Jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum

Síðastliðna nótt var jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,6 en aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Grímsvötnum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í gær (06-Nóvember-2018) var einnig jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum en sú jarðskjálftavirkni var miklu minni en jarðskjálftavirknin sem kom fram síðastliðna nótt. Á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara að hefjast í Grímsvötnum. Það hefur ekki orðið nein frekari jarðskjálftavirkni í dag í Grímsvötnum.

Minniháttar jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu

Í dag (6-Nóvember-2018) hefur verið lítil jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu. Stærstu jarðskjálftarnir í þessari hrinu voru með stærðina 2,7 og 2,6. Aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið voru minni að stærð.


Jarðskjálftahrinan í Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina virðist að mestu leiti vera lokið eins og stendur. Það er möguleiki á því að jarðskjálftahrinan taki sig upp aftur á þessu svæði. Það er einnig möguleiki á því að ný jarðskjálftahrina byrji á þessu sama svæði. Það er ekki hægt að segja til um hvað gerist næst á Tjörnesbrotabeltinu.

Jarðskjálftahrina í Krýsuvík

Í dag (28-Október-2018) klukkan 10:52 hófst jarðskjálftahrina í Krýsuvík með jarðskjálfta að stærðinni 3,0 og síðan þá hefur verið lítil jarðskjálftahrina í gangi þar. Þetta er ekki jarðskjálftahrina sem er tengd eldstöðinni heldur er hérna um að ræða jarðskjálftahrinu sem tengist flekahreyfingum á þessu svæði.


Jarðskjálftahrina í Krýsuvík. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn fannst í Hafnarfirði og víðar á höfuðborgarsvæðinu. Á þessari stundu er ekki hægt að segja til um hvort að þessi jarðskjálftahrina sé búin eða hvort að eitthvað meira muni gerast á þessu svæði. Það er möguleiki á því að þarna muni koma fram fleiri jarðskjálftar án viðvörunar.

Jarðskjálfti með stærðina 4,6 í Bárðarbungu

Klukkan 00:08 þann 23-Október-2018 varð jarðskjálfti með stærðina 4,6 í Bárðarbungu. Þetta er stærsti jarðskjálftinn í Bárðarbungu í að minnstakosti þrjá mánuði. Minni jarðskjálfti með stærðina 3,5 varð klukkan 00:12. Undanfari þessara jarðskjálfta var smá aukning í litlum jarðskjálftum sem hófst í gær (22-Október-2018).


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Þessi jarðskjálftavirkni er eðlileg hefur átt sér stað síðan eldgosinu lauk í Bárðarbungu í Febrúar 2015.

Uppfært þann 24-Október-2018

Veðurstofan hefur uppfært stærðir þeirra jarðskjálfta sem áttu sér stað í Bárðarbungu. Stærðir stærstu jarðskjálftanna eru núna 3,9 og síðan 4,6 og 3,5.


Uppfært kort frá Veðurstofunni. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Grein uppfærð þann 24-Október-2018 klukkan 15:20.

Jarðskjálftahrina norður af Kolbeinsey

Í dag (19-Október-2018) varð jarðskjálftahrina norður af Kolbeinsey. Vegna fjarlægðar frá landi þá eru aðeins stærstu jarðskjálftarnir að mælast hjá Veðurstofunni.


Jarðskjálftahrinan norður af Kolbeinsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir sem hafa mælst voru með stærðina 3,3 og stærðina 3,0. Aðrir jarðskjálftar voru minni en samt stærri en 2,5 að stærð. Næmni SIL mælanetsins er ekki mjög góð svona langt frá landi. Það er óljóst hvort að þessi jarðskjálftahrina sé ennþá í gangi eða ekki.

Jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga

Í dag hófst jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga. Flestir af þeim jarðskjálftum sem hafa komið fram voru litlir og hafa ekki fundist. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,2.


Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn fannst í Bláa lóninu. Það virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið í augnablikinu.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og Öræfajökli

Ég sameina þetta í eina grein til þess að spara tíma þar sem ég þarf að mæta í vinnu klukkan 07:00 (þangað til 23-Október-2018).

Öræfajökull

Síðan í gær (01-Október-2018) hefur verið jarðskjálftahrina í Öræfajökli. Það hefur orðið um annar tugur lítilla jarðskjálfta í þessari hrinu og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,1 og fannst á nálægum sveitabæjum. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi.

Bárðarbunga

Jarðskjálftar með stærðina 3,0 og 3,6 urðu í Bárðarbungu í dag. Minni jarðskjálftinn varð snemma í morgun en sá seinni varð klukkan 13:08. Það hefur ekki komið fram nein jarðskjálftahrina í kjölfarið í kjölfarið á þessum jarðskjálftum. Þetta er núna hefðbundin virkni í Bárðarbungu síðan eldgosinu 2014 – 2015 í Holuhrauni.


Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Öræfajökli

Í gær (26-September-2018) hófst jarðskjálftahrina í Öræfajökli. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 1,2. Aðrir jarðskjálftar voru með stærðina 0,0 til 0,5.


Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli er vegna þess að kvika er að safnast saman í Öræfajökli. Þessi kvikusöfnun er mjög hægfara og safnast kvikan mjög hægfara innan í eldstöðinni. Þessi kvikusöfnun stöðvast einnig stundum um stuttan tíma. Þetta ferli mun halda áfram um talsvert langan tíma í viðbót.

Samfélagsmiðlar

Ég hef ákveðið að opna samfélagsmiðla hjá mér þar sem ég tek myndir.

Ég er með Instagram hérna (einnig hægt að leita að jonfr500)
Snapchat hjá mér er jonfr500

Jarðskjálfti með stærðina 3,0 í Öræfajökli

Í kvöld (21-September-2018) klukkan 21:15 varð jarðskjálfti með stærðina 3,0 í Öræfajökli. Í kjölfarið kom hrina af litlum jarðskjálftum og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 1,4.


Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna með að stærsti jarðskjálftinn hafi fundist á nálægum sveitabæjum. Sérstaklega þeim sem eru í rót Öræfajökuls. Undanfarnar vikur hafa stærðir jarðskjálfta í Öræfajökli aðeins verið að aukast en þetta er ekki mikil breyting þessa stundina.

Jarðskjálfti með stærðina 4,2 í Bárðarbungu

Í dag (14-September-2018) klukkan 10:40 varð jarðskjálfti með stærðina 4,2 í Bárðarbungu. Annar stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 2,9. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram í þessari jarðskjálftahrinu voru minni að stærð.


Græna stjarnan sýnir staðsetningu jarðskjálftans með stærðina 4,2. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er hefðbundin fyrir Bárðarbungu þar sem eldstöðin heldur áfram að þenjast út eftir eldgosið 2014 – 2015. Þessa stundina virðist sem að fjöldi jarðskjálfta af þessari stærð sé í kringum einn jarðskjálfti á mánuði. Það virðist sem að fjöldi þeirra jarðskjálfta sem er að eiga sér stað haldi ennþá að minnka og verður líklega fljótlega eingöngu einn til tveir jarðskjálftar á ári af þessari stærð.