Staðan í eldstöðinni Fagradalsfjalli þann 7-Mars-2021 klukkan 00:55

Þetta er stutt grein um stöðuna í eldstöðinni Fagradalsfjall. Þessi grein er að mestu leiti um virknina sem varð þann 6-Mars-2021.

Yfirlit yfir núverandi virkni

  • Jarðskjálftavirkni er að mestu leiti aðeins litlir jarðskjálftar.
  • Hættan á eldgosi hefur ekki minnkað þrátt fyrir breytta jarðskjálftavirkni.
  • Kvikuinnskotið er grynnst á 2 km dýpi en annars er dýpið á milli 5 km til 8 km dýpi.
  • Mesta jarðskjálftavirknin er við Fagradalsfjall (norðurendann?) og síðan við Keilir.
  • Eldstöðin Fagradalsfjall hefur ekki gosið í 12.000 ár.
  • Það er engin merki um kvikuvirkni í eldstöðvunum Krýsuvík og síðan í eldstöðinni Reykjanes (Svartsengi?). Allir jarðskjálftar sem eru að koma fram í þeim eldstöðvum eru vegna spennubreytinga í jarðskorpunni vegna þenslunnar í Fagradalsfjalli.

 

Umbrotasvæðið í Fagradalsfjalli sem er merkt með brotnum línum af korti á Reykjanesinu
Brotna línan táknar það svæði sem er umrbotasvæðið við Fagradalsfjall og hugsanlega það svæði sem markar eldstöðina Fagradalsfjall. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ennþá hætta á mjög stórum jarðskjálfta á Reykjanesinu með stærðina Mw6,0 til Mw6,5 vegna þeirra spennubreytinga sem þenslan í Fagradalsfjalli veldur í jarðskorpunni á stóru svæði.

Þétt jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Fagradalsfjalli táknuð með grænum stjörnum og mikið af rauðum punktum sem tákna nýja jarðskjálfta sem hafa átt sér stað
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Órói hefur ekki greinst síðan á Miðvikudaginn en það getur breyst án viðvörunnar.

Vefmyndavélar með beint streymi af Keili

Beint vefstreymi af skjálftasvæðinu – Efstaleiti
Beint vefstreymi af skjálftasvæðinu – Vogastapi (Rúv.is)
Keilir í beinni (mbl.is)
Óróasvæðið í beinni útsendingu (Vísir.is)
Live from Iceland
Keilir og skjálftasvæðið (YouTube)
Road camera 1
Road camera 2 (Nætursjón/Innrautt)

Ef eitthvað mikið gerist þá mun ég skrifa grein um það eins fljótt og ég mögulega get.

Staðan í eldstöðvunum Fagradalsfjalli og Reykjanesi

Þetta er stutt grein um stöðina í eldstöðvunum Fagradalsfjalli og Reykjanesi. Greinin er skrifuð klukkan 18:14.

Eldstöðvar nefndar í þessari grein

Fagradalsfjall
Reykjanes
Krýsuvík

  • Fagradalsfjall hefur ekki gosið síðan á Pleistósentímabilið. Hvenær síðasta eldgos varð er ekki vitað eða er ekki skráð. Þetta er að lágmarki fyrsta eldvirkni í Fagradalsfjalli í 11700 ár.
  • Eldgosahætta er núna í eldstöðinni Reykjanes*.
  • *Þetta gæti verið önnur eldstöð kennd við Svartsengi (engin upplýsingasíða) en jarðfræðikortum ber ekki saman um hvaða eldstöð er nákvæmlega þarna. Það er möguleiki að eldstöðin Reykjanes nái þangað en það er ekki almennilega vitað miðað við ósamræmi í jarðfræðikortum. Það er möguleiki að eldstöðin Reykjanes nái eingöngu inn að Reykjanestá og restin af eldstöðinni er þá undir sjó.
  • Það hefur aðeins dregið úr virkninni í eldstöðinni Krýsuvík síðasta sólarhring. Hættan á eldgosi er núna minni í þeirri eldstöð.
  • Mesti fjöldi jarðskjálfta var núna meiri en 3000 jarðskjálftar á einum degi.
  • Síðustu 24 klukkutíma hafa 12 jarðskjálftar sem eru stærri en Mw3,0 hafa átt sér stað. Flestir af þessum jarðskjálftum finnast í byggð.
  • Síðustu 48 klukkutímana þá hafa um 3300 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga.
  • Kvika er núna áætluð á rúmlega 5 til 6 km dýpi og gæti verið eins grunnt og 2 km dýpi.

 

Þétt jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga. Mikið af grænum stjörnum mikið um rauða punkta sem tákna nýja jarðskjálfta
Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga þar sem mesta jarðskjálftavirknin er til staðar. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Kort af mögulegum svæðum þar sem eldgos geta orðið hafa verið gefin útaf Jarðvísindadeild Háskóla Íslands og hægt er að sjá þau kort hérna á Facebook. Jarðsvísindadeild Háskóla Íslands hefur einnig gefið út kort af mögulegu hraunflæði og það er hægt að skoða þau kort hérna á Facebook. Kortin eru uppfærð daglega á Facebook

Vefmyndavélar – Bætt inn klukkan 21:16

Beint vefstreymi af skjálftasvæðinu – Vogastapi (Rúv.is)
Keilir í beinni (mbl.is)
Óróasvæðið í beinni útsendingu (Vísir.is)
Live from Iceland
Keilir og skjálftasvæðið (YouTube)
Road camera 1
Road camera 2 (næturmyndavél/innrauð myndavél)

Styrkir

Það er hægt að styrkja mig með því að nota PayPal takkann hérna á síðunni auk þess sem hægt er að millifæra beint á mig styrk ef fólk getur styrkt mig. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Auglýsingar

Hægt er að kaupa auglýsingar á þessari síðu. Ég er ennþá að vinna í verðskrá fyrir auglýsingar þar sem þetta er ný þjónusta hjá mér.

Grein uppfærð klukkan 21:16

Staðan í eldstöðvunum Fagradalsfjall, Krýsuvík, Reykjanes

Staðan á Reykjanesskaga er farin að verða mjög flókin vegna þess að virknin er núna milli þriggja eldstöðva. Þessi grein er skrifuð klukkan 15:59.

Eldstöðvar sem eru að sýna virkni á Reykjanesskaga

Eldstöðin Reykjanes
Eldstöðin Krýsuvík
Eldstöðin Fagradalsfjall

Eldstöðin Fagradalsfjall er ekki með nein þekkt eldgos síðustu 10.000 ár og staðsetning megineldstöðvarinnar er óþekkt og óvíst hvort að megineldstöðin sé til.

Staðan síðustu klukkutíma

  • Lítill sigdalur er farinn að myndast á milli Fagradalsfjalls og Keili fjallana. Þetta er hluti af því ferli sem rekbeltið á Reykjanesinu býr til.
  • Óróinn stoppaði í morgun samkvæmt Veðurstofu Íslands og samkvæmt Veðurstofu Íslands í fréttum þá var uppruni óróans mjög þétt jarðskjálftavirkni í gær sem bjó til samfelldan óróa. Í morgun minnkaði virknin aðeins.
  • Kvika er ennþá ferðinni í eldstöðvarkerfinu Fagradalsfjalli.
  • Stærsti jarðskjálftinn síðustu 24 klukkutímana var með stærðina Mw4,5 en síðustu 48 klukkutímana hafa mæst 72 jarðskjálftar sem eru stærri en Mw3,0 að stærð. Það er ekkert sem bendir til þess að farið sé að draga úr virkninni.

 

Mjög þétt jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga í þremur eldstöðvum. Mikið af rauðum punktum sem táknar nýja jarðskjálfta einnig mjög mikið af grænum stjörnum.
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga í þremur eldstöðvum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að segja til um það hvað gerist næst þar sem staðan er einstaklega flókin vegna þess að virknin er á milli þriggja eldstöðva og þeirrar virkni sem er á milli þeirra.

Internet útsending af Keili

Beint vefstreymi af skjálftasvæðinu – Efstaleiti (Rúv.is)
Keilir og skjálftasvæðið (YouTube)
Keilir í beinni (mbl.is)

Ef eitthvað gerist. Þá mun ég skrifa grein eins fljótt og hægt er.

Óróapúls staðfestur í eldstöðinni Krýsuvík – Eldgos gæti verið yfirvofandi

Þessi grein er skrifuð klukkan 16:37. Þetta er stutt grein þar staðan breytist mjög hratt.

Óróapúls hefur verið greindur í eldstöðinni Krýsuvík. Ef að eldgos verður eins og búist er við þá er þetta fyrsta eldgosið í eldstöðinni Krýsuvík síðan árið 1340.

Óróaplott í Vogum sem sýnir óróann mjög vel. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaganum í eldstöðinni Krýsuvík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur verið staðfest að sigdalur er að myndast þar sem reiknað er með að eldgos verði. Þetta er á milli Keilis og Fagradalsfjalls. Það er beint streymi á YouTube af þessu svæði og hægt er að fylgjast með því hérna.

Uppfærsla klukkan 16:43

Rúv hefur sett upp vefmyndavél og hægt er að horfa á hana hérna.

Jarðskjálftavirkni og fleira í Grímsfjalli

Í gær (29-Janúar-2021) klukkan 23:34 varð jarðskjálfti með stærðina Mw2,4 í Grímsfjalli. Það voru nokkrir minni jarðskjálftar fyrir og eftir að stærsti jarðskjálftinn kom fram. Það varð engin breyting á óróagröfum í kringum þennan jarðskjálfta.

Jarðskjálfti í austur hluta Grímsfjalls er merktur sem gulur punktur auk fleiri jarðskjálfta á sama svæði. Grímsfjall er í miðjum Vatnajökli og er merkt með þríhirningi sem sýnir staðsetningu jarðskjálftamælis Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftavirkni í Grímsfjöllum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur einnig verið sagt frá í fréttum að jökullinn sem er ofan á Grímsvatni er í hæstu stöðu síðan árið 1996. Þensla vegna kvikusöfnunar er núna í austari hluta Grímsfjalls á svæði sem kallast Eystri Svíahnúkur. Kvikuþrýstingur er í dag jafn eða meiri en þegar Grímsfjall gaus í Maí árið 2011.

Heimildir og fréttir

Íshellan í Grímsvötnum ekki mælst hærri í 25 ár (Rúv.is)
Fundur í vísindaráði almannavarna (Almannavarnir.is)

Hrina af litlum jarðskjálftum í eldstöðinni Reykjanes

Í dag (11-Nóvember-2020) varð jarðskjálftahrina af litlum jarðskjálftum í eldstöðinni Reykjanes. Þarna urðu bara litlir jarðskjálftar og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw1,7. Þegar þessi grein er skrifuð hafa komið fram 76 jarðskjálftar á Reykjanesskaga.


Jarðskjálftahrinan í eldstöðinni Reykjanes. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki mikil breyting á GPS mælingum á svæðinu fyrir utan breytingu sem bendir til þess að þensla sé hafin í eldstöðinni Krýsuvík. Hægt er að skoða GPS gögnin á vefsíðu Háskóla Íslands, GPS mælingar Reykjanes.

Styrkir

Það er hægt að styrkja mína vinnu við þessa vefsíðu með því að nota PayPal takkann hérna á vefsíðunni. Ég er mjög blankur í Nóvember en ég vonast til þess að þetta fari að breytast á hjá mér á næsta ári en það veltur á hlutum sem ég hef enga stjórn á. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Mikil þensla mælist í eldstöðinni Reykjanes eftir Mw5,6 jarðskjálftann

Jarðskjálftinn sem varð þann 20-Október-2020 olli því að það hófst kröftug þensla í eldstöðinni Reykjanes í kjölfarið samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands. Þenslan er í dag í kringum 50mm þar sem mest er og sést vel á GPS mælingum (GPS time series for Reykjanes).


Þenslan í eldstöðinni Reykjanes. Ég þurfti að minnka myndina vegna krafna frá WordPress kerfinu. Hægt er að sjá myndina í fullri stærð hérna á vefsíðu Veðurstofu Íslands. Rauður er þensla og blá svæði eru svæði sem eru lægra í mælingunni. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þenslan sést mjög vel á GPS stöðvum sem eru næst þessu svæði. Þarna er fjallið Keilir sem myndaðist í eldgosi einhverntímann á síðustu ísöld. Þessi þensla útskýrir einnig þá jarðskjálftavirkni sem er á þessu svæði og ég skrifaði um í fyrri grein.


Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga og í eldstöðinni Reykjanes. Vegna slæms veðurs þá mælast minni jarðskjálftar verr þessa dagana. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar þessi grein er skrifuð þá reikna ég með að það muni verða frekari jarðskjálftar á þessu svæði auk þess sem meiri þensla mun koma fram í eldstöðinni Reykjanes. Það er ekki hægt að segja til um það núna hvenær eldgos yrði í eldstöðinni Reykjanes.

Frétt Veðurstofu Íslands á ensku

Significant ground deformation detected associated with recent earthquakes (en.vedur.is)

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík

Í gær (7-September-2020) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík snemma um morguninn. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,3 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw2,8. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Krýsuvík. Þessi mynd er notuð með leyfi og höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er hluti af þeirri þenslu sem á sér stað á þessu svæði vegna kvikuinnflæðis á 3 km til 8 km dýpi. Það hefur ekki ennþá komið eldgos þarna er mjög líklegt er að það muni gerast vegna allrar þessar jarðskjálftavirkni. Það er ekki hægt að spá fyrir um það hvenær slíkt eldgos yrði.

Áframhaldandi jarðskjálftahrina í Krýsuvík og Reykjanes eldstöðvunum

Í gær (29-Ágúst-2020) jókst jarðskjálftahrina sem hefur verið í gangi í eldstöðunum Krýsuvík og Reykjanes síðustu daga. Ég veit ekki almennilega hvaða eldstöðvarkerfi er um að ræða hérna eða hvort að mögulega sé um að ræða bæði eldstöðvarkerfin á þessu svæði og ef það er raunin þá flækir það málin umtalsvert.


Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga. Mynd notuð með leyfi og höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í gær var með stærðina Mw3,7 klukkan 19:06 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,4 klukkan 16:23. Það urðu einnig tveir jarðskjálftar með stærðina MW3,0. Stærstu jarðskjálftarnir fundust í Reykjavík og nágrenni. Þessi jarðskjálftavirkni er hluti af þeirri jarðskjálftavirkni sem hófst á þessu svæði í Janúar og hefur verið í gangi síðan þá. Þessi jarðskjálftavirkni hefur færst austur á síðustu vikum og það er ekki alveg augljóst afhverju það er. Það eru engin merki um að kvikan sé að færa sig upp á yfirborðið þegar þessi grein er skrifuð.

Kröftug jarðskjálftahrina austan við Fagradalsfjall

Í dag (26-Ágúst-2020) hófst kröftug jarðskjálftahrina austan við Fagradalsfjall. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina Mw4,2 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,7. Það komu fram þrír aðrir jarðskjálftar sem voru stærri en Mw3,0 fram í þessari jarðskjálftahrinu. Þegar þessi grein er skrifuð þá hafa 350 jarðskjálftar komið fram.


Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga og í eldstöðinni Reykjanes. Mynd notuð með leyfi og höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan virðist að mestu vera austarlega í eldstöð sem heitir Reykjanes. Jarðskjálftavirknin kemur fram í hrinum og þegar þessi grein er skrifuð þá virðist sem að ný hrina sé hafin á þessu svæði. Það er ekki hægt að segja til um það hversu lengi þessi jarðskjálftahrina mun vara á þessu svæði. Þegar þessi grein er skrifuð er ekkert sem bendir til þess að kvika sé farin að brjóta sér leið upp á yfirborðið á þessu svæði og gögn sýna fram á að jarðskjálftavirkni á þessu svæði sé eingöngu vegna jarðskorpuhreyfinga á þessu svæði. Það sést á GPS gögnum að svæðið er ennþá að þenjast út vegna innflæði kviku á 8 km til 3 km dýpi á þessu svæði. Þetta innflæði kviku hefur verið í gangi síðan í Janúar-2020.