Jarðskjálfti með stærðina Mw4,2 á Tjörnesbrotabeltinu í gær (8-Júlí-2020)

Í gær (8-Júlí-2020) varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,2 á Tjörnesbrotabeltinu. Þessi jarðskjálfti var nær landi en aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið og fannst því betur vegna þessa. Misgengið sem olli þessum jarðskjálfta er með stefnuna norður-suður. Jarðskjálftahrinan sem hófst þann 19-Júní-2020 er ennþá í gangi en dregið hefur mjög úr fjölda jarðskjálfta á þessu svæði undanfarið og síðustu daga hafa bara verið um 300 jarðskjálftar á 48 klukkustundatímabili.


Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ennþá mikil hætta á jarðskjálfta með stærðina Mw6,0 til Mw7,0 á Tjörnesbrotabeltinu og þessi hætta mun verða áfram í talsverðan tíma eftir að jarðskjálftahrinunni er lokið á þessu svæði.