Lítið hefur breyst í eldgosinu í Holuhrauni síðan á Mánudaginn (12-Janúar-2015). Eldgosið er ennþá með svipuðum hætti og hefur verið undanfarið. Engar breytingar hafa verið tilkynntar í fréttum eða hjá Veðurstofunni. Brennisteinsdíoxíð er ennþá mikið vandamál vegna eldgossins, gasið fer eftir vindátt hverju sinni.
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Öflug jarðskjálftavirkni heldur áfram í Bárðarbungu. Stærstu jarðskjálftarnir hafa verið með stærðina 4,7 en talvert hefur verið um minni jarðskjálftar séu að eiga sér stað. Þessa stundina er ekkert sem bendir til þess að jarðskjálftum sé að fækka í Bárðarbungu, þó svo að dregið hafi úr jarðskjálftavirkni frá því sem hún var í September – Nóvember, þegar jarðskjálftavirknin toppaði í Bárðarbungu.
Samkvæmt fréttum Stöðvar 2 þá hefur Bárðarbunga verið að undirbúa eldgos síðan árið 1974 (ferlið gæti hafa hafist mörgum árum áður án þess að nokkur yrði þess var), hugsanlega fyrr. Þetta þýðir að mikið magn kviku hefur safnast saman í Bárðarbungu síðan og hugsanlega í djúpkerfi eldstöðvarinnar (mín skoðun), kvika sem er tilbúin í að gjósa. Það er einnig mikil hætta á því að eldgos muni eiga sér stað undir jökli, sú hætta mun aukast þegar eldgosið í Holuhrauni hættir. Þar sem það er mín skoðun að eldgosið í Holuhrauni getur ekki gosið allri þeirri kviku sem er búin að safnast fyrir í Bárðarbungu. Það er spurning hvort að öll kvikan muni gjósa, en eins og staðan er núna þá það líklegt miðað við núverandi forsendur. Þær forsendur geta breyst án viðvörunar.
Fréttir
Hætta gæti aukist á öflugu sprengigosi í Bárðarbungu (Vísir.is)