Staðan í Bárðarbungu þann 20-Janúar-2015

Eldgosið í Bárðarbungu heldur áfram með svipuðum hætti og hefur verið. Ekki hafa neinar stórar breytingar verið tilkynntar á undanförnum dögum. Norðurhlið gígsins hefur ekki ennþá hrunið, en miðað við það sem sést á vefmyndavélum þá virðist sem að virknin sé að aukast í norðurhluta gígsins þessa stundina. Hraunið er núna í kringum 85 km² að stærð. Magn breinnisteinsdíóxíð sem kemur upp á hverjum degi er í kringum 10.000 til 30.000 tonn á hverjum degi.

150120_2305
Staðan í Bárðarbungu síðustu 48 klukkustundirnar. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni hefur verið að aukast síðasta sólarhringinn í Bárðarbungu, það er ekki ljóst afhverju sú breyting er að eiga sér stað núna. Helsta breytingin er sú að jarðskjálftum sem eru stærri en 3,0 hefur fjölgað. Ég veit ekki afhverju þetta er að gerast, annaðhvort er eitthvað að breytast í Bárðarbungu eða eitthvað er að gefa eftir í jarðskorpunni í eldstöðinni. Á þessari stundu er ekki hægt að vita hvað er að gerast. Það er einnig ekki hægt að vita hvenær það kemur í ljós hvað er að gerast.

Aðrir hlutir tengdir Bárðarbungu

Landsnet hefur undanfarið verið að undirbúa sig fyrir hugsanlegt jökulflóð úr Bárðarbungu ef eldgos verður undir jökli. Þessi undirbúningur felur í sér breytingar á spennivirkjum og það að er verið að færa mikilvæg háspennumastur þar því verður við komið. Það er einnig verið að vinna að breytingu á virkjunum ef að til jökulflóðs kemur úr Bárðarbungu þar sem virkjanir eru í hættu að verða fyrir flóði, með þessu er verið að reyna koma í veg fyrir eins mikinn skaða og hægt er.

Vísindamenn sem hafa verið að vinna við eldgosið í Holuhrauni voru margir komnir með krónískan hósta. Þegar vísindamenn fóru síðan í jólafrí þá hvarf þessi hósti samkvæmt frásögn á Vísir.is af þessu máli. Mengunin frá eldgosinu í Holuhrauni er mjög slæm fyrir fólk til lengri tíma.

Fréttir af Bárðarbungu


Háspennusmastur fært vegna flóðahættu
(Rúv.is, Myndband)
Vísindamenn með krónískan hósta vegna gasmengunar (Vísir.is)

Breyting á greinarskrifum vegna Bárðarbungu

Ég hef ákveðið að færa seinni greinina um Bárðarbungu fram á Föstudaga. Þannig fæ ég fram jafna dreifingu (eða sem næst því) á þeim dögum sem ég skrifa um Bárðarbungu.