. Þær forsendur geta breyst án viðvörunar.

Fréttir

Hætta gæti aukist á öflugu sprengigosi í Bárðarbungu (Vísir.is)

Staðan í Bárðarbungu þann 12-Janúar-2015

Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram með sama hætti og hefur verið í síðustu viku. Hraunflæðið er í kringum 60 – 80 m³/sek samkvæmt fréttum á Stöð 2. Á mörgum stöðum er hraunið ekkert nema skel, undir þessari skel er hraunið 1000C (gráður) og þegar þrýstingur er nægur þá brýst þetta hraun fram á yfirborðið (eins og sést í myndbandinu frá Stöð 2). Gígurinn er í kringum 500 metra langur og er í kringum 80 metra hár. Nýjar myndir benda til þess að nýr gígur hafi opnast við suður enda aðal gígsins (ég hef ekki stefnuna 100% núna), síðasta mynd sem ég sá benti ekki til þess að hraun væri farið að renna úr honum. Það getur þó breyst án viðvörunar. Það er að gjósa í öllum gígnum, en ekki bara einum bletti innan hans. Stærð hraunsins er núna rúmlega ~84 km² að stærð. Eldgosið í Holuhrauni er núna búið að vara í 4,5 mánuði.

Hraunið er núna farið að renna yfir 88 ára gamalt hraun sem heitir Þorvaldshraun, það hraun kom frá Öskju í eldgosi árið 1926 – 1930 (ég hef ekki nákvæmar dagsetningar á þessu eldgosi). Nýtt stöðuvatn mun væntanlega myndast á þessu svæði næsta sumar vegna jökuláa sem þarna renna, þar sem hraunið er hefur runnið yfir vatnavegi jökuláa sem þarna eru. Þar sem einu sinni var sandeyðimörk er núna komið stórt hraunflæmi. Það eru engin merki um það að þetta eldgos sé að fara enda á næstunni.

150112_2055
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni hefur verið að aukast í Bárðarbungu síðustu 24 klukkutímana, það hefur einnig orðið aukning í jarðskjálfti sem eru með stærðina 4,0. Það hefur einnig orðið aukning í jarðskjálftavirkni í kvikuinnskotinu. Ég átta mig ekki afhverju þessi aukning í jarðskjálftavirkni á sér stað núna.

Loftgæði

Brennisteinsdíoxíði mengun er ennþá mikið vandamál vegna eldgossins í Holuhrauni. Í gær fór brennisteinsdíoxíð mengun í Jökuldal upp í 7800 μg/m³. Þessi mengun fer þangað sem vindurinn blæs henni. Logn er verst þar sem það leyfir mengunni að aukast hægt og rólega á svæðum, sérstaklega í dölum og þeim svæðum sem liggja lágt í landslaginu.

Fréttir

Einn fegursti gígur Íslands er að myndast í eldgosinu (Vísir.is)
Dimmt af mengun á Jökuldal (Rúv.is)

Grein uppfærð þann 13-Janúar-2015 klukkan 20:16.
Grein uppfærð þann 13-Janúar-2015 klukkan 20:20.

Staðan í Bárðarbungu þann 9-Janúar-2015

Stutt grein um stöðuna í Bárðarbungu.

Það hafa ekki orðið miklar breytingar á síðan á Miðvikudaginn 7-Janúar-2015. Ef það varð minnkun á eldgosinu í Holuhrauni, þá var sú breyting tímabundin og eldgosið er núna á þeim stigum sem það var áður. Ekki er að sjá neina breytingu á eldgosinu á vefmyndavélum Mílu í dag.

150109_1835
Jarðskjálftar í Bárðarbungu síðust 48 klukkutíma. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn síðasta sólarhringinn var með stærðina 5,1 og varð í norð-austur hluta öskju Bárðarbungu. Minni jarðskjálftar hafa verið að eiga sér stað á þessu sama svæði síðustu fjóra mánuðina. Smáir jarðskjálftar hafa verið að eiga sér stað í kvikuinnskotinu nærri jaðri jökulsins. Ég veit ekki hvað þetta þýðir, það er samt mitt mat að þessi jarðskjálftavirkni geti ekki verið góð merki. Þar sem það er mikil hætta á eldgosi þar sem kvikuinnskotið er til staðar, jafnvel þó svo að núna gjósi á einum stað í Holuhrauni. Lengd kvikuinnskotsins er rúmlega 46 km og mestur hluti þess er undir Vatnajökli.

Á þessum tíma árs er Vatnajökull að bæta við sig snjó og þyngjast í kjölfarið. Það eru miklar líkur á því að þetta muni hafa áhrif á Bárðarbungu. Þar sem snjófall á Vatnajökli er í kringum 10 til 20 metrar yfir veturinn (þetta veltur á árinu). Þyngd jökulsins er þessa dagana að auka þrýstinginn á Bárðarbungu, ég veit ekki fyrir víst hvaða breytingar þetta mun hafa á Bárðarbungu. Það er hinsvegar ágiskun mín að þetta hafi hægt á því sem er að gerast í Bárðarbungu tímabundið. Jöklar á Íslandi fara að léttast í Júní til September þegar sumarbráðnun hefst á þeim.