Í dag (02-Febrúar-2015) varð lítil jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu, þessi jarðskjálftahrina byrjaði í nótt og hefur eitthvað varað fram eftir degi. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 3,1. Þessa stundina hafa 59 jarðskjálftar mælst.
Jarðskjálftarnir á Tjörnesbrotabeltinu síðustu 48 klukkutíma. Græna stjarnan táknar það hvar jarðskjálftinn með stærðina 3,1 átti upptök sín. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Tjörnesbrotabeltið er mjög virkt þegar það kemur að jarðskjálftavirkni. Það er orðið talsvert síðan jarðskjálftahrina varð á Tjörnesbrotabeltinu. Jarðskjálftar á Tjörnesbrotabeltinu geta farið upp í Mw7,0*.
* Hérna er eingöngu um að ræða vísun í söguna.