Staðan í Bárðarbungu þann 30-Janúar-2015

Síðan ég skrifaði síðustu grein um Bárðarbungu þá hefur lítið breyst í sjálfu eldgosinu. Það virðast hafa verið einhverjar breytingar í Bárðarbungu og mun ég fara yfir það síðar í þessari grein hérna. Hraunflæðið úr gígnum í Holuhrauni er ennþá í kringum 100m³/sek. Það virðast þó vera talsverðar breytingar á þessu flæði milli vikna, það hefur hinsvegar dregið mjög mikið úr þessu flæði undanfarnar vikur. Magn þess hrauns sem hefur komið upp er í kringum 1,4 km³ (rúmkílómetrar). Samkvæmt síðustu fréttum þá hefur hraunið verið að þykkna næst gígnum og er þar orðið rúmlega 40 metra þykkt. Nýtt mat jarðfræðinga bendir til þess að eldgosinu geti lokið á næstu 4 til 15 mánuðum.

150130_2050
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutíma. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni er ennþá frekar mikil í Bárðarbungu, en jarðskjálftavirknin hefur verið að minnka stöðugt síðustu vikunar. Það koma hinsvegar toppar í jarðskjálftavirkina og þess á milli þá minnkar virknin. Ég veit ekki ennþá hvort að lítið eldgos hafi átt sér stað í sjálfri Bárðarbungu í gær. Ekkert hefur verið staðfest ennþá og það getur liðið langur tími þangað til að þetta fæst staðfest. Ég er einnig farinn að sjá óróatoppa vegna háhitavirkni í Bárðarbungu (eftir því sem mér sýnist).

Ef eitthvað gerist í Bárðarbungu þá mun ég skrifa um það eins fljótt og hægt er.