Jarðskjálfti með stærð 3,4 nærri Surtsey (eldstöðvarkerfi Vestmannaeyja)

Í nótt (31-Janúar-2019) varð jarðskjálfti með stærðina 3,4 nærri Surtsey (eldstöðvarkerfi Vestmannaeyja). Samkvæmt Veðurstofu Íslands þá er þetta stærsti jarðskjálftinn á þessu svæði síðan árið 1992.


Jarðskjálftinn nærri Surtsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Nokkrir minni jarðskjálftar urðu í kjölfarið á stærsta jarðskjálftanum. Vegna fjarlægðar frá mælaneti Veðurstofu Íslands er erfitt að vera með næmar jarðskjálftamælingar á þessu svæði og því mælast ekki minni jarðskjálftar sem hugsanlega komu fram þarna.

Jarðskjálftahrina í Torfajökli

Í morgun klukkan 10:01 hófst jarðskjálftahrina í Torfajökli í vestari hluta öskjunnar. Stærsti jarðskjálftinn í hrinunni var með stærðina 3,7 og fannst á nálægum sveitarbæjum. Það eru almennt ekki neinir ferðamenn á þessu svæði á þessum tíma árs.


Jarðskjálftahrinan í Torfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn síðustu klukkutímana var með stærðina 2,3. Aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið voru allir minni að stærð. Jarðskjálftavirkni er ennþá í gangi þarna og því geta upplýsingar breyst án viðvörunar.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Krýsuvík

Síðastliðna nótt (26-Janúar-2019) varð lítil jarðskjálftahrina í Krýsuvík. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,0. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftahrinan í Krýsuvík. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið og hún var í gangi í aðeins minna en tvo klukkutíma.

Tvær jarðskjálftahrinu á Reykjaneshrygg

Síðastliðna viku hefur verið lítil jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg, að mestu leiti nærri ströndinni. Fyrri jarðskjálftahrinan var nærri ströndinni og stærsti jarðskjálftinn þar var með stærðina 3,0 klukkan 14:31 og varð 7,6 km rétt utan við Eldey. Seinni jarðskjálftahrinan var með jarðskjálfta sem náði stærðinni 3,0 klukkan 04:32 og var staðsettur 17,5 km utan við Geirfugladrang. Aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið voru minni að stærð.


Jarðskjálftahrinunar á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Báðar jarðskjálftahrinur virðast ennþá vera í gangi þegar þessi grein er skrifuð.

Ný jarðskjálftavirkni í Öræfajökli

Í dag (6-Janúar-2019) hófst ný jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 2,4. Aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið hafa verið minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan virðist ennþá vera í gangi en það er ekki mikil jarðskjálftavirkni að eiga sér stað eins og er hefðbundið fyrir Öræfajökul. Þessi jarðskjálftavirkni er innan þeirra marka sem hefur verið að gerast í Öræfajökli síðan árið 2017.

Jarðskjálfti með stærðina 4,4 í Hellisheiði

Síðastliðna nótt (30-Desember-2018) varð jarðskjálfti með stærðina 4,4 á Hellisheiði í Henglinum. Þessi jarðskjálfti fannst mjög víða. Stærsti eftirskjálftinn sem hefur komið fram var með stærðina 2,2.


Jarðskjálftinn í Hellisheiði (Henglinum). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC Leyfi vefsíðunni.


Jarðskjálftinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC Leyfi vefsíðunni.

Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð. Það er ekki hægt að segja til um það hvað gerist næst á þessu svæði á næstu klukkutímum. Það er alltaf hætta á frekari jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Þessi jarðskjálfti á upptök sín í flekahreyfingum en ekki kviku hreyfingum.

Jarðskjálfti með stærðina 4,8 í Bárðarbungu

Síðastliðina nótt (28-Desember-2018) var kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Stærsti jarðskjálftinn varð klukkan 01:16 og var með stærðina 4,8. Þriðji stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,5 og varð klukkan 01:20. Annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,7 og varð klukkan 01:38. Síðasti jarðskjálftinn í þessari hrinu varð klukkan 01:46 og var með stærðina 2,8.


Jarðskjálfti í Bárðarbungu (grænar stjörnur). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni þýðir að Bárðarbunga heldur áfram að þenjast út eins og eldstöðin hefur verið að gerast síðan í Apríl eða Maí 2015. Það virðist sem að fjöldi jarðskjálfta sem eru stærri en 4,5 sé að fjölga (það tekur nokkra mánuði í viðbót að sjá það örugglega). Þetta er annar eða þriðji jarðskjálftinn sem er stærri en 4,5 sem verður í Bárðarbungu árið 2018. Það mundi ekki koma mér á óvart ef að það færu að koma fram jarðskjálftar með stærðina 5,5 í Bárðarbungu á næstu mánuðum eða árum. Það eru engin merki um það að þessi jarðskjálftavirkni muni valda eldgosi í Bárðarbungu.

Jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga nærri Fagradalsfjalli

Í gær (19-Desember-2018) hófst jarðskjálftahrina nærri Fagradalsfjalli á Reykjanesi. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,2. Þegar þessi grein er skrifuð er jarðskjálftahrinan ennþá í gangi.


Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn fannst í Grindavík en það er næst upptökum jarðskjálftahrinunnar. Yfir 160 jarðskjálftar hafa mælst hingað til í þessari jarðskjálftahrinu.

Jarðskjálftahrina nærri Herðubreið

Í gær (18-Desember-2018) hófst jarðskjálftahrina nærri Herðubreið (Wikipedia). Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 2,7. Þar sem þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi þá er möguleiki á því að stærri jarðskjálftar verði á þessu svæði.


Jarðskjálftahrinan í nágrenni við Herðubreið (rauðu punktanir). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Yfir 140 jarðskjálftar hafa mælst í þessari jarðskjálftahrinu en þar sem þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi þá mun þessi tala breytast. Það eru engin merki um kvikuhreyfingar á nálægum jarðskjálftamælum í þessari jarðskjálftahrinu og því er hérna einugöngu um að ræða jarðskjálftahrinu sem kemur til vegna hreyfinga í jarðskorpunni.

Jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Í morgun (17-Desember-2018) varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,6 en aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni þýðir að Bárðarbunga eldstöðin heldur áfram að þenjast út og ekki hefur dregið úr þeirri þenslu. Ég veit ekki hversu mikið Bárðarbunga hefur þanist út þar sem ég er ekki með nýleg GPS gögn frá Bárðarbungu.