Í gær (28-Október-2021) varð jarðskjálftahrina austur af Grímsey. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,9 klukkan 22:06. Það er ekki vitað hvort að þessi jarðskjálfti fannst í Grímsey.
Jarðskjálftavirknin austur af Grímsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftar eru mjög algengir á þessu svæði og þarna verða mjög stórar jarðskjálftahrinur á 2 til 10 ára fresti.
Í gær (28-Október-2021) varð jarðskjálftar með stærðina Mw3,6 og Mw3,0 vestur af Kleifarvatni (í Krýsuvíkur-Trölladyngja eldstöðvarkerfinu). Fyrsti jarðskjálftinn með stærðina Mw3,6 varð klukkan 18:36 og seinni jarðskjálftinn með stærðina Mw3,0 varð klukkan 23:11. Aðrir jarðskjálftar sem urðu á svæðinu voru minni að stærð.
Jarðskjálftavirknin vestur af Kleifarvatni. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þessi jarðskjálftavirkni virðist tengjast kvikuhreyfingum á þessu svæði. Þessar hreyfingar hafa ekki ennþá og munu hugsanlega ekki koma af stað eldgosum á þessu svæði þar sem þetta er annað sprungusvæði. Það er ólíklegt að þessi virkni tengist jarðskjálftavirkni og kvikuhreyfingum sem eru í gangi núna við Fagradalsfjall.
Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands þá hefur verið jarðskjálftahrina af lágtíðni jarðskjálftum í eldstöðinni Torfajökli síðan á miðnætti 28-Október-2021. Þessir jarðskjálftar koma ekki greinilega fram á jarðskjálftakorti Veðurstofu Íslands. Þessir jarðskjálftar koma hinsvegar vel fram á nálægum SIL stöðvum. Samkvæmt Veðurstofu Íslands þá er fjöldi jarðskjálfta 1 til 2 jarðskjálftar á hverjum 15 mínútum.
Jarðskjálftavirknin í Torfajökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Óróagröfin sem sýnir mjög vel lágtíðni jarðskjálftavirknina frá miðnætti. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það er tvennt sem getur komið svona lágtíðni jarðskjálftum af stað. Það fyrra er ofurhitað vatn í jarðskorpunni á þessu svæði. Það seinna er kvika sem er þarna á ferðinni. Það hefur orðið vart við svona jarðskjálftavirkni í Torfajökli án þess að það komi til eldgoss. Þegar ég skrifa þessa grein, þá reikna ég með því að það sé að gerast núna. Þetta er hinsvegar virk eldstöð og staðan getur því breyst snögglega og án nokkurs fyrirvara.
Það eru engar vefmyndavélar þarna, þar sem svæðið er afskekkt og lítið eða ekkert farsímasamband á svæðinu. Ef það er farsímasamband, þá er það annaðhvort 2G (GSM) eða hægfara 3G farsímasamband.
Í gær (12-Október-2021) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes. Flestir af þeim jarðskjálftum sem komu fram voru út í sjó. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,3 og Mw3,2 út í sjó en ekkert mjög langt frá ströndinni.
Jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það er ekki hægt að segja til um það hvort að þessi jarðskjálftavirkni tengist beint kvikuhreyfingum á þessu svæði en það hafa verið merki um það að kvika sé komin mjög grunnt í jarðskorpuna á þessu svæði án þess að það gjósi. Það þýðir að kvikan er á ferðinni þarna án þess að gjósa. Það virðist sem að jarðskjálftavirkni sé að aukast á Reykjanesinu aftur og á Reykjaneshrygg á sama tíma eftir að eldgosið í Fagradalsfjalli stöðvaðist.
Þegar þessi grein er skrifuð þann 3-Október-2021 þá er jarðskjálftahrina við Keili ennþá í gangi. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur mælst þegar þessi grein er skrifuð var með stærðina Mw4,2 þann 2-Október-2021. Það gæti breyst án viðvörunnar.
Jarðskjálftavirknin við Keili á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það sem ég er að sjá í þessari jarðskjálftahrinu er það mín skoðun að þessir jarðskjálftahrina á upptök sín í kviku sem er þarna við Keili. Kvikan sem er þarna virðist vera föst en afhverju það gerist veit ég ekki en það er áhugavert að fylgjast með því. Það bendir einnig til þess að kvikan sem hafi gosið í Fagradalsfjalli hafi komið þarna upp og það sé því ástæðan afhverju eldgosið þar stöðvaðist. Það er hugmyndin núna, hvort að það er rétt veit ég ekki.
Almannavarnir og Veðurstofu Íslands hafa varað fólk við því að fara að Keili vegna hættu á eldgosi og stórum jarðskjálfta á því svæði.
Þegar þessi grein er skrifuð þá er óljóst hvort að breytingar hafa orðið á jarðhitasvæðum næst Keili. Það hafa komið fram fréttir um það en þær eru óstaðfestar eins og er.
Það er núna hætta á jarðskjálfta með stærðina Mw6,0 á svæðinu í nágrenni við Keili. Jarðskjálftavirknin við Keili sýnir munstur sem fylgir mikilli virkni og síðan lítilli virkni þess á milli. Það er ekki góður skilningur á því afhverju jarðskjálftavirknin er svona þegar þessi grein er skrifuð.
Á Laugardeginum 25-September-2021 hófst jarðskjálftahrina suður af Keili sem er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga suður af Keili. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Eldgosið í Fagradalsfjalli hefur verið í lengsta hléi síðan það hófst þann 19-Mars-2021 og þegar þessi grein er skrifuð þá er hléið ennþá í gangi.
Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að eldgosatímabilið sem er núna í gangi sé ekki ennþá lokið á Reykjanesskaga. Þó svo að ekkert sé að gerast í augnablikinu.
Í gær (30-Ágúst-2021) varð lítil jarðskjálftahrina austan við Grímsey. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,2.
Jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið í bili. Þarna verða oft jarðskjálftar og jarðskjálftavirkni getur byrjað aftur þarna án nokkurar viðvörunnar.
Í dag (14-Ágúst-2021) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,1. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þessi jarðskjálftavirkni virðist vera hefðbundin sumar jarðskjálftavirkni í Kötlu. Það hljóp einnig úr nokkrum kötlum samkvæmt mælingum sem sýndu aukna leiðni síðustu daga í jökulám sem liggja frá Mýrdalsjökli. Þetta er hefðbundin sumar virkni og kemur til vegna þess að jökulinn bráðnar yfir sumarið. Þetta gerist næstum því á hverju sumri.
Aðfaranótt og daginn 5-Ágúst-2021 varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,0. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram í þessari jarðskjálftahrinu hafa verið minni að stærð. Það getur þó breyst án viðvörunnar. Þegar þessi grein er skrifuð þá er möguleiki á því að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið.
Aðfaranótt 5-Ágúst-2021 varð jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu (TFZ). Þegar þessi grein er skrifuð, þá er jarðskjálftahrinan ennþá í gangi.
Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,0 en aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram hafa verið minni að stærð. Enginn jarðskjálfti hefur fundist í Grímsey samkvæmt fréttum.
Samþykki fyrir vefköku
Þessi vefsíða notar kökur til þess að muna stillingar og muna eftir stillingum. Þegar þú samþykkir kökur þá samþykkir þú allar kökur frá þessari vefsíðu.
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these cookies, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may have an effect on your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. This category only includes cookies that ensures basic functionalities and security features of the website. These cookies do not store any personal information.
Any cookies that may not be particularly necessary for the website to function and is used specifically to collect user personal data via analytics, ads, other embedded contents are termed as non-necessary cookies. It is mandatory to procure user consent prior to running these cookies on your website.