Ný jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu (eldstöðin)

Í dag (21-Ágúst-2020) hófst jarðskjálftahrina í Tjörnesbrotabeltinu eldstöðinni. Það er óljóst hvort að hvort að þessi jarðskjálftavirkni sé vegna jarðskorpuhreyfinga á þessu svæði. Stærsti jarðskjálftinn á þessu svæði var með stærðina Mw3,2 þegar þessi grein er skrifuð. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram á þessu svæði hafa verið minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er ný jarðskjálftahrina og tengist ekki jarðskjálftahrinunni norður af Gjögurtá. Það eru því tvær jarðskjálftahrinur að eiga sér stað á Tjörnesbrotabeltinu núna. Jarðskjálftavirknin er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.

Tveir sterkir jarðskjálftar á Tjörnesbrotabeltinu í nótt

Aðfaranótt 8-Ágúst-2020 klukkan 03:42 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,6 á Tjörnesbrotabeltinu. Þessi jarðskjálfti fannst vel og vakti fólk uppi af svefni. Þessi jarðskjálfti virðist hafa orðið á Flateyjar – Húsvíkur misgenginu. Seinni jarðskjálfti varð klukkan 03:52 og var sá jarðskjálfti með stærðina Mw3,7 og fannst sá jarðskjálfti einnig. Ekkert tjón varð í kjölfarið á þessum jarðskjálftum. Eftir að stærstu jarðskjálftarnir áttu sér stað, þá varð hrina af minni jarðskjálftum.


Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina er sú sama og hófst þann 19-Júní-2020 og hefur verið í gangi síðan þá. Þessi jarðskjálftahrina hefur ekki verið eins kröftug eins og hún var í Júní. Það er hinsvegar varanleg hætta á jarðskjálfta með stærðina Mw7,0 á þessu svæði á meðan þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi. Það er ekkert sem bendir til þess að þessi jarðskjálftahrina sé að fara að enda.

Endurnýjuð jarðskjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu

Í dag (4-Ágúst-2020) klukkan 15:16 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,3 á Tjörnesbrotabeltinu en þarna hefur verið jarðskjálftahrina síðan 19-Júní-2020. Áður en stærsti jarðskjálftinn varð þá jókst fjöldi lítilla jarðskjálfta.


Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu er núna á sínum öðrum mánuði og það er engin merki þess að þessi jarðskjálftahrina sé að fara að hætta. Það er áframhaldandi hætta á jarðskjálfta með stærðina Mw7,0 á þessu svæði á meðan þessi jarðskjálftahrina er í gangi á þessu svæði.

Þrír kröftugir jarðskjálftar á Tjörnesbrotabeltinu nærri Gjögurtá

Í nótt (19-Júlí-2020) urðu þrír jarðskjálftar nærri Gjögurtá á Tjörnesbrotabeltinu á misgengi sem heitir Flatey – Húsavíkur misgengið. Um miðnætti þann 19-Júlí jókst jarðskjálftavirkni snögglega á Tjörnesbrotabeltinu á þessu svæði. Fyrsti jarðskjálftinn sem náði stæðinni Mw3,0 varð klukkan 02:54 og stærst jarðskjálftinn með stærðina Mw4,4 varð klukkan 03:07 og annar stærsti jarðskjálftinn með stærðina Mw3,3 varð klukkan 07:05. Það er ekki hægt að útiloka frekari jarðskjálfta sem verða með stærðina Mw3,0 eða stærri á þessu svæði og það er ennþá mikil hætta á jarðskjálfta með stærðina Mw7,0 verði á þessu svæði.


Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er stærsti jarðskjálftinn á þessu svæði síðan 8-Júlí þegar jarðskjálfti með stærðina Mw4,2 varð á þessu svæði í rekdalnum sem þarna er og er einnig virkur í þessari jarðskjálftavirkni. Það hafa komið fram meira en 14.000 jarðskjálftar síðan þessi jarðskjálftahrina hófst þann 19-Júní. Þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.

Jarðskjálfti með stærðina Mw4,2 á Tjörnesbrotabeltinu í gær (8-Júlí-2020)

Í gær (8-Júlí-2020) varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,2 á Tjörnesbrotabeltinu. Þessi jarðskjálfti var nær landi en aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið og fannst því betur vegna þessa. Misgengið sem olli þessum jarðskjálfta er með stefnuna norður-suður. Jarðskjálftahrinan sem hófst þann 19-Júní-2020 er ennþá í gangi en dregið hefur mjög úr fjölda jarðskjálfta á þessu svæði undanfarið og síðustu daga hafa bara verið um 300 jarðskjálftar á 48 klukkustundatímabili.


Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ennþá mikil hætta á jarðskjálfta með stærðina Mw6,0 til Mw7,0 á Tjörnesbrotabeltinu og þessi hætta mun verða áfram í talsverðan tíma eftir að jarðskjálftahrinunni er lokið á þessu svæði.

Aukning í jarðskjálftum á Tjörnesbrotabeltinu

Í dag (6-Júlí-2020) varð aukning í jarðskjálftum á Tjörnesbrotabeltinu með jarðskjálfta upp á stærðina Mw3,5 klukkan 18:34 en þar á undan hafði orðið jarðskjálfti með stærðina Mw3,2 klukkan 15:40. Það er möguleiki á því að þessir jarðskjálftar hafi fundist. Þessi jarðskjálftahrina hófst þann 19-Júní og er ennþá í gangi og það eru því komnar þrjár vikur síðan þessi jarðskjálftahrina hófst.


Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ennþá mjög mikil hætta á að þarna verði jarðskjálfti með stærðina Mw6,0 til Mw7,2. Það er ekkert sem bendir til þess að byrjað sé að draga úr þessari jarðskjálftahrinu. Jarðskjálftahrinan dettur hinsvegar niður í nokkra klukkutíma til daga reglulega áður en jarðskjálftavirkni eykst aftur.

Uppfærsla fimm á jarðskjálftahrinuna á Tjörnesbrotabeltinu

Þetta hérna er síðasta uppfærslan um jarðskjálftahrinuna á Tjörnesbrotabeltinu þangað til eitthvað meira fer að gerast.

Það hefur dregið úr þeirri jarðskjálftavirkni sem er núna á Tjörnesbrotabeltinu og mjög fáir jarðskjálftar eru að ná stærðinni Mw3,0 eða stærri. Síðustu 48 klukkustundirnar hafa aðeins fimm jarðskjálftar komið fram með stærðina Mw3,0 eða stærri og aðeins hafa komið fram um 650 jarðskjálftar síðustu 48 klukkustundirnar. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw4,1 klukkan 04:52.


Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ennþá mikil hætta á jarðskjálftar með stærðina Mw7,0 til Mw7,4 á Tjörnesbrotabeltinu og það er ennþá viðvörun í gildi frá Veðurstofu Íslands vegna þessa. Misgengið sem kom jarðskjálftanum á Sunnudeginum 21 með jarðskjálftanum Mw6,0 (USGS/EMSC. Veðurstofan er með Mw5,8) var í kringum 20km til 30km langt misgengi í norður-suður átt í vest-suður-vestur af Grímsey. Þegar þessi grein er skrifuð hafa orðið meira en 7000 jarðskjálftar.

Uppfærsla fjögur um jarðskjálftahrinuna á Tjörnesbrotabeltinu

Þessi grein er stutt uppfærsla á stöðunni á jarðskjálftahrinunni á Tjörnesbrotabeltinu. Jarðskjálftahrinan heldur áfram en lítið hefur verið um jarðskjálfta stærri en Mw3,0 síðustu daga. Þegar þessi grein er skrifuð hafa um 1000 jarðskjálftar komið fram síðustu 48 klukkustundirnar. Það er ennþá í gildi viðvörun vegna mögulegs jarðskjálfta sem gæti náð stærðinni Mw7,0.


Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin bendir til þess að vestasti hluti Flateyjar – Húsavíkur misgengsins sé orðin virkur (litlir jarðskjálftar í stefnu misgengisins). Árið 1755 varð þarna jarðskjálfti sem er talið að hafi verið með stærðina Mw7,0 eða stærri. Síðan varð mjög stór jarðskjálfti þarna árið 1260 en stærð þessa jarðskjálfta er ekki þekkt.

Að öðru leiti hefur ekki orðið mikil breyting á jarðskjálftavirkni síðustu daga á Tjörnesbrotabeltinu þar sem þessi jarðskjálftahrina á sér núna stað.

Vísindagreinar um Tjörnesbrotabeltið

Earthquakes in North Iceland (Enska, pdf)
Jarðskjálftavirkni á Norðurlandi (pdf)

Styrkir

Þeir sem vilja geta styrkt mína vinnu við þessa vefsíðu með því að nota PayPal takkann hérna til hægri á síðunni. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Uppfærsla þrjú um jarðskjálftahrinuna á Tjörnesbrotabeltinu (TFZ)

Hérna er stutt uppfærsla um Mw5,8 jarðskjálftann á Tjörnesbrotabeltinu (USGS/EMSC eru með stærðina Mw6,0) sem varð í gær klukkan 19:07. Jarðskjálftinn sem varð í gær var lengra úti í sjó og því voru áhrif þessa jarðskjálfta minni en ef hann hefði verið nær landi. Samkvæmt Veðurstofu Íslands þá er mikil hætta á jarðskjálfta þarna með stærðina Mw7,0 verði á þessu svæði í kjölfarið á þessum jarðskjálfta. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær slíkur jarðskjálfti yrði.


Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftahrinan er mjög þétt. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ef að það verður stór jarðskjálfti þá mun ég reyna að setja inn upplýsingar eins fljótt og mögulegt er.

Frétt Veðurstofu Íslands

Jarðskjálftahrina 20 km norðaustur af Siglufirði

Myndir af Mw5,8 jarðskjálftanum sem varð á Tjörnesbrotabeltinu klukkan 19:07 þann 21-Júní-2020

Á meðan ég er að bíða eftir tæknilegum upplýsingum um jarðskjálftann sem varð klukkan 19:07 þann 21-Júní-2020. Þau atriði verða í grein á morgun um jarðskjálftann. Þessi grein verður með myndir af jarðskjálftanum sem ég náði þegar hann átti sér stað. Það er greinilega eitthvað í gangi þar sem þessi jarðskjálfti kemur allt öðruvísi út heldur en fyrri jarðskjálftar með stærðina Mw5,2 og Mw5,6.


Jarðskjálftinn eins og hann kom fram hjá mér.


Jarðskjálftinn eins og hann kom fram hjá mér.


Jarðskjálftinn eins og hann kom fram hjá mér.


Jarðskjálftinn eins og hann kom fram hjá mér.


Há upplausn af jarðskjálftanum með stærðina Mw5,8. Þetta er Hvammstangi 1.


Há upplausn af jarðskjálftanum með stærðina Mw5,8. Þetta er Hvammstangi 2.


Jarðskjálftavirknin er komin yfir mjög stórt svæði. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Þetta er mjög mikil jarðskjálftavirkni. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég verð í vinnu á morgun frá klukkan 08:00 til 16:00 og mun því ekki geta brugðist við ef eitthvað gerist á þeim tíma. Ég mun fyrst geta brugðist við eftir klukkan 16:00. Það er langt í að þessari jarðskjálftavirkni sé lokið.