Jarðskjálfti nærri Keili í morgun

Í dag (12-Nóvember-2021) klukkan 05:05 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,2 suð-vestan við Keili. Þessi jarðskjálfti fannst alla leið upp í Borgarnes.

Tveir nýir jarðskjálftar við Reykjanesstá. Síðan er græn stjarna við Keili sem sýnir staðsetningu stærsta jarðskjálftans. Þar eru einnig eldri jarðskjálftar táknaðir með appelsínumgulum lit þar sem þessir jarðskjálftar eru nokkur klukkutíma gamlir.
Jarðskjálftavirknin við Keili á Reykjanesskaga í dag. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hafa ekki orðið neinar breytingar á óróa síðan þessi jarðskjálfti varð. Þessi jarðskjálfti er sá stærsti sem varð á þessu svæði í rúmlega mánuð.