Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Síðustu daga hefur verið lítil jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Í dag jókst þessi jarðskjálftahrina og það kom fram jarðskjálfti með stærðina 3,6 og var með dýpið 15,6 km. Þegar þetta er skrifað hafa orðið þarna í kringum 100 jarðskjálftar, en þessi jarðskjálftahrina er stöðugt að bæta við sig jarðskjálftum og því úreldast þessar upplýsingar frekar hratt eins og er.

140509_1205
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Græna stjarnan táknar jarðskjálftann með stærðina 3,6. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140509.101700.hkbz.psn
Jarðskjálftinn með stærðina 3,6 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Sjá frekari upplýsingar á CC leyfi síðunni.

Eins og stendur er erfitt að segja til um það hvað er að gerast á Reykjaneshrygg. Vísbendingar eru um það að þessi jarðskjálftahrina eigi upptök sín í kvikuinnskot þarna á svæðinu. Það hefur þó ekki verið staðfest eins og er. Eins og stendur þá er ekkert sem bendir til þess að þarna sé eldgos að fara að hefjast. Hægt er að sjá jarðskjálfta sem þarna verða (stærstu jarðskjálftarnir koma mjög vel fram) hérna á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Jarðskjálftamælirinn í Böðvarshólum uppfærist ekki eins og stendur vegna bilunar í 3G sendi á því svæði þar sem sá jarðskjálftamælir er (3G er notað til þess að útvega tengingu við internetið). Einnig er hægt að fylgjast með stöðu mála á vefsíðu Veðurstofunnar hérna.