Jarðskjálftahrina nærri Bláfjöllum / Breinnisteinsfjöllum

Á Laugardaginn (16-Nóvember-2013) hófst jarðskjálftahrina á stað sem Veðurstofan kallar Vífilsfell og er heiti á litlum hól á þessu svæði. Í upphafi var jarðskjálftahrinan mjög lítil og fáir jarðskjálftar mældust. Í nótt og snemma morguns þá fór jarðskjálftahrinan hinsvegar að aukast og hefur virknin haldist mjög stöðug síðan þá.

131118_1525
Jarðskjálftahrinan á Reykjanesinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftanir í þessari hrinu hafa hingað til eingöngu náð stærðinni 2,9 og þeir hafa ekki fundist hingað til. Það er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara hefjast eða að þessir jarðskjálftar tengist kvikuhreyfingum á svæðinu. Það er ekki hægt að útiloka slíkar breytingar en það er ólíklegt að slíkt muni gerast. Eins og stendur er jarðskjálftahrinan ennþá í gangi og það er vonlaust að vita hversu lengi þessi jarðskjálftahrina mun standa yfir. Stærstu jarðskjálftanir koma fram á jarðskjálftamælanetinu mínu og er hægt að skoða það hérna.

Minniháttar jarðskjálftahrina nærri Hjörleifshöfða í eldstöðvarkerfi Kötlu

Í dag (17-Nóvember-2013) klukkan 06:21 hófst minniháttar jarðskjálftahrina nærri Hjörleifshöfða á Mýrdalssandi. Þessari jarðskjálftahrinu lauk klukkan 07:09. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 1,8 og dýpið í kringum 18 km. Þessi jarðskjálftahrina bendir til þess að þarna hafi átt sér kvikuinnskot á dýpi. Það er þó ekki ljóst hvort að þetta táknar einhverja breytingu í hegðun Kötlu, það er ólíklegt að þetta sé undanfari frekari virkni í Kötlu.

131117_1815
Jarðskjálftavirknin nærri Hjörleifshöfða í eldstöðvarkerfi Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Hjörleifshöfði sjálfur er líklega myndaður í eldgosi fyrir einhverjum þúsundum árum síðan. Þó hef ég ekki nánari upplýsingar um hann. Þó er talið að þetta hafi verið eyja áður en eldgos í Kötlu breytti því fyrir löngu síðan. Hægt er að skoða Hjörleifshöfða úr fjarlægð með Google Maps og Street View hérna.

Minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í dag (04-Nóvember-2013) klukkan 04:03 varð minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,2 og dýpið 12,2 km.

Jarðskjáftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjáftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinur eru algengar á þessu svæði og þarna hafa orðið jarðskjálftahrinur síðustu vikur. Það eru engar vísbendingar um að þarna sé að fara hefjast eldgos og ekkert bendir til þess að það sé raunin. Stærsti jarðskjálftinn sem varð þarna kom vel fram á jarðskjálftamælunum hjá mér og er hægt að sjá jarðskjálftann hérna (næstu 24 klukkutímana) á jarðskjálftamæla-vefsíðunni sem ég er með.

Jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu

Í gær (18-Október-2013) hófst jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu. Þessi jarðskjálftahrina er lítil og stærsti jarðskjálftinn er eingöngu með stærðina 2,5. Jarðskjálftahrinan er á suðurenda ónefndar eldstöðvar sem er þarna á hafsbotninum.

131019_0030
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óvíst hvort að mikið verði úr jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Eins og stendur er jarðskjálftavirknin þarna lítil til miðlungs en enginn jarðskjálfti hefur náð stærðinni 4,0 á þessu svæði ennþá.

Ný jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í gær (18-Október-2013) hófst ný jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Í þessari hrinu hafa eingöngu 16 jarðskjálftar mælst, sá stærsti mældist með stærðina 3,3 og dýpið 6,1 km.

131018_2320
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Græna stjarnan táknar jarðskjálfta sem eru stærri en 3,0. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna með frekari jarðskjálftum á þessu svæði á næstu dögum til vikum. Það er þó erfitt að segja til um það hvenær slíkar jarðskjálftahrinur munu eiga sér stað. Það er því best að fylgjast með á vef Veðurstofu Íslands og á vefsíðunni minni með jarðskjálftagröfunum.

Jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu

Á mánudaginn (14-Október-2013) hófst jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu. Þessi jarðskjálftahrina hefur verið lítil eins og stendur, stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu hefur aðeins verið með stærðina 2,5.

131015_2210
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það virðist sem að þessi jarðskjálftahrina sé ennþá í gangi. Þó er vonlaust að vita hvort að þessi jarðskjálftahrina mundi vara næstu daga eða ekki. Þetta svæði á Tjörnesbrotabeltinu hefur verið mjög virkt undanfarið og því er hætta á frekari jarðskjálftavirkni þarna. Það er ekki hægt að segja til um það hversu mikil sú jarðskjálftavirkni verður.

Jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga og Reykjaneshrygg

Í dag (15-Október-2013) klukkan 01:43 hófst ný jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga og Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálftahrina er ennþá mjög lítil og hefur stærsti jarðskjálftinn eingöngu haft stærðina 2,5. Þessi jarðskjálftahrina er í gangi þessa stundina, þó svo að mjög hafi dregið úr virkninni síðustu klukkutímana.

131015_2050.2
Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

131015_2050
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Rétt fyrir utan ströndina. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta svæði á Reykjanesinu hefur undanfarið séð talsverða jarðskjálftavirkni síðustu daga og það er líklegt að frekari jarðskjálftar muni eiga sér stað á næstu dögum til mánuðum á þessu svæði.

Jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga

Í dag (13-Október-2013) klukkkan 01:11 hófst jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga. Þessi jarðskjálftahrina var mjög lítil í upphafi þangað til klukkan 07:34 þegar jarðskjálfti með stærðina 4,8 átti sér stað. Sá jarðskjálfti fannst mjög víða, samkvæmt fréttum allt frá Vík í Mýrdal til Hólmavíkur á Ströndum. Talsverð eftirskjálftavirkni hefur átt sér stað í kjölfarið á stærsta jarðskjálftanum. Undan stærsta jarðskjálftanum voru tveir jarðskjálftar með stærðina 3,4 og síðan 3,5 með upptök á svipuðum slóðum. Ekki hefur verið tilkynnt um neinar skemmdir samkvæmt fréttum í kjölfarið á þessum jarðskjálfta.

131013_1415
Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir sáust mjög vel á jarðskjálftamæla-netinu mínu og er hægt að skoða jarðskjálftana hérna á jarðskjálftamæla-vefsíðunni sem ég er með.

131013.073300.ebiz.psn
Jarðskjálftinn sem mældist með stærðina 4,8. Þessi jarðskjálftamælastöð er á Eyrarbakka og útslagið var mest þar eins og sést, þar sem útslagið er meira en hæsta útslag jarðskjálftamælisins. Þessi mynd er undir Creative Commons Leyfi. Nánari upplýsingar er að finna á CC leyfi síðunni.

131013.073300.hkbz.psn
Stærsti jarðskjálftinn á Reykjanesskaga á jarðskjálftamælum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons Leyfi. Nánari upplýsingar er að finna á CC leyfi síðunni.

131013.073300.bhrz.psn
Stærsti jarðskjálftinn á jarðskjálftamælinum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons Leyfi. Nánari upplýsingar er að finna á CC leyfi síðunni.

131013.073300.sktz.psn
Stærsti jarðskjálftinn á jarðskjálftamælinum í Skeiðflöt. Þessi mynd er undir Creative Commons Leyfi. Nánari upplýsingar er að finna á CC leyfi síðunni.

Það er ekki hægt að segja til um það hvernig þessi jarðskjálftahrina mun þróast á næstu klukkutímum. Undanfarna klukkutíma hefur dregið úr jarðskjálftavirkni en það er engu að síður hætta á því að jarðskjálftavirknin taki sig upp aftur og aukist á ný. Þetta svæði á Reykjanesskaganum er þekkt fyrir slíka tegund af virkni, það er þó ekki víst að slíkt muni gerast en það er hætta á því. Eins og stendur er ekkert sem bendir til þess að þarna sé kvika á ferðinni og engin hætta á eldgosi eins og stendur. Sú staða gæti breyst en mér þykir það ólíklegt eins og staðan er núna.

Jarðskjálftahrina í Eyjafjallajökli

Í dag (10-Október-2013) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Eyjafjallajökli. Þetta var mjög lítil jarðskjálftahrina og enginn jarðskjálftinn náði stærðinni 2,0. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 1,0 og á dýpinu 4,3 km. Það hafa ekki komið fram nein merki þess að eldgos sé að fara hefjast í Eyjafjallajökli, og það hafa heldur ekki komið fram nein merki þess að ný kvika sé farin að streyma inn í Eyjafjallajökul. Hugsanlegt er að þetta sé gömul kvika sem er á ferðinni hérna, það er þó erfitt að vera viss um það eins og er. Ef þetta er gömul kvika og ef þetta nær upp á yfirborðið þá verða í mesta lagi sprengingar. Það er hinsvegar ekkert víst að slíkt muni gerast og ekkert bendir til þess eins og er að slíkt sé að fara gerast.

131010_1940
Jarðskjálftahrinan í Eyjafjallajökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ástæða þess að svona litlir jarðskjálftar mælast núna í Eyjafjallajökli er sú að SIL mælanetið er orðið mun þéttara í kringum Eyjafjallajökli en var fyrir eldgosið árið 2010. Það þýðir að mun minni jarðskjálftar eru að mælast núna en árið 2010. Á þessari stundu eru þetta ekkert nema jarðskjálftar og ég reikna ekki með neinum frekari atburðum í kjölfarið á þessari jarðskjálftahrinu. Það gæti þó breyst með skömmum fyrirvara ef frekari breytingar verða á Eyjafjallajökli á næstunni.

Eldgosið árið 2010.
Eldgosið árið 1821 – 1823.

Dregur úr jarðskjálftahrinunni á Tjörnesbrotabeltinu

Í dag (03-Október-2013) hefur heldur dregið úr jarðskjálftahrinunni á Tjörnesbrotabeltinu. Jarðskjálftahrinan hefur haldið áfram eins og undanfarna viku, stærsti jarðskjálftinn í dag var með stærðina 3,5 og dýpi þessar jarðskjálftahrinu hefur verið í kringum 5 til 15 km. Jarðskjálfti með stærðina 3,1 átti sér einnig stað í dag. Þessari jarðskjálftar fundust á Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík.

MynniEyjafj2013.svd.03-October-2013
Stærstu jarðskjálftanir í þessari jarðskjálftahrinu. Hægt er að sjá myndina í upprunalegu samhengi hérna á vef Veðurstofu Íslands. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þó svo að dregið hafi úr jarðskjálftahrinunni þá er jarðskjálftahrinan ennþá í gangi. Það getur verið að aðeins hafi dregið tímabundið úr jarðskjálftahrinunni eða þá að þessi jarðskjálftahrina er að fjara út eins og er. Það er ekki ljóst hvað er raunin hérna en það mun koma í ljós með tímanum hvað gerist næst á Tjörnesbrotabeltinu.

131003_2125
Jarðskjálftahrinan í dag á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það eru ekki nein merki þess að kvika hafi náð til yfirborðs í kjölfarið á þessari jarðskjálftahrinu. Það er einnig ennþá óljóst hvort að kvikuinnskot hafi verið valdur að þessari jarðskjálftahrinu á Tjörnesbrotabeltinu.