Það virðist sem að hugsanlegt smágos hafi orðið undir jökli í Bárðarbungu um klukkan 21:22 (þann 29-Janúar-2015). Hugsanlegt er að eldgosið hafi átt sér stað einhverstaðar í barmi öskju Bárðarbungu. Ég hef hinsvegar ekki neina staðfestinu á þessu eins og er, en þetta er hinsvegar það sem óróagögnin benda til. Óróinn sem fylgdi þessu varði í rúmlega 30 til 55 mínútur samtals. Ef það bráðnaði mikill jökull vegna þessa þá ætti vatnið að koma undan Vatnajökli á næstu 8 til 18 klukkutímum eftir því hvaða leið það fer undir jöklinum, mestar líkur eru á því að það fari í Jökulsá á Fjöllum. Jarðskjálftahrina fylgdi þessu litla eldgosi og var stærsti jarðskjálftinn með stærðina í kringum 4,5 samkvæmt sjálfvirkum mælingum.
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu (rauðu punktanir) sem fylgdu óróanum frá þessum atburði. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Óróinn eins og hann kom fram á SIL stöðinni í Dyngjuhálsi. Óróinn sést við endann á þessu óróaplotti þar sem toppurinn er. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Óróinn kom greinilega fram á SIL stöðinni á Skrokköldu. Toppurinn sést greinilega þrátt fyrir annað sem sést greinilega. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Há upplausn af óróanum sýnir greinilega þetta smá eldgos sem varð undir jöklinum í kvöld. Þetta er greinilega merki um eldgos undir jökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Ef mun bæta hingað inn eða skrifa nýja grein ef eitthvað meira gerist. Ég mun skrifa um jarðskjálftana á Reykjaneshrygg á morgun.