Jarðskjálfti með stærðina 3,9 á suðurlandi í gærkvöldi

Í gærkvöldi (8-Maí-2014) klukkan 23:14 varð jarðskjálfti með stærðina 3,9 á suðurlandsbrotabeltinu (SISZ). Þessi jarðskjálfti fannst vel á suðurlandi en olli ekki neinu tjóni samkvæmt fréttum. Þessi jarðskjálfti virðist hafa verið á N-S brotalínu. Samkvæmt Veðurstofu Íslands (sjá hérna) þá varð þessi jarðskjálfti á brotalínu sem hrökk þann 14-Ágúst-1784 og olli þá jarðskjálfta með stærðina 7,0.

140509_1040
Jarðskjálftinn á suðurlandi. Græna stjarnan sýnir staðsetningu jarðskjálftans með stærðina 3,9. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140508.231312.hkbz.psn
Jarðskjálftinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Frekari upplýsingar er að finna á CC Leyfi síðunni.

Hægt er að fylgjast með frekari virkni á suðurlandi hérna á jarðskjálftamælavefsíðunni minni. Jarðskjálftamælirinn í Böðvarshólum er ekki að uppfærast eins og er vegna bilunar í 3G sendi þar sem hann er hýstur. Ég vona að sú bilun verði löguð sem fyrst. Fólk getur síðan einnig fylgst með jarðskjálftavirkni á vefsíðu Veðurstofu Íslands hérna.