Jarðskjálftahrina í Krýsuvík

Í dag (6. Maí 2024) klukkan 17:43 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,3 og varð í eldstöðinni Krýsuvík. Þessi jarðskjálfti fannst í Reykjavík.

Græn stjarna vestan við Kleifarvatn auk annara punkta sem sýna minni jarðskjálfta í Krýsuvík og öðrum eldstöðvum á sama svæði.
Jarðskjálftavirkni við Krýsuvík og stærsti jarðskjálftinn er með græna stjörnu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar þessi grein er skrifuð. Þá er þessi jarðskjálftavirkni ennþá í gangi en er mjög ójöfn og það koma jarðskjálftar en ekkert á milli þess. Það er möguleiki á því að þessi jarðskjálftavirkni sé að aukast, þar sem þetta gæti tengst spennubreytingum vegna þenslu í eldstöðinni Svartsengi.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Eldey á Reykjaneshrygg

Í dag (5-Maí 2024) klukkan 20:33 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 nærri Eldey á Reykjaneshrygg. Þetta er úti í sjó og talsverða fjarlægð frá landi, þannig að fleiri jarðskjálftar eru að eiga sér stað en koma fram á mælaneti Veðurstofu Íslands.

Græn stjarna og rauðir punktar sýna jarðskjálftavirknina í eldstöðinni Eldey á Reykjaneshrygg. Þarna eru einnig rauðir punktar sem sýna minni jarðskjálfta sem hafa komið fram.
Jarðskjálftahrinan í eldstöðinni Eldey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð. Það eru jarðskjálftar sem munu eingöngu sjást á vefsíðu Veðurstofu Íslands eftir að búið er að fara handvirkt yfir þessa jarðskjálftahrinu hjá Veðurstofunni.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes

Í dag (22. Apríl 2024) klukkan 04:53 hófst jarðskjálftahrina við Reykjanestá. Þessi jarðskjálftahrina er hvorki stór eða mikil þegar þessi grein er skrifuð. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,1 en aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð.

Græn stjarna og minni punktar sem sýna minni jarðskjálfta rétt sunnan við Reykjanesskaga og eru út í sjó. Síðan eru punktar vestan við Reykjanesið úti í sjó.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að þarna sé kvika á ferðinni. Eins og er, þá er þetta of lítil virkni til þess að eldgos geti hafist þarna eins og er. Það getur breyst án viðvörunnar. Staðan á eldstöðinni Reykjanes er óljóst, þar sem hluti þessar eldstöðvar er undir sjó og þá er mun erfiðara að vakta eldstöðina og stundum jafnvel ekki hægt.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík (þann 13. Apríl 2024)

Ég komst ekki að skrifa greinina um Krýsuvík í gær (13. Apríl 2024) þar sem ég var upptekin í öðru.

Í gær (13. Apríl 2024) klukkan 10:02 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,3 í eldstöðinni Krýsuvík rétt sunnan við Kleifarvatn. Þessi jarðskjálftahrina virðist hafa orðið á sprungu sem er að mestu leiti þekkt fyrir að búa til jarðskjálfta sem verða í tengslum við spennubreytingar á flekaskilum. Þetta misgengi er ekki tengt eldgosavirkni á þessu svæði, þar sem þær sprungur eru meira suðvestur-norðaustur stefnu en þessi sprunga er í stefnuna norður-suður. Það flækir hinsvegar málin að kvika á miklu dýpi getur komið af stað hreyfingum á þessum sprungum óháð gerð þeirra. Mig grunar að það sé tilfellið hérna.

Græn stjarna og síðan fullt af litlum punktum sem eru bláir eða gulir og sýna minni jarðskjálfta sem þarna verða.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Krýsuvík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eldstöðin Krýsuvík er ekki tilbúin til þess að hefja eldgos eins og er, miðað við það sem ég er að sjá núna. Það eru hinsvegar merki um það að eldstöðin sé farin að gera sig tilbúna í eldgos. Hversu löng bið verður þangað til að eldgos byrja í eldstöðinni Krýsuvík er ekki eitthvað sem hægt er að segja til um.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Öskju

Í dag (25. Mars 2024) klukkan 08:06 til rúmlega klukkan 11:00. Þá varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Öskju. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,5. Askja er mjög afskekkt og því fannst þessi jarðskjálfti ekki.

Græn stjarna í eldstöðinni Öskju sem er neðst á myndinni. Ásamt nokkrum punktum sem sýna minni jarðskjálfta.
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Öskju. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að þarna hafi átt sér stað kvikuinnskot. Eldgos er ólíklegt í Öskju núna. Þetta gæti þó verið fyrsti hlutinn sem bendir til þess að eldstöðin Askja sé farinn að undirbúa eldgos í framtíðinni. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær slíkt eldgos yrði.

Jarðskjálfti með stærðina Mw4,7 í Bárðarbungu

Í dag (18. Mars 2024) klukkan 00:45 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,7 í Bárðarbungu (EMSC upplýsingar er að finna hérna). Veðurstofan er með stærðina á þessum jarðskjálfta sem Mw4,4.

Græn stjarna í Bárðarbungu, ásamt punktum sem sem sýnir minni jarðskjálfta í Bárðarbungu.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Stærsti jarðskjálftinn er með græna stjörnu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálfti er hluti af þeirri þenslu sem er núna að eiga sér stað í Bárðarbungu. Svona jarðskjálftar munu verða reglulega í Bárðarbungu næstu ár og jafnvel áratugi, þangað til að kvikuhólfið í Bárðarbungu er orðið fullt.

Kvikuinnskot í Sundhnúkagíga í gær (02. Mars 2024)

Í gær (02. Mars 2024) klukkan 15:57 hófst kvikuinnskot í Sundhnúkagíga. Þessu kvikuinnskoti lauk um klukkan 17:57. Það mældust um 150 jarðskjálftar í þessu kvikuinnskoti og þetta kvikuinnskot kom ekki af stað eldgosi en gæti verið vísbending um það hvar næsta eldgos verður.

Þetta er mjög snemma, en það virðist sem að þetta kvikuinnskot hafi breytt sigdalnum sem það átti sér stað í. Þá með því að valda færslu í honum eða koma af stað öðrum breytingum. Þessi sigdalur myndaðist þann 10. Nóvember 2023 (Veðurstofan er með mynd af þessum sigdal hérna). Þetta kvikuinnskot getur einnig hafa komið af stað færslum í sigdalnum sem myndaðist þann 14. Janúar 2024 (Veðurstofan er með mynd af þeim sigdal hérna, Veðurstofan hefur merkt þann sigdal með bláum lit). Þessir sigdalir og allt sem þeim fylgir er að gera jarðfræðina á þessu svæði mjög flókna, enda er efsta lag jarðskorpunnar þarna orðið kross sprungið og því getur verið einfalt fyrir kvikuna að leita upp á yfirborðið án mikillar mótstöðu.

Það er ekki hægt að segja til um það hvenær næsta eldgos hefst. Það er mitt álit að næsta eldgos muni hefjast á milli 3 til 5. Mars. Það er alltaf möguleiki á því að ég hafi rangt fyrir mér.

Jarðskjálftahrina í Krýsuvík eldstöðinni

Í dag (26. Febrúar 2024) klukkan 18:27 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,4. Þessi jarðskjálfti fannst á nokkuð stóru svæði en ég er ekki viss um á hversu stóru svæði þessi jarðskjálfti fannst.

Græn stjarna þar sem jarðskjálftinn í Krýsuvík varð. Þetta er suður af Kleifarvatni.
Jarðskjálftavirknin í Krýsuvíkur eldstöðinni. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er hugsanlegt að þessi jarðskjálftavirkni tengist þenslunni sem er að eiga sér stað núna í eldstöðinni Svartsengi. Þar sem sú þensla breytir spennustiginu í jarðskorpunni á stóru svæði. Það er hætta á frekari jarðskjálftum á þessu svæði.

Staðan í eldgosinu við Sundhnúksgíga klukkan 23:29 þann 8. Febrúar 2024

Þetta er stutt grein um stöðu mála í eldgosinu við Sundhnúksgíga þann 8. Febrúar 2024 klukkan 23:29.

  • Fjögurra tíma GPS gögn virðast sýna það að þensla er nú þegar hafin í eldstöðinni Svartsengi. Það virðist sem að þessi þensla hafi byrjað um leið og það fór að draga úr eldgosinu um klukkan 13:00 í dag.
  • Eldgosið skemmdi heitavatnslögn frá Svartsengi. Það olli því að um 26.000 manns misstu heita vatnið. Það voru einnig einhverjar skemmdir á innviðum rafmagns á svæðinu en það voru minniháttar skemmdir og rafmagn er aftur komið á þessar rafmagnslínur. Staðan með kalda vatnið er óljós en þar er einnig hætta á skemmdum.
  • Þetta eldgos var stærra miðað við eldgosin 18. Desember 2023 og síðan eldgosið þann 14. Janúar 2024.
  • Það myndaðist lítið öskuský í dag og samkvæmt sérfræðingum sem komu fram í fréttum eða fjölmiðlum í dag. Þá dró svo snögglega úr eldgosinu að hrun varð úr börmum gossprungunnar og það kveikt í jarðvegi. Síðan fór grunnvatn af stað í gossprunguna sem myndaði mikið gufuský, ásamt öskuskýinu sem hafði myndast skömmu áður. Ég veit ekki hvort að gufuskýið sé hætt, þar sem það er myrkur og ég sé það ekki vegna þess. Þó er það líklegt að þetta sé hætt.
  • Eldgosið er í tveimur gígnum þegar þessi grein er skrifuð.
  • Það er búist við því, miðað við það hvernig hefur verið að draga úr eldgosinu að þessu eldgosi ljúki á morgun, 9. Febrúar en ekki seinna en 10. Febrúar.
  • Næsta eldgos í Svartsengi verður milli 6. Mars til 18. Mars ef núverandi munstur helst í eldstöðinni Svartsengi. Það er þó ekki hægt að segja til um það hvað gerist næst í eldstöðinni Svartsengi.

Ef eitthvað gerist. Þá mun ég setja inn uppfærslu eins fljótt og ég get.