Jarðskjálfti með stærðina 3,0 í Öræfajökli

Í kvöld (21-September-2018) klukkan 21:15 varð jarðskjálfti með stærðina 3,0 í Öræfajökli. Í kjölfarið kom hrina af litlum jarðskjálftum og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 1,4.


Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna með að stærsti jarðskjálftinn hafi fundist á nálægum sveitabæjum. Sérstaklega þeim sem eru í rót Öræfajökuls. Undanfarnar vikur hafa stærðir jarðskjálfta í Öræfajökli aðeins verið að aukast en þetta er ekki mikil breyting þessa stundina.